Entries by TF3JB

,

WAE KEPPNIN Á SSB ER UM HELGINA

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. SSB hlutinn er haldinn nú um helgina 10.-11. september. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð í mest 36 klst. Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni.  Skilaboð: RS+raðnúmer. Í keppninni gefa […]

,

FRÁ OPNUN SKELJANESI 8. SEPTEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 8. september fyrir félagsmenn og gesti. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakir gestir okkar voru Wesley M. Baden, NA1ME frá Maine í Bandaríkjunum og Peter Ens, HB9RYV frá Sursee í Sviss. Mikið var rætt um loftnet. Ágúst H. Bjarnason, TF3OM sagði okkur m.a. […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 1.-7. september 2022. Alls fengu 18 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), tali (SSB), fjarritun (RTTY) og um QO-100 gervitunglið á 2.4 GHz. Bönd: 12, 15, 17, 20, 30, […]

,

FLÓAMARKAÐI ÍRA FRESTAÐ

Ákveðið hefur verið að fresta flóamarkaði ÍRA sem halda átti í Skeljanesi sunnudaginn 11. september. Í ljós hefur komið að þessi dagsetning hentar ekki vel. Flóamarkaðurinn verður þess í stað haldinn sunnudaginn 9. október n.k. Fyrir félaga sem eru búsettir úti á landi eða eiga ekki heimangengt í Skeljanes, verður viðburðinum einnig streymt yfir netið. […]

,

UNNIÐ UTANDYRA Í SKELJANESI

Georg Kulp, TF3GZ gerði góða ferð í Skeljanes í dag, 6. september. Verkefni dagsins var að festa upp á ný fæðilínur og stýrikapla fyrir M2  VHF og UHF Yagi loftnet félagsins, formagnarana frá SSB-Electronic og Yaesu G-5400B rótorinn. Þessir kaplar hafa samám saman verið að losna úr festingunum við þakrennuna á húsinu og lágu undir […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 8. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22 fimmtudaginn 8. september. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

NÝTT LOFTNET OG RÓTOR FYRIR TF3IRA

Fjórði fundur í stjórn ÍRA 2022/23 var haldinn í Skeljanesi 1. september. Á fundinum var m.a. gerð samþykkt um kaup á nýju loftneti og rótor fyrir félagsstöðina TF3IRA. Lofnetið er frá OptiBeam, gerð OBDYA9-A fyrir fjögur bönd, 17, 15, 12 og 10 metra. Rótorinn er frá Pro.Sis.Tel. af gerð PST-2501D. Fram kom á fundinum, að […]

,

VEGLEG GJÖF TIL ÍRA

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA var fulltrúi okkar í sumarbúðum IARU Svæðis 1 sem haldnar voru í borginni Karlovac í Króatíu 6.-13. ágúst s.l. Um var að ræða 10. sumarbúðir  „Youngsters On The Air“ verkefnisins. Í lok dvalar var fulltrúum 25 landsfélaga IARU Svæðis 1 sem viðstaddir voru í Karlovac, afhent vegleg gjöf til ungmennastarfs […]

,

VEGLEG GJÖF TIL ÍRA

Benedikt Sveinsson, TF3T gaf félaginu 12 metra háan loftnetsturn þann 22. ágúst. Um er að ræða fjórar þrístrendar þriggja metra áleiningar með sæti fyrir rótor og sérsmíðuðu botnstykki. Georg Kulp, TF3GZ hafði verið í sambandi við Benedikt og varð úr að þeir fóru upp í Álfsnes eftir vinnu mánudaginn 22. ágúst, skrúfuðu turninn í sundur […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 4. tölublað ársins kemur út 2. október n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur efnis er til […]