Entries by TF3JB

,

Góður áhugi á námskeiði til amatörprófs

Skráning á námskeið ÍRA til amatörprófs er í fullum gangi. Námskeiðið verður haldið og hefst um miðjan október n.k. og lýkur fyrir jól. Eins og áður hefur komið fram, verður kennt á kvöldin tvo daga í viku í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá […]

,

TF3RPI í Bláfjöllum uppfærður úr G2 í G3

Stafrænn endurvarpi Ólafs B. Ólafssonar TF3ML, TF3RPI var uppfærður í Bláfjöllum í dag (19. september) úr G2 í G3, þ.e. úr 32 bita kerfi í 64 bita kerfi. Endurvarpinn hefur gátt yfir netið út í heim og hefur uppfærslan í för með sér aukna möguleika og vinnslugetu. TF3RPI styður þar með nýjustu D-STAR uppfærslurnar frá […]

,

SAC CW keppnin er um helgina 21.-22. sept.

Morshluti Scandinavian Activity keppninnar (SAC) verður haldinn um helgina, 21. – 22. september. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á laugardag á hádegi og lýkur á sunnudag á hádegi. Norðurlöndin keppa á móti heiminum og innbyrðis. Sjá reglur í viðhengi. Mikilvægt er að sem flestar TF-stöðvar taki þátt! Stjórn ÍRA. http://www.sactest.net/blog/

,

Námskeið ÍRA til amatörprófs

Í samræmi við starfsáætlun stjórnar og að höfðu samráði við Prófnefnd og Umsjónarmann námskeiða, hefur verið ákveðið að kanna áhuga á þátttöku í námskeiði til amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist 14. október n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar í desember. Kennt verður á kvöldin tvo daga í viku í húsnæði Háskólans í […]

,

SVEINBJÖRN JÓNSSON TF8V ER LÁTINN

Sveinbjörn Jónsson, TF8V, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Bragi Reynisson, TF3BR, hefur sett upplýsingar inn á Facebook þess efnis, að Sveinbjörn hafi látist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir stutt veikindi 6. september. Hann var á 55. aldursári, leyfishafi nr. 206. Um leið og við minnumst Sveinbjörns með þökkum og virðingu færum við […]

,

ÁKVÖRÐUN PFS NR. 17/2019 VAR KYNNT

Efnt var til kynningar- og umræðufundar í Skeljanesi 5. september í tilefni bráðabirgðaákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 17/2019. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, formaður EMC nefndar félagsins hafði framsögu og fór yfir ákvörðunina, sem varðar kvörtun vegna truflana frá radíóamatör á sjónvarpsmóttöku og gæðum nettengingar hjá nágranna hans. Við mælingar tæknideildar PFS á vettvangi var truflunin […]

,

ÁKVÖRÐUN PFS TIL UMRÆÐU 5. SEPTEMBER

Skýrt var frá bráðabirgðaákvörðun PFS nr. 17/2019 er varðar fjarskiptatruflanir af völdum talstöðvarnotkunar á heimasíðu ÍRA þann 23. ágúst s.l. Stjórn ÍRA hefur ákveðið, að höfðu samráði við EMC nefnd félagsins, að málið verið til umræðu í Skeljanesi, fimmtudaginn 5. september n.k., kl. 20:30. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, formaður EMC nefndar, mun hafa framsögu. Kaffiveitingar. […]

,

NÝTT CQ TF KEMUR ÚT 29. SEPTEMBER

Nú styttist í septemberhefti CQ TF. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Skilafrestur efnis er til 14. september n.k. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF. –