Entries by TF3JB

,

ÁNÆGJA MEÐ JÓLAKAFFI ÍRA

Jólakaffi ÍRA 2019 var haldið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 19. desember og var það síðasta opnunarkvöld okkar í Skeljanesi á þessu ári. Félagsaðstaðan opnar næst fimmtudaginn 9. janúar 2020. Í boði var rjómaterta frá Reyni bakara í Kópavogi, stundum kennd við Hressingarskálann í Reykjavík. Brauðterta með rækjusalati frá veisluþjónustu Jóa Fel, hátíðakleinur frá Kökugerð HP á […]

,

TF3YOTA QRV Á Es’hail/Oscar 100

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, setti TF3YOTA í loftið frá fjarskiptaherbegi TF3IRA í Skeljanesi 19. desember. Fyrst á 14 MHz og þegar skilyrði hurfu á því bandi skipti hún yfir á gervihnattastöð félagsins til fjarskipta um Es’hail/Oscar 100 gervitunglið. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins, aðstoðaði Elínu og birti m.a. skemmtilegt myndskeið af fjarskiptunum á Facebook. […]

,

KORTASTOFA HREINSAR ÚT UM ÁRAMÓT

Áramótasending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram í janúar 2020. Þá verða öll kort sem borist hafa til stofunnar (þ.á.m. til smærri staða) póstlögð til kortastofa systurfélaganna um allan heim. Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2019/20 verður fimmtudagskvöldið 9. janúar 2020. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi […]

,

NÖFN ÞEIRRA SEM NÁÐU PRÓFI

Alls náðu átta einstaklingar prófi til amatörleyfis sem haldið var á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar, laugardaginn 14. desember í Háskólanum í Reykjavík. Þeir eru: Árni Helgason, Patreksfirði. Björgvin Víglundsson, Reykjavík. Eiður K. Magnússon, Reykjavík. Gunnar B. Pálsson, Reykjavík. Pétur Ólafur Einarsson, Reykjavík. Sigurður Kolbeinsson, Reykjavík. Sveinn Aðalsteinsson, Reykjavík. Þorsteinn Björnsson, Kópavogi. Stjórn ÍRA óskar þeim […]

,

Góðar umræður á sunnudegi

Fjórða og síðasta sunnudagsopnun á vetrardagskrá félagsins var í boði sunnudaginn 15. desember. Jónas Bjarnason, TF3JB, mætti í Skeljanes og fjallaði um helstu niðurstöður radíótíðniráðstefnu Alþjóða fjarskipta-sambandsins ITU, WRC-19, sem lauk þann 22. nóvember s.l. Farið var sérstaklega yfir samþykkt ráðstefnunnar um 50 MHz bandið. Hún er stigskipt (eins og við var búist), þ.e. 44 […]

,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 14. DESEMBER

Alls voru 12 skráðir til prófs Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis, sem haldið var laugardaginn 14. desember í Háskólanum í Reykjavík. Þar af sátu 10 próf í raffræði og radíótækni og 9 próf í reglum og viðskiptum. Þegar tíðindamaður þurfti að víkja af vettvangi um kl. 16:00 var prófsýning í gangi. Almennt var að heyra […]

,

ÓSK UM GOTT GENGI OG ÞAKKIR

Stjórn ÍRA óskar þátttakendum í prófi Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis, sem fram fer laugardaginn 14. desember í Háskólanum í Reykjavík góðs gengis. Jafnframt er starfsmönnum Póst- og fjarskiptastofnunar, prófnefnd ÍRA, leiðbeinendum á námskeiði ásamt umsjónarmanni og öðrum þeim sem að verkefninu komu, færðar þakkir fyrir gott framlag. Þá vill félagið ennfremur þakka stuðning forráðamanna […]

,

JÓLAKAFFI ÍRA Á FIMMTUDAG

Síðasti viðburður á vetrardagskrá ÍRA október-desember 2019 er árlegt jólakaffi félagsins, sem haldið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi, fimmtudaginn 19. desember. Húsið verður opnað kl. 20:00 að venju. Þetta verður jafnframt síðasta opnun félagsaðstöðunnar á þessu ári en hún verður næst opin fimmtudaginn 9. janúar 2020. Stjórn ÍRA.

,

AMATÖRPRÓF 14. DESEMBER

Prófnefnd ÍRA hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: Amatörpróf Póst- og fjarskiptastofnunar verða haldin í Háskólanum í Reykjavík, stofu V109, laugardaginn 14. desember 2019, sem hér segir: 10:00-12:00  Raffræði og radíótækni 13:00-15:00  Reglur og viðskipti15:30             Prófsýning Almenn skráning í próf fer fram með tölvupósti, sem senda skal á bæði þessi netföng: hrh@pfs.is bjarni@pfs.is hjá Póst- og […]

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2019

Keppnisnefnd CQ hefur birt bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) í morshluta keppninnar frá 23.-24. nóvember s.l. Áætlaður heildarárangur er í punktum (P) yfir heiminn (H) og yfir Evrópu (EU). Árangur TF3CW frá ED8W er frábær, 2. sæti yfir heiminn og 1. sæti í Evrópu. Hamingjuóskir til Sigga og annarra þátttakenda. 20M lágafl, einm.flokkur. TF3VS / 9.435P […]