Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 23. MAÍ

Ágæt mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 23. maí. Þar sem vetrardagskrá félagsins lauk í byrjun mánaðarins, var í boði svokölluð „opin málaskrá“ sem er þegar félagarnir koma saman og ræða málin yfir kaffibolla, skoða nýjustu tímaritin og velta fyrir sér hinum ýmsu hliðum áhugamálsins. Að þessu sinni lágu frammi 70 ára gömul QSL kort Sigurðar […]

,

EsHailSat MERKI Í SKELJANESI Á LAUGARDAG

Laugardagsopnun verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi laugardaginn 25. maí. Húsið opnar kl. 14:00. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætir á staðinn og sýnir okkur hve auðvelt það er að taka á móti merkjum frá nýja EsHailSat  / OSCAR 100 gervihnettinum sem allir eru að tala um þessa dagana. Þetta er gert með ódýrum og einföldum […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI FIMMTUDAGINN 23. MAÍ

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 23. maí frá kl. 20-22:00. Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, kex og kökur. Og frá og með þessu opnunarkvöldi verður jafnframt í boði Dilmah te í Skeljanesi. Stjórn ÍRA.

,

VHF/UHF STANGARLOFTNET TF3IRA HÆKKAÐ

Laugardaginn 11. maí voru menn árrisulir og var mætt í Skeljanes í morgunkaffi. Verkefni dagsins var að færa og setja Diamond SX-200N VHF/UHF stangarloftnet TF3IRA á nýja festingu. Veður var eins og best verður á kosið, sól og vart ský á himni en nokkuð napurt eða um 6°C. Loftnetið var fyrst sett upp á bráðabirgðafestingu […]

,

FYRSTU QSO FRÁ TF3IRA UM ES‘HAIL-2/P4A

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF-stjóri ÍRA og Erik Finskas TF3EY/OH2LAK, settu upp búnað og gerðu tilraunir í gegnum nýja Es’hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið í fjarskiptaherbergi ÍRA þann 9. maí. Til að gera langa sögu stutta, náðust 13 sambönd á SSB frá TF3IRA í gegnum nýja tunglið. Fyrsta sambandið var við IT9CJC á Sikiley þann […]

,

Páskaleikarnir 2019, úrslit og verðlaun

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, gerði grein fyrir og kynnti úrslit í Páskaleikum ÍRA 2019 í Skeljanesi 9. maí. Leikarnir fóru fram 20.-21. apríl s.l. og var þátttaka góð en 17 leyfishafar skiluðu inn gögnum, af 20 skráðum. Keppnisreglum var breytt fyrir viðburðinn og sagði Hrafnkell að vænta mætti smávægilegra breytinga fyrir leikana á næsta ári (2020). […]

,

TF3NH RÆDDI UM GERVIHNETTI Í SKELJANESI

Njáll Hilmar Hilmarsson, TF3NH, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 9. maí og fjallaði um gervihnattasamskipti hjá radíóamatörum og iðnaðinum. Þetta var síðasta erindið á vetrardagskrá ÍRA í febúar-maí. Erindi hans var fróðlegt og áhugavert og veitti góða innsýn í þennan spennandi „heim“ fjarskiptanna sem radíóamatörum stendur til boða og iðnaðurinn notar. Hann fór yfir sendingar frá […]

,

NJÁLL TF3NH KEMUR Í SKELJANES Á FIMMTUDAG

Síðasta erindið á vetrardagskrá ÍRA í febrúar-maí 2019 verður í boði fimmtudaginn 9. maí kl. 20:30. Þá mætir Njáll Hilmar Hilmarsson, TF3NH, í Skeljanes og flytur erindi um „Gervihnattasamskipti“. Talað verður um gervihnattasamskipti sem radíóamatörar nota og sem notuð eru í iðnaði. Farið verður yfir þróun í þessum geirum og m.a. rætt um samskiptaleiðir með […]

,

VEL HEPPNAÐ KAFFISPJALL Á LAUGARDEGI

Kaffispjall á laugardegi var í boði í félagsaðstöðu ÍRA þann 4. maí, frá kl. 13:30. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti á staðinn með nýju Icom IC-9700 stöðina, nýjan FeelElec  FY-6800 „signal generator“ og loftnet og mælitæki til móttöku merkja frá nýja Oscar 100 gervitunglinu. Daggeir Pálsson, TF7DHP, mætti einnig á staðinn með nýja Kenwood TS-590SG […]