,

TF3CQ Í SKELJANESI 4. APRÍL

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:00-22:00 fyrir félagsmenn og gesti.

Sérstakur gestur okkar þetta fimmtudagskvöld verður Reynir Smári Atlason, TF3CQ sem mætir með erindið: „Amatörstöð í seglbáti þegar siglt er á milli landa“. Stefnt er að því að streyma/taka erindið upp.

Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Félagsmönnum er bent á að láta þetta áhugaverða erindi ekki framhjá sér fara.

QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum í hólfin. Veglegar kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Myndin er af Reyni Smára TF3CQ um borð í skútunni í Miðjarðarhafinu. Ljósmynd: TF3CQ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × three =