,

FRÓÐLEGT ERINDI TF3CQ  Í SKEJANESI.

Reynir Smári Atlason, TF3CQ hóf erindi sitt um skútusiglingar og um amatörradíó í skútu, fimmtudaginn 4. apríl kl 20:30. Hann sagði skemmtilega frá og sýndi fjölda mynda. Fyrri hlutinn var um hvernig það kom til að hann varð skútusiglari árið 2013 – um Miðjarðarhafið og siglingar þar, og hvað veðrið þar er alltaf með miklum ágætum. Þá var aldrei siglt svo langt út að ekki sæist til lands og aldrei í myrkri. Í lok sumars var skútunni siglt til Marseille og upp í Rón ánna og alla leið til vetursetu um 100 km upp með ánni. Straumurinn í ánni var slíkur að skútan hafði stundum ekki á móti og því var “húkkað” far með stærri bátum. Þarna inni í landi var báturinn settur í veturgeymslu. 

Næsta sumar mættu þeir Reynir og Atli faðir hans og sigldu upp ánna og upp ýmsar aðrar ár og niður aðrar ár – allt þar til var komið í Ermasundið við Le Harve. Þá tók við allt annar heimur, straumar, sjávarföll, og skipaumferð. Og nú var stundum siglt svo langt út að ekki sá til lands.

Svo var siglt inn í Holland, Þýskaland og komið inn á Östsee suður af Fjóni, og svo siglt til vetrarhafnar við Óðensvé. Þar rakst Reynir Smári á Íslending, Ómar Magnússon, TF3WK / OZ1OM, sem þar býr. Eitt leiddi af öðru, áhugi á amatörradíói, tók amatörpróf í Danmörku og í klúbbstöðinni á Fjóni kynntist fjölda danskra amatöra og setti upp sína Icom IC-7000 heima, en þeirri stöð hafði einmitt verið ætlað hlutverk í bátnum. 

Reynir Smári fékk fjölda spurninga um bátinn, um siglingar og ýmiss praktísk mál, og margir lögðu orð í belg, gamlir sjóarar og heimshornaflakkarar. Var gerður góður rómur að erindi Reynis Smára sem endaði loks kl 21:30. Þakkir til Ágústar H. Bjarnasonar, TF3OM fyrir að taka erindið upp.

Á eftir voru kaffiveitingar og gott spjall.  Alls mættu 29 félagar og 1 gestur á þessa ágætu kvöldstund í Skeljanesi.

F.h. stjórnar,

Andrés Þórarinsson, TF1AM
varaformaður ÍRA

.

Mynd úr sal. Reynir Smári byrjaði stundvíslega kl. 20:30.
Umræður héldu áfram eftir að erindinu lauk. Mathías Hagvaag TF3MH, Reynir Smári Atlason TF3CQ, Jóhannes Magnússon TF3JM og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Rætt um skútusiglingar í Miðjarðarhafi. Reynir Smári Atlason, TF3CQ og Benedikt Sveinsson TF3T.
Garðar Vilberg Sveinsson TF8YY, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL og Mathías Hagvaag TF3MH. Ljósmyndir: TF1AM.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × five =