Entries by TF3JB

,

TF3IRA fær nýja VHF-UHF FM stöð

Félagið hefur fest kaup á nýrri Yaesu FT-7900E sambyggðri FM sendi-/móttökustöð fyrir 144 MHz og 430 MHz tíðnisviðin. Sendiafl er valkvætt, 5/10/20/50W á 2 metrum og 5/10/20/45W á 70 cm. Viðtæki þekur aukalega tíðnisviðin frá 108 til 520 MHz og frá 700-1000 MHz. FT-7900E kemur í stað eldri stöðvar (Yaesu FT-4700RH) sem félaginu var gefin […]

,

Truflanir á segulsviðinu

Miklar truflanir voru á segulsviðinu á mánudag og náðu þær hámarki um kl. 19:30, sbr. meðfylgjandi línurit. Á línuritunum hér fyrir neðan má sjá stöðuna kl. 10:50 á þriðjudag (27. september). Truflanir hafa haldið áfram í dag (28. september). Efsta ritið (Z) sýnir styrkleika segulsviðs jarðar í stefnu lóðrétt niður, næsta línurit (H) sýnir láréttan […]

,

Vetrardagskráin fyrir október-desember er komin.

Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið október-desember 2011 liggur nú fyrir sbr. meðfylgjandi töflu. Samkvæmt áætluninni er alls 21 viðburður í boði; þar af átta erindi. Meðal nýjunga, má nefna hvað varðar árlegan söludag að hausti (flóamarkað), að nú verður félagsmönnum boðið að skrá sendi-/móttökustöðvar og verðmeiri búnað fyrirfram og síðan verður listinn birtur til kynningar á […]

,

TF3DX og TF3GD QRV frá KH6-landi

Góðir félagar! Laugardaginn 24. september komum við TF3GD til Hawaii. Ég er með 2W CW QRP og hyggst reyna við TF snemma á morgnana að íslenskum tíma (sjá viðlagt um skilyrðin) eftir því sem aðstæður (loftnet og ferðir með ferðafélögum) leyfa. Tíðnin yrði 14.034 kHz +/- QRM. Í dag, 19. sept, fljúgum við til San […]

,

SDR viðtæki QRV á 14 MHz við Garðskagavita

SDR viðtæki Ara Þórs Jóhannessonar, TF3ARI, sem staðsett er á Garðskaga, var í gær (17. september) flutt tímabundið af tíðninni 3637 kHz yfir á 14,034 MHz til að auðvelda hlustun eftir merkjum frá TF3DX og TF3GD (XYL TF3DX) frá Kyrrahafinu, en þau hjón ráðgera að verða QRV frá Hawaii (KH6) á þeirri tíðni (+/- QRM) […]

,

TF3W er QRV í SAC CW keppninni

Félagsstöðin TF3W hefur verið QRV í Scandinavian Activity morskeppninni sem hófst í dag (laugardag) á hádegi og hefur Stefán Arndal, TF3SA, verið á lyklinum. Stöðin var undirbúin til þátttöku með skömmum fyrirvara af þeim Benedikt Sveinssyni, TF3CY, stöðvarstjóra og Guðmundi Sveinssyni, TF3SG. Að sögn Benedikts, var SteppIR 3E Yagi loftnetinu snúið og það sett fast […]

,

Tillaga um VHF TF-útileika 2012

Líkt og fram kom á fundinum í félaginu s.l. fimmtudagskvöld (15. september) hefur Guðmundur Löve, TF3GL, tekið að sér að leiða vinnu við gerð reglna fyrir sérstaka VHF útileika í samræmi við hugmynd sem hann kynnti á póstlista félagsins þann 19. ágúst s.l. Hugmynd Guðmundar var rædd á stjórnarfundi í félaginu þann 2. september s.l. […]

,

Vel heppnaður fimmtudagsfundur í Skeljanesi

Góð mæting var á sérstakan fimmtudagsfund í félagsaðstöðunni þann 15. september og mættu yfir 30 félagar í Skeljanesið. Á fundinum fór fram kynning á fyrri hluta vetrardagskrár félagsins starfsárið 2011/2012 fyrir tímabilið október-desember n.k. og kynning á helstu alþjóðlegum keppnum á næstunni, auk dagskrárliðar um opna málaskrá (eftir kaffihlé). Fram kom m.a. í kynningu formanns, […]

,

Fimmtudagsfundur 15. september n.k.

Hér með er boðað til sérstaks fimmtudagsfundar í félagsaðstöðunni við Skeljanes þann 15. september n.k. kl. 20:30. Dagskrá verður sem hér segir: 1. Kynning á fyrri hluta á vetrardagskrár félagsins 2011/2012, fyrir tímabilið október-desember n.k. 2. Kynning á helstu alþjóðlegum keppnum á næstunni. 3. Opin málaskrá. Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í boði félagsins. F.h. […]

,

Niðurstöður úr CQ WW DX CW keppninni 2010

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, var með afgerandi bestan árangur TF-stöðva. Í septemberhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide DX CW keppninni sem fram fór dagana 27.-28. nóvember 2010. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu sjö TF-stöðvar inn keppnisdagbækur; þær dreifast á eftirfarandi sex keppnisflokka: Öll bönd, SOP-H: Einmenningsflokkur, öll bönd, […]