,

Niðurstöður úr CQ WW DX CW keppninni 2010

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, var með afgerandi bestan árangur TF-stöðva.

Í septemberhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide DX CW keppninni sem fram fór dagana 27.-28. nóvember 2010. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu sjö TF-stöðvar inn keppnisdagbækur; þær dreifast á eftirfarandi sex keppnisflokka:

Öll bönd, SOP-H: Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarks útgangsafl.
Öll bönd, SOP-H-a: Einmenningsflokkur, öll bönd, hámarks útgangsafl – aðstoð.
Öll bönd, SOP-L: Einmenningsflokkur, öll bönd, mest 100W.
Öll bönd, SOP-L-a: Einmenningsflokkur, öll bönd, mest 100W útgangsafl – aðstoð.
7 MHz, SOP-H-a: Einmenningsflokkur, 7 MHz, hámarks útgangsafl – aðstoð.
1.8 MHz, SOP-H-a: Einmenningsflokkur, 1.8 MHz, hámarks útgangsafl – aðstoð.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW náði afgerandi bestum árangri af TF-stöðvum í keppninni og var með 734,880 stig – 2,737 QSO. Sigurður keppti í einmenningsflokki á 7 MHz, hámarks afli – aðstoð. Óskar Sverrisson, TF3DC, náði ágætum árangri og var með 154,840 stig – 414 QSO. Óskar keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, 100W – aðstoð. Þorvaldur Stefánsson, TF4M, náði einnig athyglisverðum árangri, en hann keppti í einmenningsflokki á 1.8 MHz í erfiðum skilyrðum og var með 31,032 stig – 197 QSO. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur

QSO

CQ svæði

DXCC einingar

Öll bönd (SOP-H) TF3SG

638

21

8

14

Öll bönd (SOP-H-a) TF3IG*

5,624

127

17

57

Öll bönd (SOP-L) TF8GX*

31,428

134

43

65

Öll bönd (SOP-L-a TF3AO

7,625

99

12

49

Öll bönd (SOP-L-a) TF3DC*

154,840

414

44

201

7 MHz (SOP-H-a) TF3CW*

734,880

2,737

38

122

1.8 MHz (SOP-H-a) TF4M*

31,032

197

21

73

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.
Lágmarks þátttökutími til að hljóta viðurkenningarskjal í keppninni er 12 klukkustundir.

Hamingjuóskir til þátttakenda með árangurinn.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

six − 2 =