,

TF3DX og TF3GD QRV frá KH6-landi

Vilhjálmur Þór, TF3DX og XYL Guðrún, TF3GD.

Góðir félagar!

Laugardaginn 24. september komum við TF3GD til Hawaii. Ég er með 2W CW QRP og hyggst reyna við TF snemma á morgnana að
íslenskum tíma (sjá viðlagt um skilyrðin) eftir því sem aðstæður (loftnet og ferðir með ferðafélögum) leyfa. Tíðnin yrði 14.034 kHz +/- QRM.

Í dag, 19. sept, fljúgum við til San Francisco, en reikna ekki með að verða QRV þar.

Engin tölva er með í för, en vonast til að komast af og til í tölvupóstinn.

Svo nánar um tíma síðar.

73, Villi TF3DX.

Comment frá TF3Y

Í framhaldi af frétt Villa TF3DX þá hef ég sett upp vefsíðu þar sem sýni móttökuskilyrði á KH6WO. Slóðin er: http://www.tf3y.net/tf3y_faros.html
Sendir KH6WO er með 100W sendiafl þannig að búast má við að merki frá KH6/TF3DX með 2W verði um 17dB daufara en þó ekki útilokað að Villi komi upp loftneti sem hefur ávinning í okkar átt. Það er aðeins breytilegt hvenær merki KH6WO er sterkast en oftast virðist það vera best á tímabilinu kl. 05:30-06:00 á 14MHz.
73, Yngvi TF3Y

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 + 7 =