,

SDR viðtæki QRV á 14 MHz við Garðskagavita

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI.

SDR viðtæki Ara Þórs Jóhannessonar, TF3ARI, sem staðsett er á Garðskaga, var í gær (17. september) flutt tímabundið af tíðninni 3637 kHz yfir á 14,034 MHz til að auðvelda hlustun eftir merkjum frá TF3DX og TF3GD (XYL TF3DX) frá Kyrrahafinu, en þau hjón ráðgera að verða QRV frá Hawaii (KH6) á þeirri tíðni (+/- QRM) frá 24.-30. september n.k. (á morsi). Viðtækið er Flex-1500; bandbreidd er 800 Hz á USB. Loftnet er 40 metra langur vír. Slóðin er: http://www.livestream.com/tf8sdr

Nánari upplýsingar. Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, stendur að baki uppsetningu SDR viðtækisins og er það staðsett skammt frá vitanum. Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, kemur jafnframt að málinu og annaðist hann m.a. öflun heimildar hjá sveitarfélaginu fyrir staðsetningu viðtækis í gamla vitavarðarhúsinu á staðnum. Verkefnið snýst um staðsetningu viðtækis á Garðskaga til móttöku á innanlandstíðninni, 3637 kHz, sem fyrst um sinn verður einvörðungu sett á netið (en í framhaldi einnig á 2 metra bandið) í því augnamiði, að auðvelda leyfishöfum sem búa við truflanir í þéttbýlinu á stór-Reykjavíkursvæðinu (og annars staðar) að hafa sambönd á 80 metrum. Þegar fram í sækir, er hugmyndin að senda merkin út á tíðninni 144.650 MHz og hefur Póst- og fjarskiptastofnun úthlutað Ara Þór kallmerkinu TF8SDR til þeirra nota.

Um er að ræða mjög áhugavert verkefni og má hrósa þeim félögum fyrir frumkvæðið. Hvorutveggja er, að staðurinn er áhugaverður til móttöku merkja á 80 metrum (sem og á öðrum böndum) og hins vegar, að sendingarnar á 2 metra bandinu munu einnig gagnast við hinar ýmsu tilraunir leyfishafa í metrabylgjusviðinu. Fyrstu “beta” útsendingarnar frá SDR viðtækinu á Garðskaga voru settar á netið þann 5. september s.l.

______________

Skilaboð frá Ara Þór, 18. september:
Linkur inn á SRD virkar bara um helgar í augnablikinu því tækið er tengt í gegnum 3G og er tengingin (9 Gb) kostnaðarsöm.
Áhugasömum má benda á að hægt er að hlusta á viðtækið allan sólahringinn á SKYPE. Nafnið inn á skype er TF8SDR og
er viðtækið á “auto answer mode”. Vonir standa til að internetmál verði leyst fljótlega og þá er hægt að hafa skemmtilega
heimasíðu þar sem hver og einn getur stillt viðtækið sjálfstætt um +/- 90 KHz frá 3.637 MHz.
______________

Rifja má upp (og eins og reyndar kom fram á fundinum í Skeljanesi s.l. fimmtudagskvöld) að gerð var tilraun með að setja merki af innanlandstíðninni á 80 metrum á netið í marsmánuði 2009 í tengslum við ferð 4X4 félaga (og leyfishafa í þeirra hópi) upp á miðhálendið. Þá var notað SDR viðtæki í eigu Hrafnkels Eiríkssonar, TF3HR, sem Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, setti saman. Hrafnkell Eiríksson, TF3HR, stóð þannig fyrir verkefninu – með aðstoð Jóhanns Friðrikssonar, TF3WX, sem vann forritavinnu ásamt honum.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen + 14 =