,

Vel heppnaður fimmtudagsfundur í Skeljanesi

Frá vel heppnuðum fimmtudagsfundi þann 15. september 2011 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

Góð mæting var á sérstakan fimmtudagsfund í félagsaðstöðunni þann 15. september og mættu yfir 30 félagar í Skeljanesið. Á fundinum fór fram kynning á fyrri hluta vetrardagskrár félagsins starfsárið 2011/2012 fyrir tímabilið október-desember n.k. og kynning á helstu alþjóðlegum keppnum á næstunni, auk dagskrárliðar um opna málaskrá (eftir kaffihlé).

Fram kom m.a. í kynningu formanns, Jónasar Bjarnasonar, TF2JB, að alls verða 20 viðburðir í boði á vetrardagskránni; þar af átta erindi auk annarra viðburða og að alls eru 16 félagsmenn sem standa að dagskránni. Að þessu sinni hefjast sunnudagsopnanir þann 20. nóvember og eru þær fjórar. Þá verður flóamarkaður að hausti með nýju sniði og var fyrirkomulagið sérstaklega kynnt á fundinum. Þá má nefna ánægjulega nýjung, sem er að sérfræðingur hjá Póst-og fjarskiptastofnun, mun koma og flytja erindi í félagsaðstöðunni í desember n.k. Vetrardagskráin verður nánar til kynningar hér á heimasíðunni frá og með 19. september n.k., auk þess sem hún verður birt í heild í 4. tbl. tölublaði CQ TF. Undir 2. dagskrárlið voru kynntar helstu alþjóðlegar keppnir út árið (sbr. meðfylgjandi töflu), þ.m.t. breyting á reglum í SAC keppnunum og nýtt stjórnunarfyrirkomulag.

Dagsetning

Keppni

Teg. útgeislunar

Bönd (MHz)

Byrjunartími

Unknown macro: {center}Heildartími

29.-30. október CQ World-Wide SSB Contest
Unknown macro: {center}SSB

Unknown macro: {center}1,8-28

Unknown macro: {center}Miðnætti

Unknown macro: {center}48 klst.

26.-27. nóvember CQ World-Wide CW Contest
Unknown macro: {center}CW

Unknown macro: {center}1,8-28

Unknown macro: {center}Miðnætti

Unknown macro: {center}48 klst.

24.-25. september CQ World-Wide RTTY DX Conterst
Unknown macro: {center}RTTY

Unknown macro: {center}3,5-28

Unknown macro: {center}Miðnætti

Unknown macro: {center}48 klst.

17.-18. september Scandinavian Activity Contest (SAC)
Unknown macro: {center}CW

Unknown macro: {center}3,5-28

Unknown macro: {center}Hádegi

Unknown macro: {center}24 klst.

17.-18. desember Stew Perry Topband Distance Challenge
Unknown macro: {center}CW

Unknown macro: {center}1,8

Unknown macro: {center}Kl. 15:00

Unknown macro: {center}24 klst.

8.-9. okóber Scandinavian Activity Contest (SAC)
Unknown macro: {center}SSB

Unknown macro: {center}3,5-28

Unknown macro: {center}Hádegi

Unknown macro: {center}24 klst.

2.-4. desember ARRL 160 Meter Contest
Unknown macro: {center}CW

Unknown macro: {center}1,8

Unknown macro: {center}Kl. 22:00

Unknown macro: {center}42 klst.

Kjartan Bjarnason, TF3BJ, varaformaður, annaðist stjórn 3. dagskrárliðar sem var opin málaskrá ásamt Benedikt Sveinssyni, TF3CY, meðstjórnanda. Kjartan útskýrði, að hugmyndin að baki þessum dagskrárlið væri m.a. að opna vettvang fyrir skoðaskipti á milli stjónar og félagsmanna. Rætt var m.a. um keppnir og keppnisþátttöku frá félagsstöðinni, tæki, búnað og loftnet félagsstöðvarinnar o.m.fl. Þá voru menn mjög áhugasamir um SDR tæknina og var rædd uppsetning SDR viðtækis á Garðskaga á vegum TF3ARI og TF8SM, sem Ari skýrði vel.

Fundinum var í alla staði mjög jákvæður og var umræðum slitið kl. 22:20. Stjórn Í.R.A. þakkar félögum góða mætingu og ánægjulegan fund. Sérstakar þakkir til Geirabakarís í Borganesi fyrir veglegt kaffimeðlæti.

Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður, kynnti nýju vetrardagskrá og flutti kynningu á helstu alþjóðlegum keppnum.

Benedikt Sveinsson, TF3CY, meðstjórnandi og Kjartan Bjarnason, TF3BJ, varaformaður kynntu 3. dagskrárlið.

Jón Óskarsson TF1JI; Jón Þ. Jónsson TF3JA; Ásbjörn Harðarson TF3LA; og Sveinn Bragi Sveinsson TF3SNN.

Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN; Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO; og Benedikt Guðnason, TF3TNT.

Jón Þóroddur; TF3JA; Benedikt, TF3CY; Ari Þór, TF3ARI; Sæmundur, TF3UA; og Guðmundur, TF3SG.

fundarhléi á góðri stundu. Heimir Konráðsson, TF1EIN og Baldvin Þórarinsson, TF3-033.

Í fundarhléi á góðri stundu. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ.

Höskuldur Elíasson, TF3RF, sagðist vera mjög ánægður með fundinn.

(Ljósmyndir: Matthías Hagvaag, TF3-035 og Jónas Bjarnason, TF2JB).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve − seven =