,

TF3IRA fær nýja VHF-UHF FM stöð

Félagið hefur fest kaup á nýrri Yaesu FT-7900E sambyggðri FM sendi-/móttökustöð fyrir 144 MHz og 430 MHz tíðnisviðin. Sendiafl er valkvætt, 5/10/20/50W á 2 metrum og 5/10/20/45W á 70 cm. Viðtæki þekur aukalega tíðnisviðin frá 108 til 520 MHz og frá 700-1000 MHz. FT-7900E kemur í stað eldri stöðvar (Yaesu FT-4700RH) sem félaginu var gefin fyrir rúmum tveimur áratugum. Nýja stöðin kostaði 40 þúsund krónur, en raunverulegt verð er nær 50 þúsund krónum. Umrætt verð er í raun innkaupsverð og flutningskostnaður til landsins, þar sem aðflutningsgjöld voru gjöf til félagsins. Viðkomandi eru færðar þakkir. Nánari tæknilegar upplýsingar má sjá á eftirfarandi vefslóð: http://www.universal-radio.com/catalog/fm_txvrs/0790.html

Líkt og um hefur verið rætt, m.a. við undirbúning starfsáætlunar stjórnar félagsins fyrir yfirstandandi starfstímabil, er hugmyndin að þegar gengið hefur verið frá nýju stöðinni í fjarskiptaherberginu, verði ætíð opið á 145.500 MHz og 433.500 MHz á opnunarkvöldum í félagsaðstöðunni. Þannig, að félagar geti kallað á TF3IRA og verið nokkuð vissir um að fá svar þegar viðvera er í húsnæðinu. Þessu fylgja ótvíræð þægindi, m.a. þegar menn eru að gera tilraunir o.s.frv. Því skal haldið til haga, að þótt Kenwood TS-2000 stöð félagsins geti verið QRV með ágætum í þessum tíðnisviðium, þá má ekki taka hana fyrir not af þessu tagi, vegna þess að hún þarf að geta verið QRV jafnt á HF sem og á VHF/UHF (í gegnum gervitungl) á opnunarkvöldum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nine − 7 =