,

VHF-leikar, hugmyndavinna

Sett hefur verið upp vefsíða með drögum að reglum og tilhögun kringum hugsaða VHF-leika næsta sumar:

http://www.ira.is/vhf-leikar/

Hugmyndin er að efna til umræðna og þróa smám saman regluverk fyrir einfalda VHF-fjarlægðarkeppni með öðrum áherzlum en TF-útileikarnir, sem jú eru einkum háðir á HF og með kallsvæða- og kallmerkjamargföldurum.

Einn helzti vandinn var að finna staðsetningarkerfi sem í senn væri nógu nákvæmt og nógu einfalt. Eftir að hafa skoðað Maidenhead (grid squares-kerfið) varð úr að nota einfaldlega gráður lengdar og breiddar með tveimur aukastöfum (þ.e. hundraðshlutum úr gráðu). Þetta þýðir vitaskuld að GPS-tæki þarf að vera með í för, ellegar landakort og reglustika.

Þá er það stigaútreikningurinn: Á að fara eftir finfaldri vegalengd (þetta er jú fjarlægðarkeppni), eða vegalengd í öðru veldi (sbr. deyfingu á afli radíóbylgna með fjarlægð í öðru veldi)? Úr varð að byrja á að fara eftir “aflformúlunni”, og jafngildir því tvöföldun fjarlægðar fjórföldun á stigatölu. Um þetta má færa rök á báða bóga, og kjörinn vettvangur til þess er Comment-fídusinn í wiki-kerfinu.

Loks var ákveðið að halda sig við “bandaskipulag” líkt og í útileikunum, þannig að stig fást fyrir 6m, 4m (með tilskilin leyfi), 2m, 70cm og hærri bönd. Þetta gefur skemmtilega möguleika, þar sem eiginleikar þessara banda eru jafnvel meira mismunandi innbyrðis en HF-bandanna (sem dæmi má nefna speglun af flugvélum á 2m/70cm og Sporadic-E á 6m).

Frjóar og fjörugar umræður óskast í vetur, svo verða megi af þessu næsta sumar.

73, Gummi TF3GL

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 1 =