,

Afhending verðlauna í TF útileikunum 2011

Bjarni Sverrisson, TF3GB.


Þá er komið að fyrsta fimmtudagsviðburðinum á fyrri hluta vetrardagskrár félagsins starfsárið 2011/2012. Það er afhending verðlauna og viðurkenninga í TF útileikunum 2011 sem haldnir voru um s.l. verslunarmannahelgi (30. júlí til 1. ágúst). Athöfnin fer fram í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 6. október n.k. og hefst stundvíslega kl. 20:30.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður útileikanna, stjórnar athöfninni og afhendir 1. verðlaun sem eru ágrafinn verðlaunaplatti og viðurkenningarskjöl, fyrir annað og þriðja sæti, auk viðurkenningaskjala fyrir þátttöku. Alls tóku 19 TF-stöðvar þátt í útileikunum að þessu sinni og var þátttakan frá kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF4, TF5, TF8, TF9 og TFØ; einvörðungu vantaði stöðvar frá kallsvæðum 6 og 7. Þeir sem voru umsjónarmanni til aðstoðar við yfirferð fjarskiptadagbóka og útreikninga voru þeir Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Kristinn Andersen, TF3KX; og Óskar Sverrisson, TF3DC.

Félagar, mætum stundvíslega. Veglegar kaffiveitingar verða í boði félagsins.

Í útileikunum 2011 var þátttaka frá öllum kallsvæðum nema TF6 og TF7.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × three =