Entries by TF3JB

, ,

12 TF stöðvar skiluðu inn keppnisdagbókum

Frestur til að skila keppnisdagbókum í CQ WW DX SSB keppninni 2011 rann út í gær, 21. nóvember. Alls skiluðu 12 TF stöðvar fjarskiptadagbókum til keppnisnefndar CQ tímaritsins. Stöðvarnar 12 kepptu í 9 keppnisflokkum samkvæmt meðfylgjandi töflu. Þessar þrjár stöðvar voru með afgerandi bestan árangur: Sigurður R. Jakobsson, TF3CW var alls með 1.444.550 heildarpunkta. Hann […]

,

TF3AO leiðir umræður á 1. sunnudagsopnun vetrarins

Fyrsta sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 20. nóvember n.k. í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Ársæll Óskarsson, TF3AO, flytur erindið “Að byrja RTTY keppnisferilinn” og leiðir umræður. Ársæll hefur aflað sér góðrar þekkingar á RTTY fjarskiptum í gegnum árin og hefur m.a. langa reynslu af þátttöku í alþjóðlegum keppnum á RTTY, bæði frá félagsstöðinni […]

, ,

TF3Y kynnir “WriteLog” keppnisforritið á laugardag

Yngvi Harðarson, TF3Y, verður með kynningu/hraðnámskeið á WriteLog keppnisdagbókarforritinu laugardaginn 19. nóvember kl. 10:00 í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Stefnt er að því að ljuka kynningunni fyrir hádegi. WriteLog for Windows er meðal vinsælustu keppnisdagbókarforrita á meðal radíóamatöra fyrir CW, SSB og RTTY. Það var t.d. næst mest notað í World Radiosport Team Champonship keppninni […]

,

Erindi TF3JA frestast til fimmtudagsins 1. desember n.k.

Áður auglýst erindi Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA, fimmtudaginn 17. nóvember um neyðarfjarskipti frestast um tvær vikur, til fimmtudagsins 1. desember kl. 20:30. Sérstakir gestir Jóns Þórodds á fundinum þann 1. desember verða þeir Rögnvaldur Ólafsson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri og Víðir Reynisson deildarstjóri, hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra (RLR).                   Rögnvaldur […]

,

Niðurstöður komnar úr CW-hluta SAC keppninnar 2011

Niðurstöður eru komnar úr morshluta Scandinavian Activity keppninnar 2011 sem fram fór helgina 16.-17. september s.l. Að þessu sinni bárust alls 1196 keppnisdagbækur. Finnar urðu Norðurlandameistarar og unnu þar með Skandinavíubikar- inn (Scandinavian Cup). Finnskir radíóamatörar (OH) sendu alls inn 187 dagbækur, Svíar (SM) 109, Norðmenn (LA) 27, Danir (OZ) 22, Álandseyjar (OH0) 4 og […]

,

TF3JA verður með fimmtudagserindið 17. nóvember

Vetrardagskrá félagsins 2011 er nú hálfnuð og verður Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. með fimmtudagserindið: Neyðarfjarskipti radíóamatöra þann 17. nóvember n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Stjórn Í.R.A. undirbýr um þessar mundir mótun stefnu félagsins í málaflokknum. Grundvöllur þeirrar vinnu er að Í.R.A. viðurkennir mikilvægi neyðarfjarskipta. Um árabil hefur málaflokkurinn þó ekki verið […]

,

Gervihnattafjarskipti frá TF3IRA í dag

Síðari kynningin á gervihnattafjarskiptum á yfirstandandi vetrardagskrá fór fram í dag, 12. nóvember. Að sögn Benedikts Sveinssonar, TF3CY, gekk ekki vel að komast í samband að þessu sinni, en hlustað var m.a. eftir AO-7, AO-27, AO-51 og FO-29. Af þeim var AO-7 t.d. í skugga og ekki náðist í FO-29 vegna truflana. Ánægja var engu […]

,

Fjarskipti um gervitungl frá TF3IRA

Næsti viðburður á fyrri hluta vetrardagskrár félagsins 2011/2012 fer fram laugardaginn 12. nóvember kl. 14-17. Þá mun Benedikt Sveinsson, TF3CY, verða með kynningu á því hvernig DX-sambönd fara fram um gervitungl og býður upp á sýnikennslu frá félagsstöðinni, TF3IRA. Þetta er spennandi viðburður, þar sem langþráðu takmarki var náð í haust þegar stöðin varð loks […]

,

Auknar líkur á nýju 600 metra amatörbandi

Auknar líkur eru nú á að nýtt 600 metra amatörband í tíðnisviðinu 472-480 kHz verði að veruleika á WRC-12 tíðni- ráðstefnunni sem haldin verður í Genf í byrjun næsta árs. Skýrt var frá stöðu þessa máls (eins og það stóð þá) á þessum vettvangi þann 5. október s.l. Nú er því við að bæta, að […]

,

Sendingar frá TF1RPB liggja niðri

Endurvarpsstöð félagsins í Bláfjöllum, TF1RPB, hefur verið úti í nokkurn tíma. Ástæða þess er, að stagfesta fyrir burðarstaur loftnetsins við stöðina mun hafa gefið sig og hann fallið til jarðar. Staurinn mun þó hafa fallið á “réttu” hliðina, þ.e. þannig að loftnetið er óskemmt. Að sögn Þórs Þórissonar, TF3GW, kom þetta í ljós þegar Guðmundur […]