,

Gervihnattafjarskipti frá TF3IRA í dag

Benedikt Sveinsson TF3CY stöðvarstjóri við stjórnvölinn á TF3IRA. Jón Þóroddur Jónsson TF3JA og Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS fylgjast með. Á myndinn má sjá (fyrir neðan hljóðnemann) Dell 19″ LCD borðskjá sem félaginu barst nýlega að gjöf. Ljósmynd: Óskar Sverrisson, TF3DC.

Síðari kynningin á gervihnattafjarskiptum á yfirstandandi vetrardagskrá fór fram í dag, 12. nóvember. Að sögn Benedikts Sveinssonar, TF3CY, gekk ekki vel að komast í samband að þessu sinni, en hlustað var m.a. eftir AO-7, AO-27, AO-51 og FO-29. Af þeim var AO-7 t.d. í skugga og ekki náðist í FO-29 vegna truflana. Ánægja var engu að síður með kynninguna, samanber meðfylgjandi tölvupóst frá félagsmanni: “Mjög áhugaverð kynning hjá Benedikt. Hluti af metnaðarfullri uppbyggingu félagsstöðvarinnar sem virðist á góðri leið”.

Þess má geta, að hugmyndin er að félagið festi kaup á „tracking” hugbúnaði af gerðinni Nova (NfW version 2.2c) sem mun koma í stað hugbúnaðarins sem fylgir með Ham Radio Deluxe (og notaður hefur verið hingað til). Innkaupsverð er tæplega 7 þúsund krónur. Tilkoma nýs “tracking” hugbúnaðar mun auðvelda öll fjarskipti frá stöðinni um gervihnetti.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − 3 =