Entries by TF3JB

,

TF3GB verður með fimmtudagserindið 16. desember n.k.

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 16. desember kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Bjarni Sverrisson, TF3GB. Erindið nefnist “QSL kort; hönnun, framleiðsla, notkun o.fl.”. Bjarni mun m.a. kynna áhugaverðar nýjungar í framleiðslu QSL korta. Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í fundarhléi kl. 21:15. Meðlæti verður í boði Geirabakarís í Borgarnesi.

,

Matthías Björnsson, TF3MF, er látinn.

Matthías Björnsson, TF3MF, er látinn. Fregn þessa efnis birtist í Morgunblaðinu í dag, 11. desember, að hann hafi látist 8. þ.m. Matthías var handhafi leyfisbréfs nr. 139 og félagsmaður í Í.R.A. í um þrjá áratugi. Hann bjó síðast í Mosfellsbæ en hafði m.a. búið um árabil í Eyjafirði, þar sem hann hafði kallmerkið TF5MF. Matthías […]

,

M&M = mánudagur og mors

Mánudaginn kemur, 13. desember kl. 20:30, verða Yngvi, TF3Y og Villi, TF3DX með ráðabrugg fyrir verðandi og vaxandi morsara í félagsheimilinu í Skeljanesi. Þetta brugg er eins konar jólaglögg, sem gæti lagt grunn að glöggum morsurum yfir jólin ef vel tekst til. 1. Kynning á morslyklum og handfjötlun þeirra. Handpumpur, þar á meðal afar einföld […]

,

Gjöf til Í.R.A.

Félaginu hefur borist að gjöf endurinnrömmun á fyrsta QSO’i sem haft var á RTTY frá íslenskri radíóamatörstöð, TF3IRA, þann 29. mars 1974 kl. 19:14. Sá sem hafði sambandið frá félagsstöðinni var Kristján Benediktsson, TF3KB og var það við K3KV á 14 MHz. Móttekið RST var 579; nafnið var John; og QTH nærri Philadelphia í Bandaríkjunum. […]

,

Fimmtudagserindi 9. desember fellur niður

Áður auglýst fimmtudagserindi um viðurkenningarskjöl radíóamatöra sem fyrirhugað var að halda n.k. fimmtudag, 9. desember, fellur niður. Þess í stað verður opið hús í félagsaðstöðunni. Fyrirhugað er að erindið verði á vetrardagskrá-II á tímabilinu febrúar-apríl n.k. Vetrardagskrá-I er að öðru leyti óbreytt til áramóta. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

,

Vel heppnuð erindi 25. nóvember og 2. desember

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Ársæll Óskarsson, TF3AO; og Haraldur Þórðarson, TF3HP sameinuðust um að flytja erindi um APRS kerfið og reynsluna af því hér á landi fimmtudagskvöldið 2. desember s.l. Umfjöllunarefnið er áhugavert og kom m.a. fram hjá þeim félögum að APRS kerfið verður að fullu uppsett alveg á næstunni – a.m.k. fyrir áramót. Vilhjálmur […]

,

TF3JA verður með fimmtudagserindið 2. desember

Næsta fimmtudagserindi verður fimmtudaginn 2. desember n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, og nefnist erindið “APRS kerfið og reynsla af því á Íslandi”. Jón Þórodd þarf vart að kynna þar sem hann hefur mikið starfað innan félagsins s.l. áratugi. Hann starfar innan félagsins í dag sem neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. Félagar, mætum stundvíslega! […]

,

ARRL CW keppnin 2010 á 160 metrum nálgast

ARRL keppnin á morsi á 160 metrum fer fram helgina 3.-5. desember n.k. Gæta þarf að því, að tímasetningar eru óvanalegar, en keppnin hefst kl. 22:00 föstudagskvöldið 3. desember og lýkur sunnudaginn 5. desember kl. 16:00. Þannig er um að ræða alls 42 klst. keppni og eru engin hlé áskilin. Sjá keppnisreglur á þessum hlekk: […]