,

Glæsilegur árangur TF3CW á heimsmælikvarða

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW

Í septemberhefti CQ tímaritsins 2012 eru birtar niðurstöður úr morshluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 26.-27. nóvember 2011. Þátttaka var góð frá TF en alls sendu 9 TF stöðvar inn keppnisdagbækur og dreifðust keppendur á 8 mismunandi keppnisflokka.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki, en hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, hámarksafli. Heildarárangur varð 882.444 stig. Að baki þessum stigafjölda voru 3.158 QSO, 35 CQ svæði og 116 DXCC einingar. Sigurður náði silfurverðlaunum, – 2. sæti – yfir Evrópu sem tryggði honum bronsverðlaunin – 3. sæti – yfir heiminn. Árangurinn er framúrskarandi góður, ekki síst með tilliti til afleitra skilyrða síðari dag keppninnar. Viðvera hans var 40 klst., og besta QSO hlutfall 185 QSO/klst.

Árangur Óskars Sverrissonar, TF3DC, sem tók þátt í keppninni frá TF3W er einnig góður. Óskar keppti  í einmenningsflokki á öllum böndum, hámarksafli. Heildarárangur hans varð 480.442 stig. Að baki þessum
stigafjölda voru 1.095 QSO, 61 CQ svæði og 168 DXCC einingar.

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með glæsilegan árangur í keppninni, sem er á heimsmælikvarða – svo og öðrum íslenskum leyfishöfum sem tóku þátt. Í meðfylgjandi töflu má sjá útkomuna sundurgreinda eftir keppnisflokkum.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur, stig

QSO

CQ svæði

DXCC einingar

3.5 MHz – einmenningsflokkur, hámarksafl
TF3SG*

18.112

160

15

49

14 MHz – einmenningsflokkur, lágafl

TF3HP

3.800

78

9

29

14 MHz – einmenningsflokkur, hámarksafl

TF3CW*

882.444

3.158

35

116

21 MHz – einmenningsflokkur, lágafl – aðstoð

TF3AO

7.650

83

10

40

28 MHz – einmenningsflokkur, lágafl

TF2JB*

76.194

663

17

66

Öll bönd – einmenningsflokkur, lágafl

TF3G*

23.310

128

30

75

Öll bönd – einmenningsflokkur, lágafl

TF3UA

15.778

85

39

59

Öll bönd – einmenningsflokkur, lágafl – aðstoð

TF8GX*

42.183

184

41

88

Öll bönd – einmenningsflokkur, hámarksafl – aðstoð

TF3W*

480.442

1.095

61

168

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals frá CQ tímaritinu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × three =