Entries by TF3JB

,

Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum

Andrés Þórarinsson TF3AM mætti í Skeljanes fimmtudaginn 1. nóvember og hélt erindi undir heitinu „Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum“. Andrés opnaði kvöldið með fljúgandi góðum inngangi í máli og myndum um jeppa og fjallabíla utan alfaraleiðar og bestan loftnetsbúnað til fjarskipta innanlands á lágu böndunum, 80, 60 og 40 metrum. Síðan fór hann yfir loftnetafræðina og mismunandi […]

,

Sófaumræður á sunnudegi í Skeljanesi

Næsti liður á vetrardagskrá ÍRA í Skeljanesi eru sófaumræður á sunnudegi. Jónas Bjarnason TF3JB mætir í sófaumræður sunnudaginn 4. nóvember og er yfirskriftin: “Reglugerðarumhverfi radíóamatöra á Íslandi í 70 ár og WRC-19”. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis. Miðað er við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Kaffiveitingar. Um sunnudagsopnanir. Sunnudagsopnanir hafa verið skýrðar á […]

,

TF3AM í Skeljanesi á fimmtudagskvöld

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður haldið i fimmtudaginn 1. nóvember. Þá mætir Andrés Þórarinsson, TF3AM í Skeljanes og nefnist erindi hans „Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum“. Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Stjórn ÍRA hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Veglegar kaffiveitingar.

,

Áhugaverðar niðurstöður mælinga

Jón G. Guðmundsson TF3LM mætti í Skeljanes fimmtudaginn 25. október og fór yfir niðurstöður mælinga alls 19 VHF og VHF/UHF handstöðva, auk 2 VHF bílstöðva, sem gerðar voru á laugardagsopnum í félagsaðstöðunni þann 1. september s.l. Um var að ræða sameiginlegt verkefni þeirra TF1A. Skýrt var frá helstu niðurstöðum í máli og myndum. Athyglisvert var […]

,

CQ World Wide SSB keppnin 2018 um helgina

CQ World Wide SSB keppnin 2018 verður haldin 27.-28. október. Keppnin er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. CQ WW fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþáttöku (sjá reglur). Þátttaka var góð […]

,

TF3LM Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Jón G. Guðmundsson, TF3LM, heimsækir okkur í Skeljanes fimmtudaginn 25. október. Hann segir m.a. frá niðurstöðum mælinga á yfirsveiflum VHF/UHF stöðva sem gerðar voru nokkra laugardaga í sumar í félagsaðstöðunni. Félagsmenn fjölmennið, dagskráin hefst stundvíslega kl. 20:30. Vandaðar kaffiveitingar. Stjórn ÍRA.

,

Formaður SRAL í heimsókn hjá ÍRA

Merja „Memma“ Koivaara, OH1EG, heimsótti ÍRA 20. október ásamt dóttur sinni Sini Koivaara, OH1KDT. Memma er formaður Suomen Radioamatooriliitto, SRAL, systurfélags ÍRA í Finnlandi. Þær mæðgur komu einmitt í Skeljanes síðdegis laugardaginn 20. október, þegar JOTA viðburðurinn stóð sem hæst og voru yfir sig hrifnar af því hve mikið var um að vera. TF3JB og […]

,

JOTA 2018 – LÍF OG FJÖR Í SKELJANESI

Líf og fjör var í Skeljanesi laugardaginn 20. október þegar skátar fjölmenntu á staðinn. Tilefnið var JOTA „Jamboree-On-The-Air“. JOTA er, þegar skátar tala við aðra skáta í heiminum um fjarskiptastöðvar í tíðnisviðum radíóamatöra undir eftirliti og með aðstoð þeirra. Skilyrði til fjarskipta voru ágæt enda voru höfð sambönd um allan heim, þ.á.m. við Ástralíu. Samhliða […]

,

Frábær ferðasaga á fimmtudegi

Anna Henriksdóttir, TF3VB, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 18. október og sagði ferðasögu þeirra Völu Drafnar Hauksdóttur, TF3VD, með YL-leiðangri til eyjunnar Noirmoutier í Frakklandi 25.-31. ágúst. Þær stöllur voru hluti af 14 kvenna hópi frá Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Íslandi sem virkjuðu kallmerkið TM65YL (IOTA EU-064). Hópurinn hafði alls yfir 5000 QSO þrátt fyrir óhagstæð […]

,

Laugardagur: Skátar koma í Skeljanes

Skátar koma í Skeljanes laugardaginn 20. október. Húsið verður opið frá kl. 10 árdegis. Það er JOTA „Jamboree-On-The-Air“ viðburðurinn sem verður haldinn í 61. sinn þessa helgi. JOTA er, þegar skátar tala við aðra skáta í heiminum um fjarskiptastöðvar í tíðnisviðum radíóamatöra undir eftirliti og með aðstoð þeirra. Búist er við þátttöku um einnar milljónar […]