VÍSBENDING UM VIRKNI
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 23.-29. nóvember 2021. Samskonar samantektir hafa verið gerðar í átta skipti fyrr á þessu ári. Alls fengu 16 íslenskir radíóamatörar skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW) og tali […]
