Entries by TF3JB

,

SKELJANES Á LAUGARDAG 29. FEBRÚAR

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins, mætir í Skeljanes laugardaginn 29. febrúar kl. 13:00. Hann hefur meðferðis vönduð mælitæki, þ.á.m. frá Rhode & Schwartz, til mælinga á stöðvum sem vinna á VHF og UHF. Búnaðurinn getur mælt eiginleika stöðva sem vinna frá 28 til 1300 MHz. Félagsmönnum er hér með boðið að koma með […]

,

OPIÐ HÚS FIMMTUDAG 27. FEBRÚAR

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 27. febrúar. Að venju verður húsið opnað kl. 20:00. Góður félagsskapur, kaffi, te og meðlæti og nýjustu tímaritin. QSL stjóri ÍRA verður búinn að flokka nýjar kortasendingar erlendis frá til félagsmanna fyrir opnunartíma. Stjórn ÍRA.

,

NÁMSKEIÐIÐ „FYRSTU SKREFIN“

Námskeiðið „Fyrstu skrefin“ verður haldið fimmtudaginn 27. febrúar n.k. í Skeljanesi. Þetta er fyrsta námskeiðið af fjórum í boði á nýrri vetrardagskrá félagsins. Leiðbeinandi er Óskar Sverrisson, TF3DC. Námskeiðin verða haldin: 27. febrúar; fimmtudagur, kl. 17:00. 19. mars; fimmtudagur, kl. 17:00. 26. mars; fimmtudagur, kl. 17:00. 30. apríl; fimmtudagur, kl. 17:00. Áríðandi er að áhugasamir […]

,

OPIÐ HÚS OG GÓÐAR GJAFIR

Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 20. febrúar. Að venju lágu nýjustu tímaritin frammi og margt rætt yfir kaffinu, m.a. um loftnet og sérhæfð viðtökunet (þ.á.m. Beverage On the Ground, BOG), jarðleiðni,  mismunandi kóaxkapla og margt fleira. Þá kom í ljós að félagar eru í kauphugleiðingum og veltu menn m.a. fyrir sér Icom […]

,

VEL HEPPNAÐUR LAUGARDAGUR

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti í Skeljanes laugardaginn 22. febrúar og kynnti búnað félagsins til fjarskipta um OSCAR 100 gervitunglið. Félagsmönnum gafst einnig tækifæri til að fara í loftið með tilsögn frá gervihnattastöð TF3IRA. Í boði var svokallaður „opinn laugardagur“ og var félagsaðstaðan opin frá kl. 10-15 til að gefa sem flestum tækifæri til að […]

,

HRAÐNÁMSKEIÐ FRESTAST

Af óviðráðanlegum ástæðum, frestast hraðnámskeið TF3Y með upprifjun á Win-Test keppnisforritinu, sem auglýst er í vetrardagskrá á morgun, sunnudag 23. febrúar. Þess í stað verður námskeiðið haldið sunnudaginn 1. mars n.k. kl. 10:30. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu. Stjórn ÍRA.

,

LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR Í SKELJANESI

Næsti viðburður á vetraráætlun ÍRA verður í boði laugardaginn 22. febrúar. Þá mætir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í Skeljanes og kynnir búnað, tækni og tól til fjarskipta um nýja OSCAR 100 gervitunglið. Að auki aðstoðar hann félagsmenn við að fara í loftið frá félagsstöðinni í gegnum tunglið. Í boði er svokallaður „opinn laugardagur“ sem þýðir […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 20. FEBRÚAR

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 20. febrúar. Að venju verður húsið opnað kl. 20:00. Góður félagsskapur, kaffi, te og meðlæti og nýjustu tímaritin. Mathías Hagvaag TF3MH, QSL stjóri ÍRA, verður búinn að flokka nýjar kortasendingar erlendis frá til félagsmanna fyrir opnunartíma. Stjórn ÍRA.

,

ÁRSSKÝRSLA ÍRA 2019/20

Aðalfundur ÍRA árið 2020 var haldinn 15. febrúar s.l. á Hótel Sögu í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 12 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 168 blaðsíður […]