,

LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR Í SKELJANESI

Næsti viðburður á vetraráætlun ÍRA verður í boði laugardaginn 22. febrúar. Þá mætir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í Skeljanes og kynnir búnað, tækni og tól til fjarskipta um nýja OSCAR 100 gervitunglið. Að auki aðstoðar hann félagsmenn við að fara í loftið frá félagsstöðinni í gegnum tunglið.

Í boði er svokallaður „opinn laugardagur“ sem þýðir að félagsaðstaðan verður opin allan daginn frá kl. 10-15 til að gefa sem flestum tækifæri til að nýta viðburðinn.

Þetta fyrirkomulag heppnaðist vel í haust (19. og 26. október og 3. nóvember) og var mikil ánægja með það. Nú er kjörið tækifæri fyrir þá félaga sem ekki áttu þess kost að koma þá, að kíkja við á laugardag og prófa að hafa sambönd um OSCAR 100. Félagar sem hafa þegar prófað stöðina eru að sjálfsögðu einnig velkomnir! Stöðin verður QRV á tali, morsi og stafrænum tegundum útgeislunar.

Kaffi á könnunni og bakkelsi frá Björnsbakaríi.

Stjórn ÍRA.

Fjarskiptaborð TF3IRA fyrir gervihnattaviðskipti. Aðstaðan stenst fyllilega samanburð við best búnar stöðvar annarra landsfélaga radíóamatöra í heiminum. Stöðin var formlega tekin í notkun 19. október (2019). Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
Jón G. Guðmundsson TF3LM í fjarskiptasambandi um OSCAR 100 frá TF3IRA þann 26. október (2019). Ljósmynd: TF3JB.
Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN í fjarskiptasambandi um OSCAR 100 frá TF3IRA þann 26. október (2019). Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve − 9 =