VIÐTÆKIÐ Í BLÁFJÖLLUM KOMÐ Í LAG
Georg Kulp, TF3GZ og Karl Georg Karlsson, TF3CZ fóru í Bláfjöll í dag (30. desember) og framkvæmdu bráðabirgðaviðgerð á KiwiSDR viðtækinu og búnaði á fjallinu. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A veitti ráðgjöf.
Búið er m.a. að endurnýja aflgjafa og lagfæra loftnetið. Ari telur líklegt að elding hafi skemmt hluta búnaðarins, en ísing hafi slitið LW loftnetið.
Þakkir til þeirra félaga TF1A, TF3GZ og TF2CZ fyrir dugnaðinn og frábært vinnuframlag.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!