YOTA CONTEST OG QO-100
YOTA keppnin (3rd Round) fór fram 30. desember. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ virkjaði TF3YOTA í keppninni frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Hún hafði rúmlega 200 sambönd.
Þetta var þriðja og og síðasta YOTA keppni ársins. Sú fyrsta fór fram 22. maí, önnur 18. júlí og nú 30. desember.
Elín setti TF3YOTA einnig í loftið um gervitunglið QO-100 á gamlársdag (sbr. meðfylgjandi ljósmynd) og hafði rúmlega 80 sambönd.
Allt í allt hafði hún tæplega 800 sambönd frá TF3YOTA í mánuðinum.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!