,

ÍRA – námskeið og opið hús á fimmtudagskvöldum

Haustámskeið til undirbúnings fyrir amatörpróf er byrjað. Sjö nemendur mættu í fyrsta tímann þannig að nóg pláss er fyrir fleiri þátttakendur. Allir sem áhuga hafa á að verða radíóamatörar eru velkomnir hvenær sem er á námskeiðið og kennarar munu gera allt sem á þeirra valdi er til að tryggja að nemendur sem byrja

, ,

SAC norræna fjarskiptakeppnin 2017 – Áfram Ísland

Það er auðvitað skylda okkar allra sem á annað borð erum virk á HF að taka þátt í norrænu keppninni/leikunum sem haldnir verða um næstu helgi CW hlutinn og SSB hlutinn verður í næsta mánuði:
SAC CW 16 – 17. september 2017.
SAC SSB 14 – 15. október 2017.
Sólarhringskeppni frá hádegi á laugardegi til hádegis á sunnudegi.

Nánari reglur og meiri upplýsingar eru á:
http://www.sactest.net/blog/
http://www.sactest.net/blog/sac-frequently-asked-questions/

Skilyrðaspárnar gætu verið betri fyrir næstu helgi – en óþarfi að láta þær slá sig út af laginu frekar en aðrar spár.

Hvað þýðir Kp-gildið (til upprifjunar og fyrir nýliða eða aðra sem vilja fylgjast með:
https://www.stjornufraedi.is/solkerfid/jordin/nordurljos/#kp_gildi

Félagar okkar sem orðið hafa meistarar í SAC eru þeir:

Norðurlandameistari SOAB CW 2009

TF3Y, Yngvi

Norðurlandameistari SOAB SSB 2010

Gulli, TF8GX

73 de stjórn ÍRA

,

Opið í Skeljanesi í kvöld 20 – 22

Opið verður að venju í Skeljanesi í kvöld frá klukkan átta til tíu eða lengur ef menn vilja. Ekkert ákveðið fundarefni er á dagskrá í kvöld en á fésbók hefur vaknað umræða um kallmerki og því ekki úr vegi að spjalla opið um kallmerkin í kvöld eða hvað annað sem áhugi er á að fjalla um.

Einar, TF3EK og Þór, TF3GW/TF1GW hafa fallist á að sitja fyrir svörum um kallmerki radíóamatöra í kvöld. Þeir opna umræðuna um klukkan 20:15 og nú hvetjum við alla sem vilja koma sínum skoðunum á framfæri að mæta og taka þátt. Kaffi og meðlæti í boði félagsins.

Við minnum á að hjá stjórnvöldum liggur til afgreiðslu tillaga okkar radíóamatöra um breytingu á reglugerð sem sem samþykkt var á síðasta aðalfundi sjá Aðalfundur 2017:

Tillögur um breytingar á 8. grein í

Reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna, 348/2004

Fyrsta málsgrein verði svo hljóðandi:

Póst- og fjarskiptastofnun úthlutar leyfishöfum kallmerki sem nota skal í öllum viðskiptum. Íslensk kallmerki hefjast á bókstöfunum TF en á eftir fylgir tölustafur og síðan einn til þrír bókstafir. Póst- og fjarskiptastofnun getur úthlutað sérstöku kallmerki vegna reksturs sameiginlegrar stöðvar jafnvel þó að þeir sem að slíkum rekstri standa hafi sitt eigið kallmerki.

Þriðja málsgrein verði svohljóðandi:

Leyfishafar sem nota far- eða burðarstöðvar skulu bæta aftan við kallmerki sitt skástriki og bókstafnum M eða P eftir því hvort um far- eða burðarstöð er að ræða.

,

Til hamingju með íslenska G-leyfið Reynir, TF3CQ

Reynir Smári Atlason – TF3CQ við stöðina sína í Óðinsvéum.

Reynir og kærasta hans, Anna Bryndís, búa í Óðinsvéum í Danmörku þar sem Reynir tók amatörpróf og fékk danskt kallmerki en fyrir rúmu ári fékk hann íslenskt N-leyfi á kallmerkinu TF3CQN sem nú hefur verið uppfært í G-leyfi. Við báðum Reyni að segja okkur hvernig hann kynntist radíóamatöráhugmálinu og hvers vegna hann sótti um íslenskt kallmerki.

Árið 2013 fjárfestum við ég og kærastan mín, Anna Bryndís, í skútu sem staðsett var í Toulon, Frakklandi. Við sigldum henni um nokkura mánaða skeið í Miðjarðarhafinu, tókum svo mastrið niður og sigldum inn í skurðakerfi Frakklands. Þaðan lá leið okkar inn í Dijon héraðið þar sem við skildum skútuna eftir. Á þessum tímapunkti hafði ég notað VHF stöðina um borð töluvert mikið til að ná sambandi við hafnir og aðrar skútur. Næsta sumar, á árinu 2014, fór ég með föður mínum til að sigla skútunni áfram eftir skurðunum og enduðum við í Le Havre það sumarið. Þegar hér er komið við sögu hafði ég komist að því að samskipti eru eitt af lykilatriðum þegar kemur að siglingum og þá sér í lagi þegar lengra er farið frá ströndu. Ég mælti mér mót við Andrés Þórarinsson, TF3AM heima á Íslandi þar sem hann fræddi mig um hvernig radíóbylgjur haga sér, hvenær ég gæti notað VHF tíðnir, hvaða leyfi ég þyrfti að taka og svo framvegis. Ég komst að því að fyrir næsta legg þyrfti ég ekki á amatörprófi og stöð að halda enda væru VHF tíðnirnar líklega nóg í bili.

Sumarið 2015 sigldum við, ég og Anna Bryndís, frá Frakklandi til Danmerkur. Á þeirri leið sigldum við framhjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi og gekk ágætlega að nota VHF stöðina um borð. Einnig erum við með GPS ferilvöktun sem fólk heima við getur fylgst með í gegnum netið, tækið er Delorme og við erum með EPIRB neyðarbauju. Við vorum því viss um að ef  ekki næðist samband um VHF tækið, værum við ekki bjargarlaus þó kæmi eitthvað uppá.

Næsti leggur verður sigling til Íslands. Þá verður nauðsynlegt að geta náð sambandi yfir lengri vegalengdir en við náum að staðaldri með VHF stöðinni. Þar kemur amatörradíóið til sögunnar. Ég setti mig í samband við EDR, sem vill svo til að er hér í Óðsinvéum og fékk upplýsingar um hvaða próf ég ætti að taka og hvaða námsefni væri til staðar. Ég keypti mér námsefni frá ARRL og las ásamt því að fara yfir gömul próf frá EDR. Á sama tíma kynntist ég eðalmönnum hér úti, Ómari, TF3WK / OZ1OM og Birni OZ6OM, sem sýndu mér hina ýmsu fleti amatörradíós, QSL kort, áhrif veðurs og sólar, eitt og annað sem kom upp í umræðum. Ég þreytti í fyrstu öll prófin þrjú sem hægt er að taka hér úti A,B og D leyfi og stóðst B og D prófin. Ég mátti þar með nota flestar amatörtíðnir og 100 w. Ég sótti um kallmerkið OZ1II í Danmörku og TF3CQN á Íslandi.

Nú nýverið þreytti ég aftur A prófið hér í Danmörku og stóðst. Ég sótti því um að N-ið yrði fjarlægt af íslenska kallmerkinu en engra breytinga var þörf á því danska.

Varðandi búnað, þá var Andrés, TF3AM svo indæll að selja mér stöð sem hann átti, Icom IC-7000 ásamt ýmsum búnaði á mjög sanngjörnu verði og ég bætti við hljóðkorti til að geta tekið á móti veðurupplýsingum.

Loftnetin á blokkinni í Óðinsvéum

Ég er með dípól loftnet á svölunum hjá mér sem teygir sig upp fyrir þakið, en ég bý í blokk. Það vill þó svo skemmtilega til að sá sem gefur leyfi fyrir slíkum virkjum í blokkinni minni er einnig amatör þannig að hann hafði mikinn skilning á því sem ég vildi gera.

Næsta skref er að koma búnaðinum fyrir á skútunni en áætluð brottför frá Óðinsvéum er sumarið 2019. Þangað til verð ég virkur aðallega á 20 og 40 metrum og svo vonandi á CW en ég er að reyna að bæta mig á þeim vettvangi.

Við báðum Reyni um mynd af skútinni undir fullum seglum og þá svaraði hann:

Það er eðli málsins samkvæmt töluvert erfitt að eiga mynd af skútunni utan frá, með seglin uppi. Til þess þyrftum við náttúrulega að skipuleggja slíka myndatöku aðeins eða hafa einhvern annan sem tekur myndina.  Hér eru engu að síður þrjár myndir. Ein er af skútunni við fallegt sólsetur við eyjuna Porquerolles, við stoppuðum þar tvisvar enda paradísareyja. Ein myndin er af Önnu Bryndísi að sigla skútunni, þar sjást seglin töluvert vel, en ég á enga mynd tekna utanfrá af okkur með seglin þanin. Ein myndin er af loftnetinu á blokkinni þar sem ég er að prófa L laga dípól utan á handriðinu og svona er það núna, virkar ágætlega.

Ástæða þess að við fluttum út er sú að Anna Bryndís fékk sérnámsstöðu í taugalækningum við sjúkrahúsið hér í Óðinsvéum, einnig fékk ég lektorsstöðu við Háskólann í Suður Danmörku. Anna lýkur sérnáminu 2019 um svipað leiti og skútunni verður siglt heim og við virk á HF böndunum á sama tíma. Það er þó ekki víst að við flytjum alveg heim, enda veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér.

Anna Bryndís við stjórnvölin þar sem ekki sást lengur til lands.

73, Reynir

,

Varist að trufla neyðartíðnir radíóamatöra

Miklar hamfarir eiga sér stað nú í Karabíska hafinu og Mexíó og IARU beinir því til okkar radíóamatöra að forðast að trufla þær tíðnir sem eru í notkun við hjálparstörfin.

tíðnir í Mexíkó:

20m 14.120 kHz
40m 7.060 kHz
80m 3.690 kHz

14.325 kHz er notað í samskiptum við “USA Hurricane Watch Net”.

Ýmsir Winlink hnútar geta líka verið í notkun vegna hamfaranna.

Ábendingin frá TF3SUT um að varast tíðnir sem eru í notkun vegna náttúruhamfaranna í Karabískahafinu og suðurríkjum USA er enn í fullu gildi.

Púertó Ríkó:

3.803, 3.808, 7.188 kHz. Radíóamatörar í Púertó Ríkó hafa líka samskifti við HWN, fellibyljavöktun Karabíska hafsins á 7.268 og 14.325 kHz.

Kúba:

Að degi til, 7.110 kHz og 7.120 kHz til vara, Svæðisnet er á 7.045, 7.080 kHz og á öðrum lægri tíðnum eftir þörfum. Á nóttunni, 3.740 kHz og 3.720 kHz til vara og á öðrum lægri tíðnum eftir þörfum.

Dóminíkanska lýðveldið:

3.873 kHz og 3.815 kHz til vara, 7.182 kHz og 7.255 kHz til vara, 14.330 kHz, 21.360 kHz, 28.330 kHz.

73 de TF3JA

,

Kaffi á könnunni í Skeljanesi frá 20 -22

Vetrardagskrá félagsins hefst fyrir alvöru 28. september með kynningu TF3ML sem hann kallar:

Lífið fyrir ofan 50 MHz.

Félagið ætlar að halda námskeið fyrir verðandi radíóamatöra í október og fram í nóvember, nánari tilhögun verður kynnt síðar. Þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið geta sent póst á ira@ira.is.

Kaffi á könnunni í kvöld og spjall um SAC keppnina sem er um aðra helgi.

,

Um 40 þúsund gestir heimsóttu nýafstaðna sýningu í Tókíó.

Opnun hinnar árlegu radíóamatörsýningar í Tókíó. sem haldin var um helgina 2. og 3. september. 39 þúsund gestir heimsóttu sýninguna eða um 2 þúsund fleiri en í fyrra.

Hápúnktar sýningarinnar voru margir eins og við var að búast og mikil barátta milli risanna á amatörtækjamarkaðinum kristallaðist á ýmsan hátt, Kenwood sýndi afmælisútgáfu af TS-590:

TRIO merkið prýddi 70 ára afmælisútgáfu TS-590… á sýningunni

ICOM státaði sig af:

Tækin IC-7610, ID-31PLUS, IC-R30, og frumgerð IC-9700 voru til sýnis á Icom básnum.

Bakhlið IC-9700 í spegilmynd sýnir ýmis tengi LAN, DATA, USB and REMOTE.

heimild: frétt á fbnews.jp höfundur Adam Farson VA7OJ/AB4OJ

Á YouTube eru ýmis myndskeið frá sýningunni:

ICOM

KENWOOD

YAESU básinn á sýningunni:

ALINCO

,

Varist að trufla neyðartíðnir radíóamatöra – áskorun frá TF3SUT

Fellibylurinn Irma ætlar að hæfa Mið-ameríku frekar hart. Verið vakandi fyrir eftirfarandi tíðnum:

Púertó Ríkó: 3.803, 3.808 og 7.188 kHz. Radíóamatörar í Púertó Ríkó hafa líka samskifti við HWN, fellibyljavöktun svæðisins á 7.268 og 14.325 kHz.
Kúba: Að degi til, 7.110 kHz og 7.120 kHz til vara. Svæðisnet er á  7.045, 7.080 kHz og á öðrum lægri tíðnum eftir þörfum. Á nóttunni 3.740 kHz í notkun og 3.720 kHz til vara og á öðrum lægri tíðnum eftir þörfum.
Dóminíkanska lýðveldið: 3.873 kHz og 3.815 kHz til vara, 7.182 kHz og 7.255 kHz til vara, 14.330 kHz, 21.360 kHz og 28.330 kHz.

…frétt frá TF3SUT , þýðing de TF3JA

HWN: Vöktun fellbylja

frétt af RÚV: Irma orðin „gríðarlega hættulegur“ fellibylur

IRMA

, ,

Opið hús í Skeljanesi í kvöld og IARU útiverudagur um helgina

Opið verður að venju í kvöld í Skeljanesi 20 – 22.

Um helgina er SSB-útiverudagur IARU með sérstakri áherslu á að kynna áhugamálið fyrir ungu fólki. Vísun á reglur og fésbókarsíðu.

SSB útiverudagur IARU varir frá klukkan 13:00 á laugardeginum til klukkan 12:59 á sunnudeginum. Stöð félagsins er til reiðu ef einhverjir vilja koma og fara í loftið.