,

QSL kort félagsstöðvarinnar TF3IRA og TF3W

Nýlega voru prentuð QSL kort fyrir félagsstöðina.

Heiðurinn af hönnun og framkvæmd málsins eiga TF3MH QSL stjóri ÍRA ásamt TF3AO umboðsmanni prentara (http://www.ux5uoqsl.com/)

Ljósmyndurunum  TF3JON og Hallgrími P. Helgasyni er þakkað þeirra framlag.

Matti notar kortin þannig að hann prentar beint á bakhliðina í stað þess að nota límmíða eða slíkt.

Minnt er á að lokadagur skila vegna hreinsunar QSL stjóra ÍRA er á opnunarkvöldi fimmtudaginn 4. janúar 2018.

Nánar um QSL kort almennt hér:

http://www.ira.is/qsl-kort/

,

Gleðilega hátíð

,

Jólagleði og dótakvöld í Skeljanesi á morgun, fimmtudag kl. 20 – 22

TF3ARI, Ari, ætlar að koma með standbylgjumæli sem getur mælt SWR á tíðnum upp að 6 GHz.
Ef þú átt loftnet á farstöð, gormanet eða hvaða loftnet sem er og hefur áhuga á mælingu, taktu það með.
Ari verður með töng til að klippa gormanetin og fleiri verkfæri eru til í Skeljanesi ef á þarf að halda.
SWR mælirinn hans Ara er með SMA og BNC-tengi, kall og kellingu. Breytir frá BNC í N-tengi er til í Skeljanesi.

Jólakaffi og jólakaka í boði ÍRA og jafnvel jólaglögg ef áhugi er á slíkum veitingum?

,

TF3JB er kominn með fimm banda DXCC viðurkenningu

TF3JB, Jónas Bjarnason skrifar í dag á F-bókarsíðu Amatöra á Íslandi:

“Mig langar til að deila með ykkur að 5 banda DXCC viðurkenning TF3JB er í höfn og er undirritaður fjórði íslenski leyfishafinn sem hlýtur hana. Um er að ræða veglegan veggplatta. Sækja má um 5 Banda DXCC þegar menn hafa náð a.m.k. 100 DXCC einingum á hverju bandi, 10, 15, 20, 40 og 80 metrum. Í boði eru uppfærsluplötur (e. endorsement plates) og hefur undirritaður slíkar fyrir 12, 17 og 30 metra. Aðrir íslenskir leyfishafar sem eru handhafar 5 banda DXCC eru TF3DC, TF3Y og TF4M. Sýnismyndin er af óárituðum veggplatta, þar sem áritað eintak berst ekki til landsins frá ARRL fyrr en á nýju ári, 2018. 73 de TF3JB.”

Til hamingju Jónas,

,

Til hamingju með afmælið Ingi, TF3IG

Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG er 75 ára í dag

,

Kalundborg sendir á 243 kHz og 1062 kHz

Í Kalundborg eru tveir sendar annar á langbylgju og hinn á miðbylgju sem er svipuð uppsetning og TF3HRY er að vinna við að koma í gang hér á Íslandi. Þriðji sendirinn er á staðnum til vara fyrir báða hina sendana.

Loftnet langbylgjusendisins í Kalundborg á 243 kHz

Loftnet fyrir miðbylgusendinn í Kalundborg á 1062 kHz.

,

VUSHF næsta sumar í Kalundborg

Tilvalið að byrja á HAM RADIO í Friedrichshafen 1-3 júní, taka síðan lest eða keyra norður til Kalundborgar í Danmörku og koma við í Óðinsvéum á Fjóni í höfuðstöðvum EDR. Þar rétt hjá í göngufæri býr Ómar Magnusson TF3WK/OZ1OM

Vísun á Örbylgjuleika Norðurlandanna næsta sumar í Danmörku Örbylguleikar í Danmörku næsta sumar

,

Ítrekuð skilaboð frá QSL stjóra

Orðsending til félaga,

minnt er á áramóta hreinsun kortastofu ÍRA.  Matti, TF3MH er QSL stjóri ÍRA en síminn hjá honum er 892 2067.

Verum snemma á ferðinni með skilin í ár – en síðasti skiladagur er fimmtudagurinn 4. janúar 2018.

Matti QSL-stjóri í góðra vina hópi. 

Sýnishorn af flottu íslensku QSL korti. 

Nánar um QSL kort almennt hér:

http://www.ira.is/qsl-kort/

,

Sensa hýsir heimasíðu ÍRA

Fyrir stuttu var undirritaður samningur við SENSA um hýsingu og ráðgjöf við heimasíðu félagsins.

Samningur við SENSA var formlega undirritaður 15. nóvember. Samningurinn gildir frá júlímánuði á þessu ári og við vætum okkur góðs af samstarfi við Sensa.

Gamla heimasíðan var til skamms tíma vistuð hjá 1984 ehf. og þökkum við fyrirtækinu fyrir góða þjónustu um árabil. Gamla síðan var um nokkurn tíma vistuð á vegum TF3CE í Ármúlaskóla og þökkum við Árna Ómari, TF3CE, fyrir alla hans vinnu við heimasíðuna og snör handtök þegar hnökrar hafa orðið á uppistandi síðunnar. TF3T lagði líka mikla vinnu í gömlu heimasíðuna og félagið þakkar Benna, TF3T, fyrir hans vinnu svo og öllum öðrum sem hafa komið að heimasíðum félagsins gegnum tíðina. Það er félaginu mikils virði að hafa haft aðgang að færum mönnum sem allir hafa unnið mikið og óeigingjarnt sjálfboðastarf við heimasíður félagsins. Ölvir Sveinsson, TF3WX bjó til nýju síðuna og samdi við SENSA um vistun og vinnu við síðuna. Ölvir hefur lagt óhemju vinnu í verkefnið og er stöðugt að bæta einhverju við. Núna á síðustu dögum hefur Ölvir bætt við innskráningu sem er skilyrði þess að við getum sett á síðuna aðgang að amatörblöðum hinna Norðurlandanna. Það verkefni verður kynnt á næstunni en búið er að opna fyrir nýskráningu. Takk Ölvir.