,

HELSTU ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 3.-4. MARS

ARRL INTERNATIONAL DX CONTEST, SSB.
Hefst laugardag 2. mars kl. 00:00 / lýkur kl. 24:00 sunnudag 4. mars.
Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: W/VE stöðva: RS + ríki í Bandaríkjunum / fylki í Kanada.
Skilaboð annarra: RS + afl.
http://www.arrl.org/arrl-dx

NOVICE RIG ROUNDUP CONTEST (NRR).
Hefst laugardag 2. mars kl. 00:00 / lýkur kl. 23:59 sunnudag 10. mars.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15, 10 og 2 metrum.
Skilaboð: RST + nafn + QTH. Einnig má gefa upp tegund og gerð stöðvar.
https://www.novicerigroundup.org/nrrrules.html

NRR (Novice Rig Roundup) er 9 daga viðburður sem leggur áherslu á að nota eldri búnað í keppninni líkt og í boði var hjá bandarískum nýliðum fyrir meir en 60 árum þegar notaðir voru kristalstýrðir sendar með allt að 75W sendiafl þar í landi. Keppnin er opin fyrir þátttöku leyfishafa allsstaðar frá í heiminum.  

UBA SPRING CONTEST, CW.
Stendur yfir sunnudag 3. mars frá kl. 07:00 til 11:00.
Keppnin fer fram á CW á 80 metrum.
Skilaboð ON stöðva: RST + raðnúmer + staðsetning (e. section).
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/spring-contest-dst

WAB 3.5 MHz PHONE CONTEST.
Stendur yfir sunnudag 3. mars frá kl. 18:00-22:00.
Keppnin fer fram á SSB á 80 metrum.
Skilaboð breskra stöðva: RS + raðnúmer + Worked All Britain númer.
Skilaboð annarra: RS + raðnúmer + DXCC eining.
https://wab.intermip.net/Contests.php

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

Myndin er af Kenwood TS-940S 100W AM/FM/SSB/CW/FSK sendi-/móttökustöð með innbyggðri loftnetsaðlögunarrás sem vinnur á 160-10 metrum. Stöðin kom á markað árið 1985 og varð strax vinsæl meðal radíóamatöra sem tóku þátt í alþjóðlegum keppnum.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + 11 =