,

SNORRI TF3IK Í SKELJANESI 29. FEBRÚAR

Snorri Ingimarsson, TF3IK mætir í Skeljanes fimmtudaginn 29. febrúar með erindið: „Radíóstarfsemi 4X4 ferðaklúbbsins á VHF endurvörpum og á 3815 kHz á 80 metra bandi”. Þess má geta, að á árinu 2023 fagnaði Ferðaklúbburinn 4×4 40 ára afmæli, en hann var stofnaður 10. mars 1983.

Snorri hefur tekið þátt í starfi klúbbsin um árabil og hefur m.a. unnið að því (ásamt fleirum) að settir hafa verið upp VHF endurvarpar til að tryggja fjarskipti á fjöllum. Þar sem svo háttar til, hefur hann unnið að því að treysta frekar fjarskipti á hálendinu með því að endurvekja fjarskipti á HF sviði, m.a. 3815 kHz og fleiri tíðnum björgunarsveitanna.

Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta áhugaverða erindi ekki framhjá sér fara. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Farartæki Snorra á fjöllum er þessi glæsilega F-350 Ford bifreið, vel búin fjarskiptabúnaði. Ljósmynd: TF3IK.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 + nineteen =