,

AÐALFUNDUR ÍRA 2024, SVIPMYNDIR

Aðalfundur ÍRA 2024 var haldinn í safnaðarheimili Neskirkju í Reykjavík 10. mars. Fundarstjóri var kjörinn Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og sést hann hér í ræðupúlti.
Jónas Bjarnason TF3JB, formaður ÍRA flutti framlagða skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2023/24.
Jón Björnsson TF3PW gjaldkeri ÍRA flutti framlagðan ársreikning félagssjóðs fyrir rekstrarárið 2023.
Hluti stjórnarmanna. Frá vinstri: Heimir Konráðsson TF1EIN varastjórn, Georg Kulp TF3GZ ritari og Jón Björnsson TF3PW gjaldkeri.
Kristinn Andersen TF3KX formaður Prófnefndar ÍRA flutti skýrslu um starfsemi nefndarinnar.
Kristján Benediktsson TF3KB NRAU/IARU tengiliður ÍRA flutti skýrslu um alþjóðamálin. Aðrir á mynd: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS fundarstjóri og Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA.
Mynd úr sal. Frá vinstri, fremst: Eiður Kristinn Magnússon TF1EM, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID. Frá vinstri, miðröð: Kristján Benediktsson TF3KB, Georg Magnússon TF2LL og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG. Frá vinstri, aftast: Hinrik Vilhjálmsson TF3VH, Anna Henriksdóttir TF3VB og Kristinn Andersen TF3KX.
Hinrik Vilhjálmsson TF3VH, Anna Henriksdóttir TF3VB og Kristinn Andersen TF3KX.
Frá vinstri: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Mathías Hagvaag TF3MH og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS. Þess má geta að Mathías er QSL stjóri TF ÍRA QSL Bureau og flutti skýrslu embættis síns á fundinum.
Slegið á létta strengi. Frá vinstri: Kristinn Andersen TF3KX, Kristján Benediktsson TF3KB, Georg Magnússon TF2LL og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG.
Erling Guðnason TF3E. Erling spurðist m.a. fyrir um EMC málefni undir liðnum „Önnur mál“.
Rúnar Þór Valdimarsson TF3RJ. Undir liðnum „Önnur mál“ lagði Rúnar Þór til að félagið afli búnaðar til að taka upp fundi og hvaðeina sem fer fram í félaginu og setji á vefmiðla til varðveislu, t.d. Youtube.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB. Eftir að fundi var slitið kom Þorvaldur að máli við stjórn og kvaðst vilja færa ÍRA eintak af bókinni „Grounding and Bonding for the Radio Amateur“ að gjöf. Þetta er verk frá árinu 2023; 2. útgáfa, 2. prentun. Höfundur er NØAX. Bókin skiptist í 6 kafla, auk formála og viðauka með ítarefni; alls 160 bls. Sérstakar þakkir til Þorvaldar fyrir nytsama gjöf til félagsins.
Gögn sem voru lögð fram í aðalfundarmöppu þann 10. mars 2024: (1) Dagskrá fundarins skv. 19. gr. félagslaga; sérprentun. (2) Ársskýrsla ÍRA um starfsemi félagsins á starfsárinu 2023/24. (3) Ársreikningur félagssjóðs fyrir almanaksárið 2023. (4) Lög ÍRA; sérprentun. Og (5), þættir úr munnlegri skýrslu formanns um starfsemi félagsins á starfsárinu 2023/24.
Séstakar þakkir til Jóns Svavarssonar TF3JON fyrir ljósmyndir.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − 2 =