,

ARRL INTERNATIONAL DX CW KEPPNIN 2024

ARRL International DX CW keppnin fór fram um síðustu helgi (17.-18. febrúar) og a.m.k. 7 TF kallmerki tóku þátt.

Keppnisdagbók hafði verið skilað til keppnisstjórnar í dag (22. febrúar) fyrir fimm kallmerki: TF2R, TF3EO, TF3SG, TF3V og TF3W.

Þetta er afar jákvæð þróun, þar sem undanfarin þrjú ár (2021-2023) hefur gögnum aðeins verið skilað inn fyrir 2 TF kallmerki á hverju ári.

Sjá meðfylgjandi töflu með upplýsingum um QSO eftir böndum. Ekki liggur fyrir viðvera í keppninni – nema hjá TF3W, alls 33 klst. Árangur Guðmundar, TF3SG er framúrskarandi góður og ekki ólíklegt að hann hafi verið QRV allar 48 klukkustundirnar sem keppnin stóð yfir sem og Henning, hjá TF2LL. Bent er á að samanburður þarf að taka tillit til viðveru og sendiafls.

Stjórn ÍRA.

.

.

Þrír góðir sem allir tóku þátt í ARRL CW keppninni um helgina. TF3DC, TF/UT4EK og OZ2I. Myndin var tekin í Skeljanesi s.l. fimmtudag (15. febrúar).
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 3 =