TF útileikarnir 2021 fara fram um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst næstkomandi.
Höfð eru sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz).
Samkvæmt samráði ÍRA við Fjarskiptastofu í dag, 27. júlí, er leyfishöfum veitt tímabundin heimild til að nota allt að 100W á 60 metra bandi í leikunum, án þess að þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar.
Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-07-27 13:03:052021-07-27 13:11:14TF ÚTILEIKARNIR VERÐA UM HELGINA
Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 29. júlí frá kl. 20-22.
Í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna faraldurs, verður grímuskylda í húsnæðinu.
Kaffiveitingar verða ekki í boði, en fjarskiptaherbergi TF3IRA verður opið (mest 3 félagar samtímis) og QSL stofa (mest 1 félagi hverju sinni). Takmörkun á fjölda í herbergjum ræðst af stærð.
Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
Úr félagsstarfinu í Skeljanesi fyrir Covid-19. Frá vinstri: Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE, Sveinn Aðalsteinsson TF1SA og Björgvin Víglundsson TF3BOI. Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-07-27 08:57:112021-07-27 09:04:39OPIÐ Í SKELJANESI 29. JÚLÍ
Fyrr í sumar, þegar fjarskiptaherbergi TF3IRA var tekið í notkun eftir lokun vegna faraldursins kom í ljós, að gervihnattastöð félagsins sendi út of lítið afl á 2.4 GHz. Allsherjar bilanagreining var framkvæmd og líklegast talið að um bilun væri að ræða í SMA-tengi við GHz loftnetið (úti við loftnetsdiskinn).
Þar sem 75 ára afmæli félagsins er á næsta leiti var ákveðið að ekki mætti lengur bíða með viðgerð og mættu menn í Skeljanes í dag, sunnudaginn 25. júlí til góðra verka. Skemmst fer frá því að segja, að fyrri bilanagreining reyndist rétt og eftir útskiptingu kapla úti við loftnetsdiskinn og stillingar á búnaði við stöðina, varð TF3IRA QRV um fimmleytið. Og 15 mínútum síðar var haft samband við ZD7GWM á St. Helen eyju í Suður-Atlantshafinu.
Bestu þakkir til þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar TF1A og Georgs Kulp TF3GZ fyrir að taka tíma í að gera félagsstöðina QRV á ný um QO-100 gervihnöttinn.
Stjórn ÍRA.
Sendi- og viðtökuhlutar gervihnattaloftnetsins eru aðskildir og þurfti að skipta út hluta af búnaði fyrir sendishlutann. Georg Kulp TF3GZ í tröppunni og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A fylgist með.Ari og Georg prófa stöðina eftir viðgerð á loftnetinu og gera nauðsynlegar stillingar á búnaðinum sem tengdur er við Kenwood TS-2000 stöð TF3IRA.Um kl. 18:00 þegar verkefninu var lokið og staðurinn var yfirgefinn kom vinalegur sólargeisli inn um gluggann sem framkallaði bros á viðstöddum. Ljósmyndir: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-07-25 19:51:472021-07-26 12:02:19TF3IRA Í SAMBAND Á NÝ UM OSCAR 100
TF útileikarnir 2021 fara fram um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst næstkomandi.
Höfð eru sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz).
Þess má geta, að stjórn ÍRA hefur sótt um tímabundna aflheimild (100W) til Fjarskiptastofu á 60 metra bandi í leikunum. Stofnunin hefur heimilað slíkt s.l. tvö ár. Skýrt verður frá svari stofnunarinnar strax og það berst.
Hafa má samband hvenær sem er sólarhringsins en aðalþáttökutímabil eru: Laugardag 17:00–19:00; sunnudag 09:00–12:00; sunnudag 21:00–24:00 og mánudag 08:00–10:00. Minnst 8 tímar þurfa að líða milli sambanda sömu stöðva á sama bandi til þess að stig fáist. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com
Viðurkenningar í útileikunum eru tvennskonar. Annars vegar er vandaður verðlaunaplatti, ágrafinn á viðargrunni fyrir bestan árangur og hins vegar eru skrautrituð viðurkenningarskjöl fyrir fyrstu fimm sætin.
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!
Stjórn ÍRA.
Mynd frá fróðlegri og vandaðri kynningu Einars Kjartanssonar TF3EK á reglum TF útileikanna í Skeljanesi 2019. Ekki var hægt að bjóða upp á samskonar viðburð 2020 og nú 2021 vegna faraldursins.Mynd frá afhendingu viðurkenninga í Skeljanesi 25. febrúar s.l. Ólafur Örn Ólafsson TF1OL tók þátt í öllum þremur viðburðum ÍRA á árinu 2020. Ólafur náði framúrskarandi góðum árangri og varð í 1. sæti í TF útileikunum. Í verðlaun var ágrafinn veggplatti og sértakt viðurkenningarskjal fyrir árangurinn. Þá varð Ólafur í 2. sæti í VHF/UHF leikum félagsins. Í verðlaun var vandaður verðlaunagripur. Hann hlaut að auki sérstakar viðurkenningar félagsins fyrir bestu ljósmyndina í leikunum og fyrir skemmtilegustu færsluna á Facebook. (Til skýringar: Vegna faraldursins var ekki hægt að efna til hefðbundinnar uppskeruhátíðar og voru verðlaun og viðurkenningar því til afhendingar á opnunarkvöldum í Skeljanesi). Ljósmyndir: TF3JB.
Stjórn ÍRA vinnur að undirbúningi 75 ára afmælis félagsins þann 14. ágúst n.k. Meðal verkefna var innrömmun svart/hvítra ljósmynda úr sögu félagsins sem á ný hafa verið hengdar upp í fundarsal í Skeljanesi og innrömmun DXCC og WAS viðurkenninga í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Ljósmyndirnar úr safni ÍRA í fundarsalnum eru níu talsins og voru upphaflega límdar upp á karton fyrir sýningarbás ÍRA á Alþjóða vörusýningunni í Laugardagshöll árið 1975 og veita áhugaverða innsýn í sögu félagsins. Viðurkenningarnar í fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinnar eru fjórar saman (DXCC) og þrjár saman (WAS). Sjá nánar texta undir hverri mynd.
Stjórn ÍRA.
Myndir í fundarsal: (1) Þórhallur Pálsson TF5TP (1913-1994) sem var lengst af búsettur á Akureyri. Þórhallur var virkastur íslenskra radíóamatöra um áratuga skeið. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson. (2) Þorsteinn Gíslason TF6GI (1887-1969) var búsettur á Seyðisfirði. Hann stóð m.a. að fyrstu þráðlausu sendingum á Íslandi árið 1913. (3) Einar Pálsson, TF3EA (1914-1973) var fyrsti formaður ÍRA, fyrsti heiðursfélagi og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra á Íslandi nr. 1. Ljósmynd: Pétur Thomsen, TF3PT.Fleiri myndir í fundarsal: (1) Sigrún Gísladóttir, TF3YL (1930-2010) sem var lengst af búsett á Seltjarnarnesi. Hún var fyrsta íslenska konan sem tók próf sem radíóamatör árið 1970. Ljósmynd Kristján Magnússon, TF3KM. (2) Fjarskiptaaðstaða TF7V á Stórhöfða í Vestmannaeyjum í júlí 1975. Á myndinni má sjá Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB og Kristinn Daníelsson, TF3KD. Ljósmynd: Guðjón Einarsson, TF3AC. (3) Vitinn á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Unnið að uppsetningu loftneta þegar sex félagar í ÍRA gerðu ferð til Eyja og virkjuðu kallmerkið TF7V frá Stórhöfða (TF3AC, TF3AW, TF3AX, TF3KD, TF3SE og TF3SB). Ljósmynd: Guðjón Einarsson, TF3AC. (4) Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir radíóskáti í Reykjavík árið 1974 á refaveiðum. Íþrótt sem er vinsæl meðal radíóamatöra og radíóskáta. Ljósmynd: Kristján Magnússon, TF3KM. (5) Marie Marr í Washington D.C. vann að samsetningu og prófun á OSCAR 7 gervitungli radíóamatöra sem einnig má sjá á myndinni. Því var skotið á braut 7. nóvember 1974. (6) Yngvi Harðarson, TF3Y er búsettur í Reykjavík. Myndin var tekin þegar hann var yngstur íslenskra leyfishafa, aðeins 14 ára. Hann smíðaði öll sín tæki sjálfur. Ljósmynd: Kristján Magnússon, TF3KM.Ofar eru fjórar DXCC viðurkenningar í ramma (DXCC Mixed; Phone; CW og Digital). Fyrir neðan eru þrjár WAS viðurkenningar í ramma (WAS Mixed; Phone og CW). Ljósmyndir TF3JB (fyrri tvær) og TF3JON (neðsta).
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-07-23 14:57:242021-07-23 15:39:29LJÓSMYNDIR OG VIÐURKENNINGAR
Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 og Mathías Hagvaag, TF3MH mættu í Skeljanes upp úr hádeginu þann 22. júlí. Á dagskrá var að árlegt sumarverkefni á staðnum, að slá, hreinsa til og gera snyrtilegt við húsið og innganginn. Verkið gekk hratt og fljótt fyrir sig og síðdegis var orðið boðlegt fyrir félagsmenn og gesti að heimsækja staðinn.
Leigumarkaður BYKO í Breidd sá okkur fyrir Honda sláttuorfi með öflugum bensínmótor, en Baldvin kom færandi hendi með stunguskóflu og rakstursáhöld heiman að frá sér. Þakkir til þeirra Baldvins og Mathíasar fyrir verk vel úr hendi leyst.
Stjórn ÍRA.
Skeljanesi 22. júlí, skömmu eftir hádegi. Eins og sjá má á myndinni er ekki seinna vænna en taka til við að slá og hreinsa til. Mathías TF3MH og Baldvin TF3-033 fyllla þriðja og síðasta svarta ruslapokann. Strákarnir litu yfir vettvang og voru ánægðir með verkefnið. Baldi hafði á orði að það sæist á framhlið hússins að við áttum bara málningu í eina umferð í fyrrasumar. Hann hefur áhuga á að mála aðra umferð fyrir haustið. Ljósmyndir: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-07-22 19:17:082021-07-22 19:21:41SNYRT TIL VIÐ SKELJANES
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 22. júlí frá kl. 20 til 22.
Tillaga að umræðutema: TF útileikarnir um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst. n.k
Kaffi og meðlæti í fundarsal. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð veða opin. Sendingar af QSL kortum hafa borist frá Evrópu og verið flokkaðar í hólf félagsmanna.
Nýjustu tímaritin liggja frammi ásamt góðu úrvali af af radíódóti sem stendur til boða.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Nýjustu tímaritin frá 10 landsfélögum radíóamatöra um heiminn liggja frammi á stóra fundarborðinu.ICOM IC-7610 100W sendi-/móttökustöð TF3IRA á HF/50MHz ásamt ICOM SP-41 borðhátalara og aukahlutum. Ljósmyndir: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-07-20 18:57:542021-07-20 19:21:15OPIÐ Í SKELJANESI 22. JÚLÍ
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-07-18 13:50:202021-07-18 14:09:58NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT
Fram kemur í nýju tölublaði CQ TF (3. tbl. 2021) að stefnt verði að námskeiði ÍRA til amatörleyfis í október n.k. Nýja blaðið kemur út á sunnudag 18. júlí hér á heimasíðunni.
Stjórn ÍRA gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sínum 22. júní s.l.: „Finna þarf heppilegra fyrirkomulag á námskeiðshaldi. Stefna skal að fundi með prófnefnd. Skoða þarf m.a. möguleikann á því að halda námskeið og jafnvel próf yfir netið, sem er gert í sumum löndum. Námsefni þarf að endurnýja“. Í bréfi til prófnefndar dags. 4. júlí s.l. var nefndarmönnum þakkaður framúrskarandi góður undirbúningur og framkvæmd á prófi PFS til amatörleyfis 5. júní s.l. í Skeljanesi.
Síðan segir m.a., „…að um gæti verið að ræða tiltölulega stuttan fund (kannski sem fyrri af tveimur) þar sem áhersla yrði á undirbúning þess að bjóða námskeið e.t.v. í október n.k. yfir netið með óbreyttu námsefni“. Ennfremur að „..Nýtt námsefni sé vissulega aðkallandi – en það gæti verið tímasparandi við undurbúning námskeiðs í október, að fresta umræðum/undirbúningi innleiðslu þess þar til á [næsta] námskeiði þar á eftir, þ.e. í febrúar 2022. Áætlaður fundardagur er 10. ágúst n.k.
Nánar verður skýrt frá ákvörðunum um námskeiðahald þegar og dagsetningar og fyrirkomulag liggur fyrir.
Stjórn ÍRA.
.
Kristinn Andersen TF3KX formaður prófnefndar fer yfir prófspurningar í Skeljanesi 5. júní s.l. eftir að prófnefnd hafði farið yfir úrlausnir ásamt fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Frá vinstri: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY (fulltrúi stjórnar) og Einar Kjartansson TF3EK (prófnefnd). Sitjandi frá vinstri: Jón E. Guðmundsson TF8KW, Júlía Guðmundsdóttir, Pálmi Árnason TF3PO, Arnlaugur Guðmundsson TF3RD, Jón Björnsson TF3PW (fulltrúi stjórnar), Yngvi Harðarson TF3Y (prófnefnd), Kjartan Birgisson TF1ET (bak í myndavél) og Kristinn Andersen TF3KX (prófnefnd). Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-07-15 14:24:482021-07-15 14:28:31STEFNT AÐ NÁMSKEIÐI Í OKTÓBER
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 15. júlí frá kl. 20-22.
Fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin og fundarsalur á 1. hæð.
Nýjustu tímaritin liggja frammi. Ennfremur verður kaffi og meðlæti ásamt því að félagsmönnum býðst að skoða gott framboð af radíódóti sem stendur til boða.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Nýjustu tímaritin frá stærstu landsfélögum radíóamatöra liggja frammi hverju sinni á stóra fundarborðinu.Margskonar áhugavertradíódót er í boði sem félagsmönnum býðst að hafa með sér heim. Ljósmyndir: TF3JB.
VHF/UHF leikum ÍRA lauk í dag, 11. júlí, kl. 18:00.
Samkvæmt gagnagrunni leikanna voru 24 skráðir, en tveir til viðbótar höfðu QSO og eiga eftir að skrá sig inn og senda gögn, sem gerir alls 26 skráða sem er met skráningarfjöldi frá upphafi árið 2012.
Félagsstöðin TF3IRA var virk hluta tímans frá Skeljanesi og hafði sambönd á 2 metrum FM um endurvarpa, 2 metrum FM beint, 70 sentímetrum (FM) um endurvarpa, 70 sentímetrum FM beint og á 50 MHz (SSB) við eftirfarandi kallmerki: TF1AM, TF1EM, TF1ET, TF1GW, TF1JI, TF1MT, TF1OL, TF3E, TF3JA, TF3JB, TF3KB, TF3LM, TF3VE og TF8SM.
Þakkir til þeirra Wilhelms Sigurðssonar TF3AW, Kjartans Birgissonar TF1ET og Reynis Björnssonar TF3JL sem virkjuðu stöðina, auk þeirra Kristjáns Benediktssonar TF3KB og Mathíasar Hagvaag TF3MH sem aðstoðuðu í Skeljanesi. Jónas Bjarnason TF3JB hafði umsjón með viðburðinum.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, umsjónarmaður VHF/UHF leikanna, mun fljótlega gera grein fyrir þátttöku og niðurstöðum, en 7 dagar eru til stefnu til að setja inn upplýsingar í gagnagrunninn.
Þakkir til allra sem tóku þátt í 10. VHF/UHF leikunum 2021!
Stjórn ÍRA.
Kjartan Birgisson TF1ET virkjaði félagsstöðina TF3IRA í Skeljanesi í VHF/UHF leikunum 2021. Ljósmynd: TF3JB.
TF3IRA var QRV í VHF/UHF leikunum í dag, laugardag.
Mörg skemmtileg sambönd, m.a. við TF1OL á Kleifaheiði, beint á 145.500 MHz (FM). Fjarlægðin er 173 km. Styrkbreytingar voru á merkjum í báðar áttir. Aðrir töluðu einnig við Ólaf á föstudag beint á 2 metrum þegar hann var staddur á Látrabjargi. Einnig QSO við TF1MT beint á145.500 MHz (FM) í reit IPØ3AP. Fjarlægðin er 103 km. Einnig samband beint á sömu tíðni við TF3MT í reit IPØ3AP.
Menn eru sammála um, að innsetning endurvarpanna í fyrra komi ekki síður skemmtilega út í ár en þá. Þakkir til Hrafnkels, TF8KY fyrir góðan leikjavef.
Fyrir þá sem vilja nota pappírsdagbók, er Hrafnkell TF8KY með skráningarblað sem hægt er að prenta út, sjá vefslóðina: http://leikar.ira.is/2021/ og opnið texta þar sem skráningarblaðið er vistað með því að smella á “Sýna reglur“.
Félagsstöðin, TF3IRA, verður næst QRV frá Skeljanesi á sunnudag frá kl. 13:00.
Tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt aðeins 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!
Stjórn ÍRA.
Wilhelm Sigurðsson TF3AWS á hljóðnemanum frá félagsstöðinni TF3IRA í Skeljanesi 10. júlí. Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Kristján Benediktsson TF3KB skoða upplýsingar á netinu um forritun á Yaesu VX5 handstöð Kristjáns sem hann ætlar að nota í VHF/UHF leikunum. Ljósmyndir: TF3JB.
TF ÚTILEIKARNIR VERÐA UM HELGINA
TF útileikarnir 2021 fara fram um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst næstkomandi.
Höfð eru sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz).
Samkvæmt samráði ÍRA við Fjarskiptastofu í dag, 27. júlí, er leyfishöfum veitt tímabundin heimild til að nota allt að 100W á 60 metra bandi í leikunum, án þess að þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar.
Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com
Vefslóð á keppnisreglur: http://www.ira.is/tf-utileikar/
Vefslóð á heimasíðuna fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Vefslóð á erindi Einars um útileikana: http://eik.klaki.net/tmp/utileikar18.pdf
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!
Stjórn ÍRA.
OPIÐ Í SKELJANESI 29. JÚLÍ
Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 29. júlí frá kl. 20-22.
Í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna faraldurs, verður grímuskylda í húsnæðinu.
Kaffiveitingar verða ekki í boði, en fjarskiptaherbergi TF3IRA verður opið (mest 3 félagar samtímis) og QSL stofa (mest 1 félagi hverju sinni). Takmörkun á fjölda í herbergjum ræðst af stærð.
Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
Velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Scan_r08askn_202107230128_001.pdf
TF3IRA Í SAMBAND Á NÝ UM OSCAR 100
Fyrr í sumar, þegar fjarskiptaherbergi TF3IRA var tekið í notkun eftir lokun vegna faraldursins kom í ljós, að gervihnattastöð félagsins sendi út of lítið afl á 2.4 GHz. Allsherjar bilanagreining var framkvæmd og líklegast talið að um bilun væri að ræða í SMA-tengi við GHz loftnetið (úti við loftnetsdiskinn).
Þar sem 75 ára afmæli félagsins er á næsta leiti var ákveðið að ekki mætti lengur bíða með viðgerð og mættu menn í Skeljanes í dag, sunnudaginn 25. júlí til góðra verka. Skemmst fer frá því að segja, að fyrri bilanagreining reyndist rétt og eftir útskiptingu kapla úti við loftnetsdiskinn og stillingar á búnaði við stöðina, varð TF3IRA QRV um fimmleytið. Og 15 mínútum síðar var haft samband við ZD7GWM á St. Helen eyju í Suður-Atlantshafinu.
Bestu þakkir til þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar TF1A og Georgs Kulp TF3GZ fyrir að taka tíma í að gera félagsstöðina QRV á ný um QO-100 gervihnöttinn.
Stjórn ÍRA.
TF ÚTILEIKAR ÍRA 2021
TF útileikarnir 2021 fara fram um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst næstkomandi.
Höfð eru sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz).
Þess má geta, að stjórn ÍRA hefur sótt um tímabundna aflheimild (100W) til Fjarskiptastofu á 60 metra bandi í leikunum. Stofnunin hefur heimilað slíkt s.l. tvö ár. Skýrt verður frá svari stofnunarinnar strax og það berst.
Hafa má samband hvenær sem er sólarhringsins en aðalþáttökutímabil eru: Laugardag 17:00–19:00; sunnudag 09:00–12:00; sunnudag 21:00–24:00 og mánudag 08:00–10:00. Minnst 8 tímar þurfa að líða milli sambanda sömu stöðva á sama bandi til þess að stig fáist. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com
Vefslóð á keppnisreglur: http://www.ira.is/tf-utileikar/
Vefslóð á heimasíðuna fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Vefslóð á erindi Einars um útileikana: http://eik.klaki.net/tmp/utileikar18.pdf
Viðurkenningar í útileikunum eru tvennskonar. Annars vegar er vandaður verðlaunaplatti, ágrafinn á viðargrunni fyrir bestan árangur og hins vegar eru skrautrituð viðurkenningarskjöl fyrir fyrstu fimm sætin.
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!
Stjórn ÍRA.
LJÓSMYNDIR OG VIÐURKENNINGAR
Stjórn ÍRA vinnur að undirbúningi 75 ára afmælis félagsins þann 14. ágúst n.k. Meðal verkefna var innrömmun svart/hvítra ljósmynda úr sögu félagsins sem á ný hafa verið hengdar upp í fundarsal í Skeljanesi og innrömmun DXCC og WAS viðurkenninga í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Ljósmyndirnar úr safni ÍRA í fundarsalnum eru níu talsins og voru upphaflega límdar upp á karton fyrir sýningarbás ÍRA á Alþjóða vörusýningunni í Laugardagshöll árið 1975 og veita áhugaverða innsýn í sögu félagsins. Viðurkenningarnar í fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinnar eru fjórar saman (DXCC) og þrjár saman (WAS). Sjá nánar texta undir hverri mynd.
Stjórn ÍRA.
SNYRT TIL VIÐ SKELJANES
Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 og Mathías Hagvaag, TF3MH mættu í Skeljanes upp úr hádeginu þann 22. júlí. Á dagskrá var að árlegt sumarverkefni á staðnum, að slá, hreinsa til og gera snyrtilegt við húsið og innganginn. Verkið gekk hratt og fljótt fyrir sig og síðdegis var orðið boðlegt fyrir félagsmenn og gesti að heimsækja staðinn.
Leigumarkaður BYKO í Breidd sá okkur fyrir Honda sláttuorfi með öflugum bensínmótor, en Baldvin kom færandi hendi með stunguskóflu og rakstursáhöld heiman að frá sér. Þakkir til þeirra Baldvins og Mathíasar fyrir verk vel úr hendi leyst.
Stjórn ÍRA.
OPIÐ Í SKELJANESI 22. JÚLÍ
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 22. júlí frá kl. 20 til 22.
Tillaga að umræðutema: TF útileikarnir um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst. n.k
Kaffi og meðlæti í fundarsal. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð veða opin. Sendingar af QSL kortum hafa borist frá Evrópu og verið flokkaðar í hólf félagsmanna.
Nýjustu tímaritin liggja frammi ásamt góðu úrvali af af radíódóti sem stendur til boða.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT
Ágætu félagsmenn!
Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 3. tbl. CQ TF 2021 sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni.
73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF.
Vefslóð á nýja blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/07/CQTF2021-3.pdf
STEFNT AÐ NÁMSKEIÐI Í OKTÓBER
Fram kemur í nýju tölublaði CQ TF (3. tbl. 2021) að stefnt verði að námskeiði ÍRA til amatörleyfis í október n.k. Nýja blaðið kemur út á sunnudag 18. júlí hér á heimasíðunni.
Stjórn ÍRA gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sínum 22. júní s.l.: „Finna þarf heppilegra fyrirkomulag á námskeiðshaldi. Stefna skal að fundi með prófnefnd. Skoða þarf m.a. möguleikann á því að halda námskeið og jafnvel próf yfir netið, sem er gert í sumum löndum. Námsefni þarf að endurnýja“. Í bréfi til prófnefndar dags. 4. júlí s.l. var nefndarmönnum þakkaður framúrskarandi góður undirbúningur og framkvæmd á prófi PFS til amatörleyfis 5. júní s.l. í Skeljanesi.
Síðan segir m.a., „…að um gæti verið að ræða tiltölulega stuttan fund (kannski sem fyrri af tveimur) þar sem áhersla yrði á undirbúning þess að bjóða námskeið e.t.v. í október n.k. yfir netið með óbreyttu námsefni“. Ennfremur að „..Nýtt námsefni sé vissulega aðkallandi – en það gæti verið tímasparandi við undurbúning námskeiðs í október, að fresta umræðum/undirbúningi innleiðslu þess þar til á [næsta] námskeiði þar á eftir, þ.e. í febrúar 2022. Áætlaður fundardagur er 10. ágúst n.k.
Nánar verður skýrt frá ákvörðunum um námskeiðahald þegar og dagsetningar og fyrirkomulag liggur fyrir.
Stjórn ÍRA.
.
SKELJANES FIMMTUDAG 15. JÚLÍ
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 15. júlí frá kl. 20-22.
Fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin og fundarsalur á 1. hæð.
Nýjustu tímaritin liggja frammi. Ennfremur verður kaffi og meðlæti ásamt því að félagsmönnum býðst að skoða gott framboð af radíódóti sem stendur til boða.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
VEL HEPPNAÐIR SUMARLEIKAR
VHF/UHF leikum ÍRA lauk í dag, 11. júlí, kl. 18:00.
Samkvæmt gagnagrunni leikanna voru 24 skráðir, en tveir til viðbótar höfðu QSO og eiga eftir að skrá sig inn og senda gögn, sem gerir alls 26 skráða sem er met skráningarfjöldi frá upphafi árið 2012.
Félagsstöðin TF3IRA var virk hluta tímans frá Skeljanesi og hafði sambönd á 2 metrum FM um endurvarpa, 2 metrum FM beint, 70 sentímetrum (FM) um endurvarpa, 70 sentímetrum FM beint og á 50 MHz (SSB) við eftirfarandi kallmerki: TF1AM, TF1EM, TF1ET, TF1GW, TF1JI, TF1MT, TF1OL, TF3E, TF3JA, TF3JB, TF3KB, TF3LM, TF3VE og TF8SM.
Þakkir til þeirra Wilhelms Sigurðssonar TF3AW, Kjartans Birgissonar TF1ET og Reynis Björnssonar TF3JL sem virkjuðu stöðina, auk þeirra Kristjáns Benediktssonar TF3KB og Mathíasar Hagvaag TF3MH sem aðstoðuðu í Skeljanesi. Jónas Bjarnason TF3JB hafði umsjón með viðburðinum.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, umsjónarmaður VHF/UHF leikanna, mun fljótlega gera grein fyrir þátttöku og niðurstöðum, en 7 dagar eru til stefnu til að setja inn upplýsingar í gagnagrunninn.
Þakkir til allra sem tóku þátt í 10. VHF/UHF leikunum 2021!
Stjórn ÍRA.
TF3IRA í VHF/UHF LEIKUNUM
TF3IRA var QRV í VHF/UHF leikunum í dag, laugardag.
Mörg skemmtileg sambönd, m.a. við TF1OL á Kleifaheiði, beint á 145.500 MHz (FM). Fjarlægðin er 173 km. Styrkbreytingar voru á merkjum í báðar áttir. Aðrir töluðu einnig við Ólaf á föstudag beint á 2 metrum þegar hann var staddur á Látrabjargi. Einnig QSO við TF1MT beint á145.500 MHz (FM) í reit IPØ3AP. Fjarlægðin er 103 km. Einnig samband beint á sömu tíðni við TF3MT í reit IPØ3AP.
Menn eru sammála um, að innsetning endurvarpanna í fyrra komi ekki síður skemmtilega út í ár en þá. Þakkir til Hrafnkels, TF8KY fyrir góðan leikjavef.
Fyrir þá sem vilja nota pappírsdagbók, er Hrafnkell TF8KY með skráningarblað sem hægt er að prenta út, sjá vefslóðina: http://leikar.ira.is/2021/ og opnið texta þar sem skráningarblaðið er vistað með því að smella á “Sýna reglur“.
Félagsstöðin, TF3IRA, verður næst QRV frá Skeljanesi á sunnudag frá kl. 13:00.
Tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt aðeins 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!
Stjórn ÍRA.