Ágæti félagsmaður!

Með tilvísan til 17. gr. félagslaga, er hér með boðað til aðalfundar ÍRA sunnudaginn 10. mars 2024.

Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00.

Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga.

Reykjavík 16. febrúar 2024,

f.h. stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB

formaður

.

Jákvætt svar hefur borist frá Fjarskiptastofu (FST) við ósk stjórnar ÍRA um að næsta próf til amatörleyfis verði haldið í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, laugardaginn 16. mars n.k. kl. 10:00–12:00 Raffræði og radíótækni; kl. 13:00–14:00 Reglur og viðskipti; og kl. 14:30–Prófsýning.

Eftir að námskeiði félagsins til amatörprófs lauk í haust var um að ræða nokkurn fjölda þátttakenda sem ekki höfðu möguleika á að mæta til prófs 11. nóvember s.l. Hugmyndin er, að gera þessum aðilum kleift að sitja nú próf til amatörleyfis.

Þar sem um er að ræða einskonar sjúkrapróf/upptökupróf verður ekki í boði námskeið eða annar undirbúningur á vegum félagsins. Prófið er án kostnaðar, er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Alls höfðu sex aðilar staðfest skráningu þann 13. febrúar.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig til prófs með því að senda tölvupóst á ira@ira.is  eigi síðar en 8. mars n.k.

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

Ágúst Úlfar Sigurðsson, TF3AU mætir í Skeljanes fimmtudaginn 15. febrúar með erindið: „Sagan að baki Collins R-391/URR og R-390A/URR viðtækjunum sem ÍRA fékk að gjöf 19. nóvember 2023“.

Umsögn á netinu: The R 391 is a rare receiver. It is basically an R 390 (not R 390A) with a motorized tuning mechanism that allows a user to program eight channels and select them with a simple rotary switch rather than getting carpal tunnel syndrome or “R 390 wrist” from torque tuning those big knobs that drive endless gear trains, slug racks and cams.

  The R 391 allows you to program in (via memory cams and switches) ten preset channels which can help eliminate a lot of wrist motion. The tuning motor runs on 24 VDC which must be supplied externally. If you don’t care about auto-tuning you can operate it as a normal R 390.

  It’s pretty cool to fire up the 1950s vintage R 391 and compare it to the receiver in my 21st century Icom 756 Pro III. So far, the old 391 can hear anything that the Icom can and the signals sound a lot better on the 391. The 391 is a curiosity”.

QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Viðtækin tvö sem TF3AU færði félaginu eru Collins R-391/URR og R-390A/URR.

ARRL INTERNATIONAL DX CONTEST
Hefst kl. 00:00 á laugardag 17. febrúar / lýkur kl. 24:00 á sunnudag 18. febrúar.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð W/VE stöðva: RST + ríki í Bandaríkjunum / fylki í Kanada.
Skilaboð annarra: RST + afl.
http://www.arrl.org/arrl-dx

YLRL – YL-OM CONTEST
Hefst kl. 00:00 á laugardag 17. febrúar / lýkur kl. 23:59 á sunnudag 18. febrúar.
Keppnin fer fram á CW/DIGITAL, SSB á 160, 180, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð W/VE stöðva: RS(T) + ríki í Bandaríkjunum / fylki í Kanada.
Skilaboð annarra: RS(T) + DXCC eining.
https://ylrl.net/event/yl-om-contest/

RUSSIAN PSK WW CONTEST
Hefst kl. 12:00 á laugardag 17. febrúar / lýkur kl. 11:59 á sunnudag 18. febrúar.
Keppnin fer fram á BPSK31, BPSK63 og BPSK125.
Skilaboð rússneskra stöðva: RST + stjórnsýslusvæði (oblast).
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://www.rdrclub.ru/russian-ww-psk-contest/49-rus-ww-psk-rules

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

.

Mynd af skjáborði Icom IC-7300 sem sýnir hvernig N4PVH forritaði minni stöðvarinnar til notkunar í ARRL International CW keppninni á 7 MHz.

Jákvætt svar hefur borist frá Fjarskiptastofu (FST) við ósk stjórnar ÍRA um að næsta próf til amatörleyfis verði haldið í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, laugardaginn 16. mars n.k. kl. 10:00–12:00 Raffræði og radíótækni; kl. 13:00–14:00 Reglur og viðskipti; og kl. 14:30–Prófsýning.

Eftir að námskeiði félagsins til amatörprófs lauk í haust var um að ræða nokkurn fjölda þátttakenda sem ekki höfðu möguleika á að mæta til prófs 11. nóvember s.l. Hugmyndin er, að gera þessum aðilum kleift að sitja nú próf til amatörleyfis.

Þar sem um er að ræða einskonar sjúkrapróf/upptökupróf verður ekki í boði námskeið eða annar undirbúningur á vegum félagsins. Prófið er án kostnaðar, er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig til prófs með því að senda tölvupóst á ira@ira.is eigi síðar en 8. mars n.k.

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 4.-10. febrúar 2024.

Alls fengu 17 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 15, 17, 20, 40 og 80 metrum.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

.

TF1EIN                  FT8 á 15 m.
TF1EM                  FT8 á 10 m.
TF2MSN               FT8 á 30 m., RTTY á 10, 17 og 40 m. og SSB á 10 og 17 m.
TF3AO                  RTTY á 20 m.
TF3DC                   CW á 10 m. og RTTY á 10 m.
TF3G                      FT4 á 15 m.
TF3JB                    FT8 á 30 m.
TF3LB                    CW á 10, 12 og 20 m.
TF3PPN                FT4 á 10 og 15 m. og RTTY á 10 og 15 m.
TF3VE                   FT8 á 30 m.
TF3VG                   FT8 á 15 og 80 m.
TF3VS                    FT8 á 10 m.
TF4WD                 SSB á 40 m.
TF5B                      FT8 á 10, 17 og 30 m.
TF6MK                  FT8 á 20 m.
TF7ZF                    FT8 á 20 m.
TF8YY                    SSB á 20 m.

.

Eiður Kristinn Magnússon TF1EM var virkur á HF vikuna 4.-10. febrúar. Myndin er af DX Commander stangarloftneti hans sem vinnur á 80/40/30/20/17/15/12/10 metrum. Ljósmynd: TF1EM.
Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Sigurður Harðarson TF3WS, Sergii Matlash US5LB, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Andrés Þórarinsson TF1AM.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 8. febrúar. Sérstakur gestur okkar var í annað sinn var Sergii „Serge“ Matlash, US5LB frá Úkraínu.

Mikið var rætt á báðum hæðum og TF3IRA var QRV á 14 MHz SSB. Umræður voru m.a. um fjarskiptastöðvar á HF og VHF/UHF og annan búnað, s.s. loftnet og aðlögunarrásir. Margir velta einnig fyrir sér kaupum á nýjum HF stöðvum og hafa hagstæð tilboðsverð erlendis þar áhrif. T.d. er nýja Yaesu FT-710 Field stöðin á 159 þúsund krónur þessa dagana, komin hingað til lands.

Einnig var rætt um fjarskipti um gervitungl og er áhugi manna er að setja upp Furuno Model KU-100 gervihnattadisk (sem félaginu var gefinn í haust) strax og vorar. Þá voru margir að vitja QSL korta hjá QSL stofunni en mikið hefur borist af kortum til TF-ÍRA QSL Bureau undanfarið.

Loks barst töluvert magn af radíódóti frá Sigurði Harðarsyni, TF3WS í hús þetta kvöld. M.a. Yaesu FT-180A stöðvar, Yaesu FTC-1525A VHF stöðvar, JVC audio búnaður, Siemens skipatæki (viðtæki), verulegt magn af radíólömpum o.m.fl. Mjög margt eigulegt og fór mikið af dótinu út þá um kvöldið. Þakkir til Sigga fyrir hugulsemina.

Alls mættu 24 félagar og 1 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu vetrarveðri og 10 stiga frosti í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Frá vinstri: Einar Kjartansson TF3EK, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Heimir Konráðsson TF1EIN, Benedikt Sveinsson TF3T, Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE og fyrir enda borðs (næst myndavél): Mathías Hagvaag TF3MH og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG.
Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Njáll H. Hilmarsson TF3NH og Jón Björnsson TF3PW.
Serge US5LB sýndi okkur sovéska “military” morslykilinn sem hann gaf félaginu í vikunni áður. Lykillinn býður upp á margar stillingar, er ónotaður og gefur góða “tilfinningu” í lyklun.
Kristján Benediktsson TF3KB og Þorvaldur Bjarnason TF3TB.
Eiður Kristinn Magnússon TF1EM og Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE. Gunnar skoðar QSL kort Eiðs sem hann var að sækja í hóf sitt hjá QSL stofunni.
Á mynd með Sigurði Harðarsyni TF3WS eru þeir Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Mathías Hagvaag TF3MH sem aðstoðuðu hann við að bera inn dótið ásamt fleirum.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG skoðar í einn af mögum kössum með radíólömpum sem bárust til félagsins þá um kvöldið. Með á mynd er Serge US5LB. Ljósmyndir: TF3JB.

Jákvætt svar hefur borist frá Fjarskiptastofu (FST) við ósk stjórnar ÍRA um að næsta próf til amatörleyfis verði haldið í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, laugardaginn 16. mars n.k.

Eftir að námskeiði félagsins til amatörprófs lauk í haust var um að ræða nokkurn fjölda þátttakenda sem ekki höfðu möguleika á að mæta til prófs 11. nóvember s.l. Hugmyndin er, að gera þessum aðilum kleift að sitja nú próf til amatörleyfis.

Þar sem um er að ræða einskonar sjúkrapróf/upptökupróf verður ekki í boði námskeið eða annar undirbúningur á vegum félagsins. Prófið er án kostnaðar, er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig til prófs með því að senda tölvupóst á ira@ira.is eigi síðar en 8. mars n.k.

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

Í dag, 5. febrúar bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar á HF tíðnum yfir netið. Það er staðsett á Sauðárkróki. Loftnet er 20 metra langur vír (LW).

Um er að ræða KiwiSDR viðtæki í eigu Georgs Kulp, TF3GZ sem Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A forritaði, en Kristján J. Gunnarsson, TF3WD hýsir tækið í húsnæði sem er á hans vegum í útjaðri Króksins, ekki langt frá Steinullarverksmiðjunni – sem aftur er steinsnar frá höfninni.

Vefslóð: http://krokur.utvarp.com

KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn á viðtækið samtímis.

Stjórn ÍRA þakkar verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

.

Jákvætt svar hefur borist frá Fjarskiptastofu við ósk stjórnar ÍRA um að næsta próf til amatörleyfis verði haldið í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, laugardaginn 16. mars n.k.

Eftir að námskeiði félagsins til amatörprófs lauk í haust var um að ræða nokkurn fjölda þátttakenda sem ekki höfðu möguleika á að mæta til prófs 11. nóvember s.l. Hugmyndin er, að gera þessum aðilum kleift að sitja nú próf til amatörleyfis.

Þar sem um er að ræða einskonar sjúkrapróf/upptökupróf verður ekki í boði námskeið eða annar undirbúningur á vegum félagsins. Prófið er án kostnaðar, er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig til prófs með því að senda tölvupóst á ira@ira.is eigi síðar en 8. mars n.k.

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

.

Mynd úr prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík 11. nóvember 2023.

CQ WW WPX RTTY CONTEST
Hefst kl. 00:00 á laugardag 10. febrúar / lýkur kl. 23:59 á sunnudag 11. febrúar.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.cqwpxrtty.com/rules.htm

SKCC WEEKEND SPRINTATHON CONTEST
Hefst kl. 12:00 á laugardag 10. febrúar / lýkur kl. 24:00 á sunnudag 11. febrúar.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð SKCC félaga: RST + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining) + nafn + SKCC númer.
Skilaboð annarra: RST + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining) + nafn + NONE.
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon/

KCJ TOPBAND CONTEST
Hefst kl. 12:00 á laugardag 10. febrúar / lýkur kl. 12:00 á sunnudag 11. febrúar.
Keppnin fer fram á CW á 160 metrum.
Skilaboð JA stöðva: RST + stjórnsýslusvæði/svæðiskóði.
Skilaboð annarra: RST + CQ svæði.
https://kcj-cw.com/j_index.htm

DUTCH PACC CONTEST
Hefst kl. 12:00 á laugardag 10. febrúar / lýkur kl. 12:00 á sunnudag 11. febrúar.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð PA stöðva: RS(T) + hérað/sýsla.
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
http://www.veron.nl/vereniging/commissies-en-werkgroepen/traffic-bureau/hf-contesten/pacc-contest/

OMISS QSO PARTY CONTEST
Hefst k. 15:00 á laugardag 10. febrúar / lýkur kl. 15:00 á sunnudag 11. febrúar.
Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð OMISS félaga: RS + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining) + OMISS númer.
Skilaboð annarra: RS + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining).
https://www.omiss.net/Facelift/qsoparty.php

BALKAN HF CONTEST
Fer fram laugardaginn 10. febrúar. Hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 17:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80 og 40 metrum.
Skilaboð: RS(T) og QSO númer.
https://www.bfra.bg/event/464

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

Omni og Orion HF sendi-/móttökustöðvarnar frá TEN-TEC voru um árabil afar vinsælar hjá radíóamatörum sem tóku þátt í alþjóðlegum keppnum. Það sem gerði þær sérstakar á þessum tíma voru m.a. næm viðtæki með afburðagóðan aðgreiningarhæfileika og QSK í sendingu á morsi. Síðustu gerðirnar komi á markað árin 2005 og 2019, þ.e. Orion II og Omni VII+. https://www.tentec.com/wp-content/uploads/2016/05/566_orion_2_brochure.pdf

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 8. febrúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Mynd úr fundarsal í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi.