Námskeiðið ÍRA til amatörprófs vorið 2022 hófst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 28. mars. Jón Björnsson, TF3PW umsjónarmaður setti námskeiðið laust fyrir kl. 19.

Sjö þátttakendur voru mættir í kennslustofu í HR og níu voru í netsambandi, m.a. frá Raufarhöfn, Sauðárkróki, Hvolsvelli, Þorlákshöfn og höfuðborgarsvæðinu. Fjartengingar gengu vel og einn þátttakandinn var t.d. staddur erlendis og sagði sambandið mjög gott.  

Eftir setningu tók Kristinn Andersen, TF3KX við og hóf kennsluna. Hann verður einnig með kennslu í kvöld (þriðjudag) en Hörður Mar Tómasson, TF3HM tekur síðan við á miðvikudag. Kennsla verður síðan samkvæmt tímaplani. Þess má geta, að 19. skráningin barst síðan í gærkvöldi (mánudag) frá Vestfjörðum.

Bestu óskir um gott gengi og þakkir til allra sem koma að verkefninu.

Stjórn ÍRA.

Sjö þátttakendur voru mættir í kennslustofu í HR en níu yfir netið, m.a. á Raufarhöfn, Sauðárkróki, Hvolsvelli, Þorlákshöfn, á höfuðborgarsvæðinu og erlendis.
Að lokinni formlegri setningu var slegið á létta strengi áður en kennsla hófst. Kristinn Andersen TF3KX formaður prófnefndar ÍRA sem annaðist kennslu á mánudagskvöld, Jón Björnsson TF3PW umsjónarmaður námskeiða ÍRA og Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA.
Samband yfir netið var mjög gott. Á bak við þá Jón og kristinn má sjá skjámynd af þátttakendum utan kennslustofu. Sérstakar þakkir til Jóns Svavarssonar TF3JON sem tók ljósmyndir.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 31. mars kl. 20. Félagsmenn og gestir eru velkomnir.

Nýjustu tímaritin liggja frammi og QSL stjóri verður búinn að flokka kortasendingar. Heitt á könnunni og kaffimeðlæti.

Þrjár sendingar hafa nú borist af margvíslegu radíódóti í hús, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. mars.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður yfir Lavazza kaffi og bakkelsi. Ágæt mæting, 20 manns í húsi. Töluvert af radíódóti hafði borist dagana á undan, auk þess sem Sigmundur Karlsson, TF3VE bætti um betur og færði félaginu nokkra aflgjafa þegar hann kom í hús. Þeir gengu allir út ásamt fleiru dóti sem mönnum leist vel á.   

Áhugaverðar umræður um tæki og búnað. Einnig rætt um CQ WW WPX SSB keppnina um helgina. Félagarnir dreifðust á báðar hæðir, þ.e. í fundarsal og fjarskiptaherbergi og QSL stofu á 2. hæð.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í hlýju vorveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Við stóra fundarborðið. Frá vinstri: Sigurður Smári Hreinsson TF8SM, Georg Kulp TF3GZ, Heimir Konráðsson TF1EIN, Jón E. Guðmundsson TF8KW og Sigmundur Karlsson TF3VE. Í horninu neðst til vinstri sér í hvirfilinn á Mathíasi Hagvaag TF3MH.
Frá vinstri: Georg Magnússon TF2LL, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Radíódótið er vinsælt. Frá vinstri: Georg Kulp TF3GZ, Sigmundur Karlsson TF3VE, Eiður Kristinn Magnússon TF1EM, Sigurður Smári Hreinsson TF8SM, Jón E. Guðmundsson TF8KW og Mathías Hagvaag TF3MH.
Frá vinstri: Eiður Kristinn Magnússon TF1EM (standandi), Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Jón E. Guðmundsson TF8KW, Sigmundur Karlsson TF3VE, Georg Kulp TF3GZ og Mathías Hagvaag TF3MH.
Hluti af radíódótinu í salnum.
Meira radíódót í salnum. Að auki var mikið magn af stærri tækjum á ganginum niðri þar sem gengið er inn í húsið. Myndir: TF3JB.

Alls skráðu sig 18 á námskeið ÍRA til amatörprófs sem hefst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 28. mars n.k.

Námsefni á prenti verður annarsvegar til afhendingar í HR (fyrstu kennslukvöldin) og hinsvegar póstlagt til þeirra sem verða í fjarnámi. Nánar verður haft samband við þátttakendur í tölvupósti með  upplýsingar um fyrirkomulag laugardaginn 26. mars.

Þátttakendur koma víða að og eru með búsetu í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Sauðárkróki, Raufarhöfn, Þorlákshöfn og Hvolsvelli. Ein fyrirspurn barst frá Danmörku. Viðkomandi er áhugasamur og hyggst taka þátt í næsta námskeiði sem verður í boði yfir netið.

Hafi einhver misst af skráningu, hefur verið ákveðið að taka áfram við staðfestingum í dag, föstudaginn 25. mars.

Stjórn ÍRA.

Háskólinn í Reykjavík. Ljósmynd: HR.

Námskeið ÍRA til amatörprófs hefst mánudaginn 28. mars n.k. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 24. mars. Sjá vefslóð á skipulag neðar.

  • Stendur yfir 28. mars til 20. maí.
  • Í Háskólanum í Reykjavík.
  • Bæði í stað- og fjarnámi.
  • Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 18:30-21:30.
  • Lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. maí.
  • Námskeiðsgjald: 22.000 krónur.
  • Síðasti skráningardagur: 24. mars.

Kennt verður í stofu HR V107 og samhliða yfir netið í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem fjarstaddir þátttakendur fylgjast með um eigin tölvubúnaði með forritinu Google Meet. Kennd verða raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti.

Skráning fer fram á „ira [hjá] ira.is“. Skrá þarf: Nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Eftir að skráning er móttekin varða sendar nánari upplýsingar um fyrirkomulag í tölvupósti, svo sem um kennsluefni og fleira.

Gjald má greiða inn á reikning 0116-26-7783, kennitala: 610174-2809. Vinsamlegast skráið kennitölu ykkar í athugasemdir. Þátttakendum er bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til að sækja námskeiðið. Fyrirspurnir má senda á póstfangið ira [hjá] ira.is

Vefslóð á skipulag námskeiðsins:
http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/03/Skipulag_namskeids_IRA_til_amatorprofs_V2022-vor-utg.3.pdf

Stjórn ÍRA.

Frá námskeiði ÍRA til amatörprófs í Háskólanum í Reykjavík. Leiðbeinandi: Andrés Þórarinsson rafmagnsverkfræðingur, TF3AM. Ljósmynd: TF3JB.

CQ World Wide WPX keppnin SSB-hluti, fer fram um helgina. Þetta er 2 sólarhringa keppni sem hefst á miðnætti laugardaginn 26. mars og lýkur á miðnætti sunnudaginn 27. mars. Keppnin fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt (VK1, VK2 o.s.frv.). Munur er gerður á stigagjöf eftir böndum, þ.e. QSO á milli meginlanda (e. continents) á 28, 21 og 14 MHz gefa 3 stig en 6 stig á 7, 3.5 og 1.8 MHz. Hvert forskeyti telst til margfaldara einu sinni – burtséð frá böndum.

Þar sem takmarkanir vegna Covid-19 hafa verið afnumdar kemur til greina að skoða á ný þátttöku í fleirmenningsflokki frá félagsstöðinni. Áhugasamir félagar eru beðnir um að hafa samband við Óskar Sverrisson, TF3DC keppnisstjóra TF3IRA (GSM 862-3151). Hugmyndin er m.a. að ræða keppnina á opnu húsi í félagsaðstöðunni n.k. fimmtudagskvöld (24. mars).

Vefslóð á keppnisreglur: https://www.cqwpx.com/rules.htm

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Mynd af fjarskiptaaðstöðu TF3IRA í Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: TF3JB.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. mars kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir.

Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin liggja frammi og QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka kortasendingar. Heitt á könnunni og veglegt kaffimeðlæti.

Fyrsta sending (af fleirum) af margvíslegu radíódóti er komin í hús, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Fyrsta sending (af fleirum) af margvíslegu áhugaverðu radíódóti barst til félagsins 21. og 22. mars.
Um er m.a. að ræða mælitæki (margvísleg), smíðaefni (m.a. nýtt), lampa, RF magnara, töluvert af spennum og panelmælum, aukahluti og fleira og fleira. Gefandi óskar að láta kallmerkis ekki getið. Ljósmyndir: TF3JB. (Uppfært 22.3.2020 kl. 16:00).

Námskeið ÍRA til amatörprófs hefst 28. mars n.k. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 24. mars.

Sjá vefslóð á skipulag neðar.

  • Stendur yfir 28. mars til 20. maí.
  • Í Háskólanum í Reykjavík.
  • Bæði í stað- og fjarnámi.
  • Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 18:30-21:30.
  • Lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. maí.
  • Námskeiðsgjald: 22.000 krónur.
  • Síðasti skráningardagur: 24. mars.

Kennt verður í stofu HR V107 og samhliða yfir netið í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem fjarstaddir þátttakendur fylgjast með um eigin tölvubúnaði með forritinu Google Meet. Kennd verða raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti.

Skráning fer fram á „ira [hjá] ira.is“. Vinsamlegast skráið nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Eftir að skráning er móttekin varða sendar nánari upplýsingar um fyrirkomulag í tölvupósti, svo sem um kennsluefni og fleira.

Gjald má greiða inn á reikning: 0116-26-7783, kennitala: 610174-2809. Vinsamlegast skráið kennitölu ykkar í athugasemdir. Þátttakendum er bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til að sækja námskeiðið.

Fyrirspurnir má senda á póstfangið ira [hjá] ira.is

Vefslóð á uppfært skipulag námskeiðsins:
http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/03/Skipulag_namskeids_IRA_til_amatorprofs_V2022-vor-utg.3.pdf

Stjórn ÍRA.

Háskólinn í Reykjavík. Ljósmynd: HR.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. mars kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir.

Góður félagsskapur, nýjustu amatörtímaritin liggja frammi og QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Heitt á könnunni og veglegt kaffimeðlæti.

Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

ÚR FÉLAGSSTARFI ÍRA. Frá síðasta smíðanámskeiði fyrir Covid-19 í Skeljanesi 6. apríl 2019. Frá vinstri: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Mathías Hagvaag TF3MH, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Reynir Björnsson TF3JL, Jón Björnsson TF3PW, Kristján Benediktsson TF3KB, Yngvi Harðarson TF3Y, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG og Ársæll Óskarsson TF3AO.

Fyrirhugað er að byrja á ný með smíðanámskeið félagsins haustið 2022.

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF þar sem frestur rennur ekki út fyrr en á sunnudagskvöld.

Nýja blaðið kemur út 3. apríl n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Ath. að nýjung er, að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is

Fyrirfram þakkir og 73,

TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Námskeið ÍRA til amatörprófs hefst 28. mars n.k. Ljóst er að námskeiðið verður haldið þar sem lágmarksþátttöku er náð. Sjá vefslóð á skipulag neðar.

  • Stendur yfir 28. mars til 20. maí.
  • Í Háskólanum í Reykjavík.
  • Bæði í stað- og fjarnámi.
  • Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 18:30-21:30.
  • Lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. maí.
  • Námskeiðsgjald: 22.000 krónur.
  • Síðasti skráningardagur: 24. mars.

Kennt verður í stofu HR V107 og samhliða yfir netið í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem fjarstaddir þátttakendur fylgjast með um eigin tölvubúnaði með forritinu Google Meet. Kennd verða raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti.

Skráning fer fram á „ira [hjá] ira.is“. Vinsamlegast skráið nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Eftir að skráning er móttekin varða sendar nánari upplýsingar um fyrirkomulag í tölvupósti, svo sem um kennsluefni og fleira.

Gjald má greiða inn á reikning: 0116-26-7783, kennitala: 610174-2809. Vinsamlegast skráið kennitölu ykkar í athugasemdir. Þátttakendum er bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til að sækja námskeiðið.

Fyrirspurnir má senda á póstfangið ira [hjá] ira.is

Vefslóð á skipulag námskeiðsins:
http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/03/Skipulag_namskeids_IRA_til_amatorprofs_V2022-vor-utg.2.pdf

Stjórn ÍRA.

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 17. mars frá kl. 20:00. Félagsmenn og gestir eru velkomnir.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Heitt á könnunni og meðlæti frá Björnsbakaríi.

Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að flokka kortasendingar fyrir opnun.

Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.