,

CQ WW WPX SSB KEPPNIN 2022

CQ World Wide WPX keppnin SSB-hluti, fer fram um helgina. Þetta er 2 sólarhringa keppni sem hefst á miðnætti laugardaginn 26. mars og lýkur á miðnætti sunnudaginn 27. mars. Keppnin fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt (VK1, VK2 o.s.frv.). Munur er gerður á stigagjöf eftir böndum, þ.e. QSO á milli meginlanda (e. continents) á 28, 21 og 14 MHz gefa 3 stig en 6 stig á 7, 3.5 og 1.8 MHz. Hvert forskeyti telst til margfaldara einu sinni – burtséð frá böndum.

Þar sem takmarkanir vegna Covid-19 hafa verið afnumdar kemur til greina að skoða á ný þátttöku í fleirmenningsflokki frá félagsstöðinni. Áhugasamir félagar eru beðnir um að hafa samband við Óskar Sverrisson, TF3DC keppnisstjóra TF3IRA (GSM 862-3151). Hugmyndin er m.a. að ræða keppnina á opnu húsi í félagsaðstöðunni n.k. fimmtudagskvöld (24. mars).

Vefslóð á keppnisreglur: https://www.cqwpx.com/rules.htm

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Mynd af fjarskiptaaðstöðu TF3IRA í Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 − four =