DXTO M4-EX er nýr tíðnibreytir (e. transverter) fyrir Es’hail 2 / QO-100 gervitunglið. Tækið er hannað af tveimur indverskum leyfishöfum, VU2XTO og VU2KGB og framleitt þar í landi.

Tækið vinnur sjálfstætt og breytir merkjum á 28 MHz upp á 2.4 GHz þannig að tölva er óþörf. Útgangsafl er mest 10W á CW. Tækinu fylgir breytt LNB og GPS loftnet. Það eina sem þarf að bæta við er loftnetsdiskur og henta gervihnattadiskar sem eru seldir hér á landi. Innkaupsverð er 990 evrur (138.000 krónur) auk flutningskostnaðar til landsins.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A fékk sýningareintakið lánað í Friedrichshafen í síðasta mánuði til kynningar hér á landi. Hann hyggst m.a. taka það með sér í sumarfríið og vera QRV um gervitunglið frá mismunandi reitum á landinu, auk þess sem hann mun sýna félagsmönnum tækið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fljótlega.

Vefslóð á upplýsingar um DXTO: https://hamphotos.com/DXTO

Stjórn ÍRA.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A tekur við DXTO M4-EX tíðnibreytinum á Ham Radio sýningunni í Friedrichshafen 25. júní s.l. Ljósmynd: Ham Photos.

Scandinavian Activity keppnunum 2022 á morsi og tali hefur verið aflýst. Tilkynning þessa efnis birtist frá keppnisstjórn á heimasíðu keppninnar í dag, föstudaginn 15. júlí.

Keppnisnefnd SAC nefnir sem ástæðu yfirstandandi stríðsátök í Evrópu.

Þessum upplýsingum er hér með komið á framfæri.

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 14. júlí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Góður félagsskapur og nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Töluvert er enn af óráðstöfuðu radíódóti í ganginum niðri í Skeljanesi

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal á 1. hæð.
Mynd tekin í ganginum niðri í Skeljanesi. Ljósmyndir: TF3JB.

Kallmerki félagsins, TF3HQ var virkjað frá Skeljanesi á 20M SSB laugardaginn 9. júlí. Alls voru höfð 162 QSO í nokkuð góðum skilyrðum. TF3JB var á hljóðnemanum. Notað var 100W sendiafl og Hustler 5-BTV stangarloftnet.

A.m.k. níu TF kallmerki tóku þátt í keppninni, ýmist á SSB, CW (eða hvorutveggja): TF2LL, TF3MSN, TF3AO, TF3D, TF3DC, TF3HQ, TF3JB, TF3VS og TF8KY.

Peter Ens, HB9RYV kíkti við í Skeljanesi laugardaginn 9. júlí. Sagðist hafa heyrt TF3HQ í IARU HF Championship keppninni. Peter hefur áður komið í Skeljanes, en þetta er 6. ferð hans til landsins. Hann hefur m.a. farið á fjöll til SOTA fjarskipta með TF3Y. Að þessu sinni dvelur hann á landinu fram í september og ætlar að kíkja við aftur í Skeljanes eitthvert fimmtudagskvöld á næstunni.

Stjórn ÍRA.

ICOM IC-7610 stöð félagsins var notuð í IARU HF Championship keppninni 2022.
Peter Ens HB9RYV í fjarskiptaherbergi TF3IRA 9. júlí. Ljósmyndir: TF3JB.

Opið var í Skeljanesi fimmtudaginn 7. júlí. Á dagskrá var flutningur erinda og afhending verðlauna og viðurkenninga fyrir páskaleikana 2022, auk og viðurkenninga frá síðasta ári.

Jónas Bjarnson, TF3JB formaður ÍRA setti dagskrá kl. 20:30 og bauð menn velkomna. Hann lýsti yfir ánægju fyrir hönd stjórnar félagsins að á ný var boðað til dagskrár með erindum í félagsaðstöðunni eftir u.þ.b. tveggja og hálfs árs hlé vegna Covid-19 faraldursins.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður Páskaleika ÍRA flutti skemmtilegt og afar fróðlegt yfirlit um leikana sem fram fóru 15.-17. apríl s.l. Þátttaka var ágæt og var 21 TF kallmerki skráð og  dagbókarupplýsingar sendar inn fyrir 18 kallmerki.

Næst fór fram afhending verðlauna og viðurkenninga sem Georg Magnússon, TF2LL varaformaður ÍRA annaðist, sbr. ljósmyndir.

Að lokum flutti Benedikt Sveinsson, TF3T frábært erindi um uppbyggingu stöðvar þeirra Guðmundar Sveinssonar, TF3SG (bróður hans) TF3D, sem staðsett er við Stokkseyri. Benedikt hreif viðstadda með sér inn í heim loftnetahönnunar, loftnetasmíða og uppbyggingar nútíma keppnisstöðvar í alþjóðlegum keppnum. Stórskemmtilegt, fróðlegt og eftirminnilegt erindi.

Skemmtilegt kvöld. Bestu þakkir til fyrirlesara, félagsmanna og gesta. Alls mættu 30 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta rokmikla sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY flutti skemmtilegt og afar fróðlegt yfirlit um Páskaleikana 2022.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY tók við verðlaunagrip félagsins fyrir 1. sæti í Páskaleikum ÍRA 2022.
Andrés Þórarinsson TF1AM tók við verðlaunagrip félagsins fyrir 2. sæti í Páskaleikum ÍRA 2022.
Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN tók við verðlaunagrip félagsins fyrir 3. sæti í Páskaleikum ÍRA 2022. Óðinn Þór fékk ennfremur afhenda sérstakt viðurkenningarskjal fyrir fjölda sambanda í leikunum.
Einar Kjartansson TF3EK tók við viðurkenningarskali félagsins fyrir 2. sætið í TF útileikum ÍRA árið 2021.
Benedikt Sveinsson TF3T sýndi fjölmargar glærur með erindi sínu, þ.á.m. þessa þar sem heildarplan fyrir TF3D er teiknað upp.
Að lokinni dagskrá kvöldsins. Frá vinstri: Benedikt Sveinsson TF3T, Georg Magnússon TF2LL, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Yngvi Harðarson TF3Y og Jónas Bjarnason TF3JB. Þakkir til Kristjáns Bendiktssonar TF3KB fyrir ljósmyndir.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 7. júlí frá kl. 20 til 22. Kaffiveitingar.

Dagskrá kvöldsins hefst stundvíslega kl. 20:30.

  • Afhending verðlauna og viðurkenninga í Páskaleikunum 2022 (TF8KY).
  • Kynning á uppbyggingu TF3D við Stokkseyri (TF3T).

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Verðlaunagripir og viðurkenning verða til afhendingar vegna Páskaleika ÍRA 2022. Verðlaunahafar: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY fyrir 1. sæti; Andrés Þórarinsson TF1AM fyrir 2. sæti og Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN fyrir 3. sæti. Óðinn Þór fær ennfremur sérstakakt viðurkenningaskjal fyrir fjölda sambanda í páskaleikum ársins.
Verðlaunagripir og viðurkenningar verða til afhendingar vegna VHF/UHF leika ÍRA 2021. Verðlaunahafi: Magnús Ragnarsson TF1MT fyrir 2. sæti. Magnús fær ennfremur sérstök vðurkenningarskjöl fyrir bestu ljósmyndina og skemmtilegustu færsluna á Facebook í leikunum í fyrra.
Viðurkenningaskjal verður til afhendingar vegna TF útileika ÍRA 2021.Viðurkenningarhafi: Einar Kjartansson TF3EK fyrir 2. sæti.

Til Skýringar: Ástæða þess að eldri verðlaunagripir og viðurkenningarskjöl eru til afhendingar nú, er að vegna Covid-19 stóð til að ahending færi fram á aðalfundi félagsins 20. febrúar s.l. Slæmt veður og færð þann dag voru þess hins vegar þess valdandi að ekki gátu nema hluti verðlaunahafa mætt á fundarstað þá. Ljósmynd: TF3JB.

Benedikt Sveinsson TF1T í glæsilegri fjarskiptaaðstöðu TF3D við Stokkseyri. Ljósmynd: TF3T.

IARU HF Championship keppnin hefst laugardaginn 9. júlí kl. 12 á hádegi. Þetta er sólarhringskeppni sem lýkur á hádegi sunnudaginn 10. júlí.

Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.

Keppnisflokkar eru tveir: Einmenningsstöðvar og fleirmenningsstöðvar. Í flokki einmenningsstöðva eru í boði 3 undirflokkar, þ.e. á tali, morsi og hvoru tveggja. Valið er um þátttöku á háafli, lágafli eða QRP. Í flokki fleirmenningsstöðva með einn sendi, er einn flokkur í boði, þ.e. á tali og morsi (Mixed mode).

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

http://www.arrl.org/iaru-hf-world-championship

Heimskort yfir ITU svæðin í heiminum. Í IARU HF Championship keppninni þarf að gefa upp ITU svæði (ITU zone). Fyrir TF er ITU svæðið nr. 17 og erum við eina DXCC einingin í því svæði. Höfundur korts: EI8IC.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 7. júlí frá kl. 20 til 22 fyrir félaga og gesti. Kaffiveitingar.

Dagskrá kvöldsins:

  • Afhending verðlauna og viðurkenninga í Páskaleikunum 2022 (TF8KY).
  • Kynning á uppbyggingu TF3D við Stokkseyri (TF3T).

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Verðlaunagripir sem verða til afhendingar fyrir fyrstu þrjú sætin í Páskaleikum ÍRA 2022.
Mynd frá glæsilegri uppbyggingu TF3D við Stokkseyri. Ljósmynd: Benedikt Sveinsson TF3T.
Radíódótið sem var í salnum hefur nú verið flutt í ganginn niðri í Skeljanesi. Ljósmyndir 1 og 3: Jónas Bjarnason TF3JB.

Ágætu félagsmenn!

Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar, CQ TF 3. tbl. 2022.

Það kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni í dag, sunnudaginn 3. júlí.

Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/CQTF-2022-3.pdf

73,
Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB
ritstjóri CQ TF

VHF/UHF leikar ÍRA byrjuðu í gær kl. 18. Aðaldagurinn er í dag laugardag, en viðburðurinn verður í gangi til kl. 18:00 á morgun, sunnudag.

19 kallmerki eru skráð til þátttöku þegar þetta er skrifað – en hægt er að skrá sig hvenær sem er! Vefslóðin er: http://leikar.ira.is/2022

TF3IRA var QRV frá Skeljanesi í dag (laugardag) frá kl. 09-18. Þeir sem virkjuðu stöðina: Jónas Bjarnason, TF3JB, Jón G. Guðmundsson, TF3LM og Mathías Hagvaag, TF3MH. Félagsaðstaðan var opin á sama tíma fyrir félagsmenn og gesti og mættu alls 11 félagar og 1 gestur á staðinn.

Tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!

Stjórn ÍRA.

Yaesu FT-7900E 25W FM stöð TF3IRA var notuð á 2M og 70CM böndunum.
Icom IC-7300 HF/VHF stöð TF3IRA var mest notuð á 50W á 4M SSB. Jón G. Guðmundsson TF3LM virkjaði stöðina í VHF/UHF leikunum 2. júlí. TF3MH fylgist með.
Icom IC-7610 HF/VHF stöð TF3IRA var mest notuð á 100W á 50 MHz SSB. Mathías Hagvaag TF3MH virkjaði stöðina í VHF/UHF leikunum 2. júlí. Ljósmyndir: TF3JB.

VHF/UHF leikar ÍRA verða haldnir helgina 1.-3. júlí.

Leikarnir hefjast í dag, föstudaginn 15. apríl kl. 18:00 og lýkur eftir tvo sólarhringa, sunnudaginn 17. apríl kl. 18:00. Leikjavefur TF8KY (on-line) er opinn fyrir skráningu og verður opinn alla helgina. Slóð:  http://leikar.ira.is/2022/

Þrír vandaðir verðlaunagripir verða í boði. Nýjung er í ár er, að einnig verða veitt þrjú viðurkenningaskjöl fyrir 1. 2. og 3. sæti í QSO fjölda, óháð stigum.

Félagsstöðin TF3IRA verður QRV á laugardag frá kl. 10-16. Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin á sama tíma fyrir félagsmenn og gesti. Það verður heitt á könnunni.

Endilega skráið ykkur til leiks og tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt aðeins 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!

Stjórn ÍRA.

.

.

.

.

.

.

.

Myndin til vinstri:
TF3IRA notar Diamond X-700HN VHF/UHF húsloftnet
í VHF/UHF leikunum 2022. Það er 7.20 metrar á hæð.
Ávinningur er  9.3 dBi á VHF og 13 dBi á UHF.
Myndin er af Georg Kulp TF3GZ þegar hann setti netið upp
í Skeljanesi í hitteðfyrra (2020).

..

Glæsilegir verðlaunagripir eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin, auk viðurkenningaskjala fyrir fyrstu þrjú sætin í QSO fjölda, óháð stigum. Ljósmyndir: TF3JB.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. júní fyrir félagsmenn og gesti.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. TF3IRA var sett í loftið á morsi í ágætum skilyrðum á 7 MHz. Mikið var rætt um skilyrðin. Menn voru einnig mjög áhugasamir um VHF/UHF leikana sem byrja í kvöld, föstudaginn 1. júlí kl. 18:00.

Einnig var rætt um Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen um síðustu helgi. Eftir því sem næst verður komist var íslenski hópurinn a.m.k. 11 manns (þ.e. 8 leyfishafar og makar).

Töluvert hafði borist af ágætu radíódóti í Skeljanes fyrir opnun, sem gekk vel út.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í mildu sumarveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 26 félagar og 1 gestur í húsi.

Stjórn ÍRA.

Sigmundur Karlsson TF3VE, Heimir Konráðsson TF1EIN, Mathías Hagvaag TF3MH, Þórður Adolfsson TF3DT, Jón G. Guðmundsson TF3LM og Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN.
Jón G. Guðmundsson TF3LM og Óðinn Þór Hallgrímsson. Óðinn Þór fékk afhentan verðlaunagrip fyrir 3. sætið í Páskaleikum félagsins í fyrra (2021). Afhending verðlauna og viðurkenninga vegna fjarskiptaviðburða ársins 2021 seinkaði vegna Covid-19 faraldursins og fór formlega fram á aðalfundi ÍRA 2022 þann 20. febrúar s.l.
Kristján Benediktsson TF3KB, Björgvin Víglundsson TF3BOI, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Bernhard M. Svavarsson TF3BS.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Benedikt Sveinsson TF3T.
Mynd úr fundarsal: Nýtt radíódót hefur bæst við.
Mynd úr ganginum niðri í Skeljanesi: Nýtt radíódót hefur bæst við. Ljósmyndir: TF3JB.