,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 7. JÚLÍ

Opið var í Skeljanesi fimmtudaginn 7. júlí. Á dagskrá var flutningur erinda og afhending verðlauna og viðurkenninga fyrir páskaleikana 2022, auk og viðurkenninga frá síðasta ári.

Jónas Bjarnson, TF3JB formaður ÍRA setti dagskrá kl. 20:30 og bauð menn velkomna. Hann lýsti yfir ánægju fyrir hönd stjórnar félagsins að á ný var boðað til dagskrár með erindum í félagsaðstöðunni eftir u.þ.b. tveggja og hálfs árs hlé vegna Covid-19 faraldursins.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður Páskaleika ÍRA flutti skemmtilegt og afar fróðlegt yfirlit um leikana sem fram fóru 15.-17. apríl s.l. Þátttaka var ágæt og var 21 TF kallmerki skráð og  dagbókarupplýsingar sendar inn fyrir 18 kallmerki.

Næst fór fram afhending verðlauna og viðurkenninga sem Georg Magnússon, TF2LL varaformaður ÍRA annaðist, sbr. ljósmyndir.

Að lokum flutti Benedikt Sveinsson, TF3T frábært erindi um uppbyggingu stöðvar þeirra Guðmundar Sveinssonar, TF3SG (bróður hans) TF3D, sem staðsett er við Stokkseyri. Benedikt hreif viðstadda með sér inn í heim loftnetahönnunar, loftnetasmíða og uppbyggingar nútíma keppnisstöðvar í alþjóðlegum keppnum. Stórskemmtilegt, fróðlegt og eftirminnilegt erindi.

Skemmtilegt kvöld. Bestu þakkir til fyrirlesara, félagsmanna og gesta. Alls mættu 30 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta rokmikla sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY flutti skemmtilegt og afar fróðlegt yfirlit um Páskaleikana 2022.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY tók við verðlaunagrip félagsins fyrir 1. sæti í Páskaleikum ÍRA 2022.
Andrés Þórarinsson TF1AM tók við verðlaunagrip félagsins fyrir 2. sæti í Páskaleikum ÍRA 2022.
Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN tók við verðlaunagrip félagsins fyrir 3. sæti í Páskaleikum ÍRA 2022. Óðinn Þór fékk ennfremur afhenda sérstakt viðurkenningarskjal fyrir fjölda sambanda í leikunum.
Einar Kjartansson TF3EK tók við viðurkenningarskali félagsins fyrir 2. sætið í TF útileikum ÍRA árið 2021.
Benedikt Sveinsson TF3T sýndi fjölmargar glærur með erindi sínu, þ.á.m. þessa þar sem heildarplan fyrir TF3D er teiknað upp.
Að lokinni dagskrá kvöldsins. Frá vinstri: Benedikt Sveinsson TF3T, Georg Magnússon TF2LL, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Yngvi Harðarson TF3Y og Jónas Bjarnason TF3JB. Þakkir til Kristjáns Bendiktssonar TF3KB fyrir ljósmyndir.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 4 =