,

SKELJANES Í KVÖLD

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 7. júlí frá kl. 20 til 22. Kaffiveitingar.

Dagskrá kvöldsins hefst stundvíslega kl. 20:30.

  • Afhending verðlauna og viðurkenninga í Páskaleikunum 2022 (TF8KY).
  • Kynning á uppbyggingu TF3D við Stokkseyri (TF3T).

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Verðlaunagripir og viðurkenning verða til afhendingar vegna Páskaleika ÍRA 2022. Verðlaunahafar: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY fyrir 1. sæti; Andrés Þórarinsson TF1AM fyrir 2. sæti og Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN fyrir 3. sæti. Óðinn Þór fær ennfremur sérstakakt viðurkenningaskjal fyrir fjölda sambanda í páskaleikum ársins.
Verðlaunagripir og viðurkenningar verða til afhendingar vegna VHF/UHF leika ÍRA 2021. Verðlaunahafi: Magnús Ragnarsson TF1MT fyrir 2. sæti. Magnús fær ennfremur sérstök vðurkenningarskjöl fyrir bestu ljósmyndina og skemmtilegustu færsluna á Facebook í leikunum í fyrra.
Viðurkenningaskjal verður til afhendingar vegna TF útileika ÍRA 2021.Viðurkenningarhafi: Einar Kjartansson TF3EK fyrir 2. sæti.

Til Skýringar: Ástæða þess að eldri verðlaunagripir og viðurkenningarskjöl eru til afhendingar nú, er að vegna Covid-19 stóð til að ahending færi fram á aðalfundi félagsins 20. febrúar s.l. Slæmt veður og færð þann dag voru þess hins vegar þess valdandi að ekki gátu nema hluti verðlaunahafa mætt á fundarstað þá. Ljósmynd: TF3JB.

Benedikt Sveinsson TF1T í glæsilegri fjarskiptaaðstöðu TF3D við Stokkseyri. Ljósmynd: TF3T.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 + 19 =