Næsti viðburður á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 13. apríl. Þá mætir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA í Skeljanes með erindið: Stafræn merkjavinnsla fyrir radíóamatöra.

Hann mun kynna stafræna merkjavinnslu. Kynna mismunandi merki, þ.e. hliðræn, stakræn og stafræn og hverjir eru kostir og ókostir við stafræna merkjavinnslu. Fjallað verður um sýnatökuregluna og reynt verður að skýra hana út, en hana má alls ekki brjóta í stafrænni merkjavinnslu. Sagt frá afleiðingum þess að brjóta regluna. Loks verður fjallað um hugbúnaðarradíó og nokkur önnur notkunartilvik fyrir stafræna merkjavinnslu.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta tímanlega. Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

HOLYLAND DX KEPPNIN fram 14.-15. apríl; hefst föstudag kl. 21:00 og lýkur laugardag kl. 20:59. Bönd: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á CW og SSB. https://www.iarc.org/iarc/Content/docs/Holyland2023eng.pdf

WORKED ALL PROVINCES OF CHINA DX KEPPNIN fer fram 15.-16. apríl; hefst laugardag kl. 06:00 og lýkur sunnudag kl. 05:59. Bönd: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á SSB. http://www.mulandxc.com/index/match_info?id=4

YU DX KEPPNIN fer fram 15.-16. apríl; hefst laugardag kl. 07:00 og lýkur sunnudag kl. 06:59. Bönd: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á CW og SSB. http://www.yudx.yu1srs.org.rs/

DUTCH PACC-DIGI KEPPNIN fer fram á laugardag frá kl. 07:00 til 18:59. Bönd: 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á FT4/8 og RTTY. https://www.veron.nl/

CQ MM DX KEPPNIN fer fram 15.-16. apríl; hefst á laugardag kl. 09:00 og lýkur sunnudag kl. 23:59. Bönd: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á CW.  http://www.cqmmdx.com/rules/

ARRL ROOKIE ROUNDUP KEPPNIN fer fram á sunnudag frá kl. 18:00 til 23:59. Bönd: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á SSB.  http://www.arrl.org/rookie-roundup

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Nýja HF/50MHz 100W SDR sendi-/móttökustöðin frá Apache Labs; ANAN-G2.

Næsti viðburður á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 13. apríl. Þá mætir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA í Skeljanes með erindið: Stafræn merkjavinnsla fyrir radíóamatöra.

Hann mun kynna stafræna merkjavinnslu. Kynna mismunandi merki, þ.e. hliðræn, stakræn og stafræn og hverjir eru kostir og ókostir við stafræna merkjavinnslu. Fjallað verður um sýnatökuregluna og reynt verður að skýra hana út, en hana má alls ekki brjóta í stafrænni merkjavinnslu. Sagt frá afleiðingum þess að brjóta regluna. Loks verður fjallað um hugbúnaðarradíó og nokkur önnur notkunartilvik fyrir stafræna merkjavinnslu.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta tímanlega. Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

.

Páskaleikum ÍRA 2023 lauk á páskadag kl. 18:00. Þátttaka var góð, en alls voru 23 kallmerki skráð til leiks og 22 hafa sent inn dagbókarupplýsingar þegar þetta er skrifað.

Kerfið verður opið til að gera leiðréttingar til miðnættis sunnudaginn 16. apríl n.k. Eftir það munu endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Þakkir til félagsmanna fyrir góða þátttöku.

Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.

Stjórn ÍRA.

.

Þá er síðari dagurinn kominn og leikunum lýkur í dag, sunnudag kl. 18:00.

Glæsileg þátttaka! Þegar þetta er skrifað alls 23 skráðir. Það er enn ekki of seint að skrá sig ef áhugi er á að taka nokkur sambönd fyrir kl. 18:00. Vefslóð: http://leikar.ira.is/paskar2023/

Félagsstöðin TF3IRA verður aftur QRV í dag (sunnudag) frá kl. 13:00.

Þakkir til Kela, TF8KY fyrir frábært utanumhald og frábæran leikjavef!

Hvetjum til þátttöku, þótt ekki verði nema hluta úr degi!

Stjórn ÍRA.

Georg TF3GZ tekur þátt í Páskaleikunum. Myndin var tekin í gær (laugardag) þegar hann var QRV frá Snæfellsnesi. Mynd: TF3GZ.

Páskaleikarnir hófust í gær, 7. apríl kl. 18 og standa yfir þar til á morgun sunnudag, kl. 18:00.

Félagsstöðin TF3IRA hefur verið QRV í dag, laugardag 8. apríl frá kl. 09. Við reiknum með að verða í loftinu fram undir kl. 16:00. Að öllum líkindum verður TF3IRA einnig QRV á morgun, sunnudag.

Stöðin er virk á 70cm og 2M (FM),  4M (SSB og CW), 6M (SSB og CW) og á 3.637 MHz (SSB og CW).

Þegar þetta er skrifað hafa alls 20 TF kallmerki verið skráð í Páskaleikana. Ath. að það er hægt að nýskrá sig allan tímann á meðan leikarnir stand yfir. Vefslóð: http://leikar.ira.is/paskar2023/

Hvetjum til þátttöku, þótt ekki verði nema hluta úr degi!

Stjórn ÍRA.

Njáll H. Hilmarsson TF3NH virkjar TF3IRA í páskaleikunum 2023.

Stjórn ÍRA  óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar.

Athygli er vakin á páskaleikum félagsins sem hefjast á morgun, föstudag kl. 18 og lýkur á sama tíma á sunnudag.

Hægt er að skrá sig allan tímann sem leikarnir standa yfir. Vefslóð:  http://leikar.ira.is/paskar2023/

Stjórn ÍRA.

.

Páskaleikarnir verða haldnir helgina 7.-9. apríl. Leikarnir hefjast föstudaginn 7. apríl kl. 18:00 og þeim lýkur 9. apríl kl. 18:00.

QSO gilda á: 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, 80m og síðast en ekki síst – um endurvarpa.

Reglur og skráning á leikjavef TF8KY hér:  http://leikar.ira.is/paskar2023/  
Best er að skrá sig strax en hægt er að skrá sig allan tímann á meðan leikarnir standa yfir.

Hrafnkell, TF8KY umsjónarmaður leikanna svarar spurningum ef einhverjar eru: hrafnk@gmail.com

Félagsstöðin TF3IRA verður a.m.k. QRV á laugardag. Hvetjum til þátttöku, þótt ekki verði sem hluta úr degi eða e.t.v. annan daginn!

Stjórn ÍRA.

Glæsilegir verðlaunagripir eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin.

Sérheimild [2020-2022] til notkunar á 70.000-70.250 MHz rann út um s.l. áramót (31.12.2022).

Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um heimild til Fjarskiptastofu fyrir nýtt tveggja ára tímabil á hrh@fjarskiptastofa.is  Það nægir að senda eina umsókn sem gildir fyrir bæði árin, þ.e. 2023 og 2024.

Á þetta er minnt nú, þar sem páskaleikarnir fara fram 7.-9. apríl n.k. og 70 MHz (4 metrar) eru eitt af þeim böndum sem í boði eru í leikunum.

Stjórn ÍRA.

Úrslit liggja fyrir í CQ WW SSB keppninni 2022. Alls var skilað gögnum fyrir 10 TF kallmerki í 5 keppnisflokkum.

Hamingjuóskir til Benedikts Sveinssonar, TF1T sem náði mjög góðum árangri í keppninni í flokki stöðva á öllum böndum, háafli – eða nær 2,3 millj. heildarpunktum og 3.000 samböndum. Þessi árangur skilaði 38. sæti yfir heiminn og 10. sæti í Evrópu.

Ennfremur hamingjuóskir til Georgs Magnússonar, TF2LL sem náði góðum árangri í keppninni í flokki stöðva á 40 metrum, háafli – eða rúmlega 28 þúsund heildarpunkum og 211 samböndum. Þessi árangur skilaði 24. sæti yfir heiminn og 14. sæti yfir Evrópu.

Sérstakar hamingjuóskir til þeirra Júlíu Guðmundsdóttur, TF3JG og Kristjáns J. Óskarssonar, TF4WD sem tóku þátt í fyrsta skipti í þessari stóru alþjóðlegu keppni.

Síðast, en ekki síst hamingjuóskir til allra TF leyfishafa sem tóku þátt í keppninni.

Stjórn ÍRA.

.

Benedikt Sveinsson, TF3T.  Eimennningsflokkur, öll bönd, háafl.
2,281,500 heildarpunktar. 3,000 QSO – 99 CQ svæði – 369 DXCC einingar – 36.5 klst. þátttaka. Nr. 38 yfir heiminn / nr. 10 í Evrópu.

Andrés Þórarinsson, TF1AM.  Einmennigsflokkur, öll bönd, háafl.
251,804 heildarpunktar. 903 QSO – 56 CQ svæði – 182 DXCC einingar – 25.1 klst. þátttaka. Nr. 206  yfir heiminn / nr. 57 í Evrópu.

HRAFNKELL SIGURÐSSON, TF8KY.  Einmenningflokkur, öll bönd, háafl.
151.488 heildarpunktar. 499 QSO – 46 CQ svæði – 146 DXCC einingar – 18.8 klst. þátttaka. Nr. 293 yfir heiminn / nr. 83 í Evrópu.

ÓÐINN ÞÓR HALLGRÍMSSON, TF2MSN.  Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl.
152.736 heildarpunktar. 339 QSO – 63 CQ svæði – 195 DXCC einingar – 32.3 klst. þátttaka. Nr. 219 yfir heiminn / nr. 98 í Evrópu.

VILHJÁLMUR Í. SIGURJÓNSSON, TF3VS. Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl.
41.720 heildarpunktar. 259 QSO – 29 CQ svæði – 120 DXCC einingar – 18.4 klst. þátttaka. Nr. 717 yfir heiminn / nr. 362 í Evrópu.

KRISTJÁN J. GUNNARSSON, TF4WD. Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl.
39.325 heildarpunktar. 251 QSO – 30 CQ svæði – 113 DXCC einingar – 24.6 klst. þátttaka. Nr. 748 yfir heiminn / nr. 381 í Evrópu.

JÚLÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, TF3JG. Einmenningflokkur, öll bönd, lágafl.
4.087 heildarpunktar. 60 QSO – 20 CQ svæði – 41 DXCC eining – 7.5 klst. þátttaka. Nr. 1652 yfir heiminn / nr. 778 í Evrópu.
(Sérstök skrásetning í flokki nýliða (Rookie Overlay) nr. 186 yfir heiminn / nr. 97 í Evrópu)

ÁRSÆLL ÓSKARSSON, TF3AO. Einmenningsflokkur, 15 metrar, háafl.
4.879 heildarpunktar. 109 QSO – 7 CQ svæði – 34 DXCC einingar – 3.9 klst. þátttaka. Nr. 84 yfir heiminn / nr. 44 í Evrópu.

JÓNAS BJARNASON, TF3JB. Einmenningsflokkur, 20 metrar, láafl.
154 heildarpunktar. 6 QSO – 5 CQ svæði – 6 DXCC einingar – 0.2 klst. þátttaka. Nr. 68 yfir heiminn / nr. 41 í Evrópu.

GEORG MAGNÚSSON, TF2LL. Einmenningsflokkur, 40 metrar, háafl.
28.301 heildarpunktar. 211 QSO – 21 CQ svæði – 70 DXCC einingar – 9.4 klst. þátttaka. Nr. 24 yfir heiminn / nr. 14 í Evrópu.

.

Benedikt Sveinsson TF3T í glæsilegri fjarskiptaaðstöðu hans og Guðmundar Sveinssonar TF3SG við Stokkseyri (TF3D). Mynd: TF3T.
Mynd af mælitækjunum sem voru flutt í Skeljanes til mælinga.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Jón G. Guðmundsson, TF3LM mættu í Skeljanes sunnudaginn 2. apríl. Að þessu sinni voru sérstaklega skoðuð gæði í sendingum VHF/UHF stöðva. Allt saman voru VHF/UHF handstöðvar. Einnig voru mæld loftnet og kóax kaplar.

Skemmtilegur sunnudagur og góðar umræður yfir kaffinu.

Þakkir til þeirra Ara og Jóns fyrir að bjóða upp á viðburðinn.

Alls mættu 9 félagar og 1 gestur þennan ágæta og sólríka sunnudag í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Ari Þórólfur tengir Yaesu handstöð við mælitækið.
Mælingar í gangi.
Coax kapall mældur. Þessi reyndist í lagi, en annað tengið (N í sma) reyndist bilað.
Loftnet sem var prófað í Skeljanesi í dag. Ágætis “dummy load”. Það var líka prófað með loftnetsmæli. Fín dýfa á 146 MHz en það var slappara gagnvart móttakaranum á Perlunni heldur en gott handstöðvarloftnet á 145.500 MHz
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Ari Þórólfur Jóhannesson TF3A og Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK. Ljósmyndir: TF3LM og TF3PW.

Ágætu félagsmenn!

Því fylgir ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar, CQ TF 2. tbl. 2023. Það kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni í dag, sunnudaginn 2. apríl.

Slóðin á blaðið sjálft er: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2023/04/2023-2.pdf

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

.