,

TF3UA Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Næsti viðburður á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 13. apríl. Þá mætir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA í Skeljanes með erindið: Stafræn merkjavinnsla fyrir radíóamatöra.

Hann mun kynna stafræna merkjavinnslu. Kynna mismunandi merki, þ.e. hliðræn, stakræn og stafræn og hverjir eru kostir og ókostir við stafræna merkjavinnslu. Fjallað verður um sýnatökuregluna og reynt verður að skýra hana út, en hana má alls ekki brjóta í stafrænni merkjavinnslu. Sagt frá afleiðingum þess að brjóta regluna. Loks verður fjallað um hugbúnaðarradíó og nokkur önnur notkunartilvik fyrir stafræna merkjavinnslu.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta tímanlega. Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty + 15 =