,

MÆLT Í SKELJANESI Á SUNNUDEGI

Mynd af mælitækjunum sem voru flutt í Skeljanes til mælinga.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Jón G. Guðmundsson, TF3LM mættu í Skeljanes sunnudaginn 2. apríl. Að þessu sinni voru sérstaklega skoðuð gæði í sendingum VHF/UHF stöðva. Allt saman voru VHF/UHF handstöðvar. Einnig voru mæld loftnet og kóax kaplar.

Skemmtilegur sunnudagur og góðar umræður yfir kaffinu.

Þakkir til þeirra Ara og Jóns fyrir að bjóða upp á viðburðinn.

Alls mættu 9 félagar og 1 gestur þennan ágæta og sólríka sunnudag í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Ari Þórólfur tengir Yaesu handstöð við mælitækið.
Mælingar í gangi.
Coax kapall mældur. Þessi reyndist í lagi, en annað tengið (N í sma) reyndist bilað.
Loftnet sem var prófað í Skeljanesi í dag. Ágætis “dummy load”. Það var líka prófað með loftnetsmæli. Fín dýfa á 146 MHz en það var slappara gagnvart móttakaranum á Perlunni heldur en gott handstöðvarloftnet á 145.500 MHz
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Ari Þórólfur Jóhannesson TF3A og Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK. Ljósmyndir: TF3LM og TF3PW.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

six + 20 =