Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN

Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ

Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, hefur ákveðið að hætta í stjórn Í.R.A. Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, hefur tekið sæti hans í stjórn sem meðstjórnandi. Frá þessu var gengið á stjórnarfundi í félaginu í gær, 17. desember. Sveinn Bragi hefur jafnframt, frá sama tíma, látið af störfum hvað varðar önnur verkefni sem hann hafði umsjón með. Í þakkarávarpi á fundinum í gær, komst formaður m.a. þannig að orði að Sveinn Bragi hafi unnið vel fyrir félagið og það væri ósk hans og stjórnar að Sveinn Bragi kæmi á ný til liðs við félagið þegar hann sæi sér það fært. Sveinn Bragi var kosinn í stjórn á aðalfundi 2009 til tveggja ára.

Kjartan Bjarnason, TF3BJ, nýr meðstjórnandi, er handhafi leyfisbréfs nr. 100 frá 1977 og gekk í Í.R.A. sama ár. Hann hefur sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum tíðina, m.a. gengt embætti formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og nú síðast sem varamaður í stjórn. Hann starfaði jafnframt um árabil sem félagslega kjörinn endurskoðandi, ritstjóri CQ TF og VHF Manager. Stjórn félagsins býður Kjartan velkominn til starfa.

TF2JB

Félagsmenn eru minntir á að skilafrestur efnis í næsta hefti CQ TF er nk. sunnudag, 19. desember.  Ef efni er í undirbúningi væri gott að heyra um það fyrir þann tíma.  Allt efni er vel þegið – greinar, frásagnir, myndir og punktar.  Hafa má samband í tölvupósti eða síma og ritstjóri getur tekið að sér að skrifa texta úr því efni sem honum er sent.

Stefnt er að því að vinna blaðið milli jóla og nýárs og janúarheftið komi því út fljótlega eftir áramót.  Allar athugasemdir og ábendingar v. blaðið eru vel þegnar.

73 / jólakveðjur… Kiddi, TF3KX

Kristinn Andersen, TF3KX
Austurgötu 42, 220 Hafnarfjörður

Netfang: cqtf@ira.is
GSM:  825-8130

Yuri, K3BU, var á lyklinum frá TF4X í CW-hluta CQ WW 160 metra keppninnar 2010.

Í desemberhefti CQ tímaritsins 2010 eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX 160 metra keppninni árið 2010, en CW-hluti keppninnar fór fram helgina 23.-25. janúar s.l. og SSB-hlutinn helgina 26.-28. febrúar s.l. Alls sendu 7 TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu sinni, þ.e. 6 í CW-hlutanum og 1 í SSB-hlutanum, sbr. eftirfarandi skiptingu:

CW Einmenningsflokkur, hámarksafl: 2 stöðvar.
CW Einmenningsflokkur, lágafl: 1 stöð.
CW Einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð: 2 stöðvar.
CW Fleirmenningsflokkur, hámarksafl: 1 stöð.
SSB Einmenningsflokkur, hámarksafl: 1 stöð.

Stóru fréttirnar í CQ WW 160 metra keppni ársins 2010 eru stórglæsilegur árangur TF4X í CW hluta keppninnar. Stöðin var alls með 1.234.401 stig sem tryggir 3. sætið yfir heiminn og 2. sætið yfir Evrópu í sínum keppnisflokki. Sá sem mannaði stöðina var Yuri Z. Blanarovich, K3BU, frá Pine Brook í New Jersey. Yuri, sem er 68 ára gamall hefur tekið þátt í keppnum í 51 ár, m.a. fyrstu SAC keppninni árið 1958. Að sögn Þorvaldar, TF4M, náðist þessi góði árangur þrátt fyrir talsverða norðurljósavirkni en samböndin urðu alls 1.575. Samband var haft við 78 DXCC einingar og 51 ríki og fylki í Bandaríkjunum og Kanada.

Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:

Keppnisflokkur Kallmerki Árangur, punktar QSO Margfaldarar DXCC einingar
CW Einmenningsflokkur, hámarksafl TF4X

Unknown macro: {center}1.234.401

Unknown macro: {center}1.575

Unknown macro: {center}51

Unknown macro: {center}78

CW Einmenningsflokkur, hámarksafl TF8SM

Unknown macro: {center}39.950

Unknown macro: {center}150

Unknown macro: {center}5

Unknown macro: {center}45

CW Einmenningsflokkur, lágafl TF3SG

Unknown macro: {center}2

Unknown macro: {center}1

Unknown macro: {center}0

Unknown macro: {center}1

CW Einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð TF4M

Unknown macro: {center}240

Unknown macro: {center}7

Unknown macro: {center}0

Unknown macro: {center}6

CW Einmenningsflokkur, hámarksafl, aðstoð TF8GX

Unknown macro: {center}12.818

Unknown macro: {center}69

Unknown macro: {center}3

Unknown macro: {center}31

CW Fleirmenningsflokkur TF3IRA

Unknown macro: {center}223.772

Unknown macro: {center}460

Unknown macro: {center}29

Unknown macro: {center}57

SSB Einmenningsflokkur, hámarksafl TF3SG

Unknown macro: {center}20.792

Unknown macro: {center}84

Unknown macro: {center}4

Unknown macro: {center}42

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með stórglæsilegan árangur.

Bjarni Sverrisson, TF3GB. Myndin er tekin vorið 2010.

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 16. desember kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Bjarni Sverrisson, TF3GB.

Erindið nefnist “QSL kort; hönnun, framleiðsla, notkun o.fl.”. Bjarni mun m.a. kynna áhugaverðar nýjungar í framleiðslu QSL korta.

Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í fundarhléi kl. 21:15. Meðlæti verður í boði Geirabakarís í Borgarnesi.

Í.R.A. hefur borist erindi Póst- og fjarskiptastofnar dags. 13. desember þess efnis, að heimildir til íslenskra leyfishafa um tímabundna notkun tíðna í 500 kHz, 5 MHz og 70 MHz tíðnisviðunum, sem renna áttu út þann 31. desember n.k. hafi verið framlengdar um tvö ár, til 31. desember 2012. Heimildir á 500 kHz og 70 MHz eru framlengdar óbreyttar frá fyrri heimild þann 19. febrúar s.l. Stofnunin gerir þá breytingu hvað varðar 5 MHz, að í stað 8 fastra tíðna áður, er nú veitt 150 kHz heimild í tíðnisviðinu 5.260-5.410 MHz. Þessi breyting er samhljóma beiðni félagsins til stofnunarinnar dags. 13. janúar s.l., nema að afl frá fyrri heimild er samtímis skert úr 200W í 100W.

Nánar til tekið heimilar stofnunin tímabundna notkun á eftirfarandi tíðnum í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum:

600 metra bandið Tíðnisviðið 493-510 kHz er heimilað; A1A tegund útgeislunar; og hámarks útgeislað afl 100W.
60 metra bandið Tíðnisviðið 5260-5410 kHz er heimilað; J3E (USB) og A1A tegundir útgeislunar; hámarks bandbreidd 3 kHz; og hámarks útgeislað afl 100W.
4 metra bandið Tíðnisviðið 70.000-70.200 MHz er heimilað; engin skilyrði um tegund útgeislunar en hámarks bandbreidd er 16 kHz; og hámarks útgeislað afl 100W.

Það á við um öll böndin, að þeir leyfishafar sem óska að vinna á umræddum tíðnum þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar á netfangið: hrh@pfs.is. Tíðnisviðin eru opin opin G-leyfishöfum sem og N-leyfishöfum. Nánar verður fjallað um málið í næsta tölublaði CQ TF, 1. tbl. 2011.

Stjórn Í.R.A. fagnar þessum áfanga fyrir hönd íslenskra leyfishafa.

Matthías Björnsson, TF3MF, er látinn. Fregn þessa efnis birtist í Morgunblaðinu í dag, 11. desember, að hann hafi látist 8. þ.m.

Matthías var handhafi leyfisbréfs nr. 139 og félagsmaður í Í.R.A. í um þrjá áratugi. Hann bjó síðast í Mosfellsbæ en hafði m.a. búið um árabil í Eyjafirði, þar sem hann hafði kallmerkið TF5MF. Matthías var á 89. aldursári.

Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu Matthíasar hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX. Ljósmynd: TF3LMN.

Yngvi Harðarson, TF3Y.

Mánudaginn kemur, 13. desember kl. 20:30, verða Yngvi, TF3Y og Villi, TF3DX með ráðabrugg fyrir verðandi og vaxandi morsara í félagsheimilinu í Skeljanesi.
Þetta brugg er eins konar jólaglögg, sem gæti lagt grunn að glöggum morsurum yfir jólin ef vel tekst til.

1. Kynning á morslyklum og handfjötlun þeirra. Handpumpur, þar á meðal afar einföld heimasmíð, pöllur og lyklarar.
2. Heilræði varðandi æfingar og fyrstu lykilspor í loftinu.
3. Framgangsmáti viðskipta, helstu atriði.
4. ákvörðun um innanlandstíðni og tíma, þar sem hægt er að æfa sig í loftinu með reyndara fólki yfir jólin fram á þrettándann, eða Jónsmessu ef verkast vill.

Allir þeir sem hafa áhuga á að komast í loftið á morsi, hvort sem þeir eru tilbúnir til þess nú þegar eða ekki, eru hvattir til að koma.
Allir eldri félagar eru líka velkomnir, þurfa ekki einu sinni að vera orðnir ryðgaðir í morsinu til að mæta.

TF3DX.

Endurinnrammað pappírsafrit af fyrsta RTTY QSO’i frá Íslandi fyrir rúmum 36 árum.

Félaginu hefur borist að gjöf endurinnrömmun á fyrsta QSO’i sem haft var á RTTY frá íslenskri radíóamatörstöð, TF3IRA, þann 29. mars 1974 kl. 19:14.

Sá sem hafði sambandið frá félagsstöðinni var Kristján Benediktsson, TF3KB og var það við K3KV á 14 MHz.
Móttekið RST var 579; nafnið var John; og QTH nærri Philadelphia í Bandaríkjunum. Sent RST var 599. Kristján notaði Teletype 15 vél ( http://www.baudot.net/teletype/M15.htm )og heimasmíðaðan afmótara (e. demodulator). Þáverandi QTH félagsins var vestast á Vesturgötunni í Reykjavík, sendiafl 30W og loftnet tvípóll.

Þegar þetta fyrsta RTTY samband var haft fyrir rúmum 36 árum notuðu radíóamatörar svokallaðar fjarritvélar (einnig nefndar “telex” eða “teletype” vélar). Vélarnar “hömruðu” stafina á pappír sem á þeim tíma var fáanlegur á lagernum hjá Landssímanum í kjallara Landssímahússins við Sölvhólsgötu. Afar ánægjulegt er, að upphaflega pappírsafritið af QSO’inu hefur varðveist. Þegar eldri ramminn var “opnaður” nýlega til að sækja upphaflega afritið til endurinnrömmunar, kom í ljós að pappírinn hafði verið notaður báðum megin og eru á bakhliðinni (sem reyndar sést ekki) afrit af prófunum Kristjáns, TF3KB, áður heldur en hann fór í loftið þetta kvöld í mars 1974 og kallaði út CQ de TF3IRA. Þetta sýnir að menn nýttu pappírinn vel á þessum tíma. Þess má geta að lokum, að sami félagsmaður kostar endurinnrömmunina nú og kostaði hana áður.

Stjórn Í.R.A. þakkar gjöfina og verður henni komið fyrir í fjarskiptaherbergi Í.R.A. í samráði við stöðvarstjóra.

Áður auglýst fimmtudagserindi um viðurkenningarskjöl radíóamatöra sem fyrirhugað var að halda n.k. fimmtudag, 9. desember, fellur niður. Þess í stað verður opið hús í félagsaðstöðunni.

Fyrirhugað er að erindið verði á vetrardagskrá-II á tímabilinu febrúar-apríl n.k. Vetrardagskrá-I er að öðru leyti óbreytt til áramóta.

Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

Myndin sýnir Cushcraft 2 staka 7 MHz Yagi loftnetið í 22 metra hæð. Ljósmynd: Benedikt Sveinsson, TF3CY.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, tók þátt í CQ World Wide DX keppninni á CW helgina 27.-28. nóvember s.l. Siggi keppti að þessu sinni í einmenningsflokki á 7 MHz á fullu afli, nánar til tekið “með aðstoð” (sem m.a. þýðir að notkun á “cluster” upplýsingum er heimil). Niðurstaðan eftir helgina var þessi: 2.811 QSO / 38 svæði (e. CQ zones) / 122 DXCC einingar (e. entities) / og heildarfjöldi stiga: 831.860.

Þetta er glæsilegur árangur og líklega besti árangur sem náðst hefur í einni keppni hér á landi á 40 metrunum. Siggi sagði að skilyrðin hafi verið nokkuð góð, einkum fyrri daginn. Miðað við þetta tíðnisvið er fjöldi svæða afar góður, en hann vantaði aðeins svæði 37 og 38 (sem bæði eru í Afríku). Þá hjálpuðu góðar opnanir á Japan og sæmilegar opnanir á Bandaríkin.

Miðað við framkomnar upplýsingar á netinu um árangur annarra keppenda í þessum keppnisflokki, bendir allt til að árangur Sigga tryggi honum eitt af hæstu sætunum í Evrópu og yfir heiminn. Auk Sigga, kepptu tvær aðrar stöðvar í svæði 40 á 7 MHz í keppnisflokknum, þ.e. OX3XR og JW1CCA.

Stjórn félagsins óskar Sigurði til hamingu með árangurinn.

TF3JA, TF3AO og TF3HP héldu erindi um APRS 2. desember s.l. Ljósmynd: TF3LMN.

TF3DX flutti erindi um sólbletti og radíóbylgjur 25. nóvember s.l. Ljósmynd: TF3LMN.

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Ársæll Óskarsson, TF3AO; og Haraldur Þórðarson, TF3HP sameinuðust um að flytja erindi um APRS kerfið og reynsluna af því hér á landi fimmtudagskvöldið 2. desember s.l. Umfjöllunarefnið er áhugavert og kom m.a. fram hjá þeim félögum að APRS kerfið verður að fullu uppsett alveg á næstunni – a.m.k. fyrir áramót.

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flutti áhugavert erindi um sólbletti og útbreiðslu radíóbylgna fimmtudagskvöldið 25. nóvember s.l. Margt áhugavert kom fram, m.a. að búast megi við bættum DX skilyrðum á hærri böndunum í stuttbylgjusviðinu á næstu mánuðum. Vilhjálmur fjallaði jafnframt um skilyrðin á lægri böndunum.

Um 20 félagsmenn sóttu hvort erindi um sig.

Stjórn Í.R.A. þakkar ofangreindum aðilum fyrir framlag þeirra.

 TF3JB

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA. Ljósm.: TF2JB.

Næsta fimmtudagserindi verður fimmtudaginn 2. desember n.k. kl. 20:30.

Fyrirlesari kvöldsins er Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, og nefnist erindið “APRS kerfið og reynsla af því á Íslandi”.

Jón Þórodd þarf vart að kynna þar sem hann hefur mikið starfað innan félagsins s.l. áratugi. Hann starfar innan félagsins í dag sem neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A.

Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar og vandað meðlæti verða í boði félagssjóðs í fundarhléi kl. 21:15.