,

M&M = mánudagur og mors

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX. Ljósmynd: TF3LMN.

Yngvi Harðarson, TF3Y.

Mánudaginn kemur, 13. desember kl. 20:30, verða Yngvi, TF3Y og Villi, TF3DX með ráðabrugg fyrir verðandi og vaxandi morsara í félagsheimilinu í Skeljanesi.
Þetta brugg er eins konar jólaglögg, sem gæti lagt grunn að glöggum morsurum yfir jólin ef vel tekst til.

1. Kynning á morslyklum og handfjötlun þeirra. Handpumpur, þar á meðal afar einföld heimasmíð, pöllur og lyklarar.
2. Heilræði varðandi æfingar og fyrstu lykilspor í loftinu.
3. Framgangsmáti viðskipta, helstu atriði.
4. ákvörðun um innanlandstíðni og tíma, þar sem hægt er að æfa sig í loftinu með reyndara fólki yfir jólin fram á þrettándann, eða Jónsmessu ef verkast vill.

Allir þeir sem hafa áhuga á að komast í loftið á morsi, hvort sem þeir eru tilbúnir til þess nú þegar eða ekki, eru hvattir til að koma.
Allir eldri félagar eru líka velkomnir, þurfa ekki einu sinni að vera orðnir ryðgaðir í morsinu til að mæta.

TF3DX.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 + 2 =