Aðalfundur ÍRA árið 2021 var haldinn 13. mars í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum.
Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 30 félagar fundinn, þar af veitti gjaldkeri viðtöku árgjalda tveggja félaga við upphaf fundar. Fundur var settur kl. 13:00 og slitið kl. 14:00.
Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2021-2022:
Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður (endurkjörinn). Guðmundur Sigurðsson, TF3GS (kjörinn til 2 ára). Jón Björnsson, TF3PW (kjörinn til 2 ára). Óskar Sverrisson, TF3DC (situr síðara tímabil). Georg Kulp, TF3GZ (situr síðara tímabil). Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA varamaður (endurkjörinn). Heimir Konráðsson, TF1EIN varamaður (endurkjörinn).
Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir þeir Haukur Konráðsson TF3HK og Yngvi Harðarson TF3Y og til vara, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Félagsgjald var samþykkt óbreytt fyrir 2021-2022, 6.500 krónur. Stjórn mun skipta með sér verkum fljótlega.
Fram kom m.a. á fundinum, að námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst síðar í mánuðinum.
Skýrsla stjórnar og önnur aðalfundargögn verða til birtingar innan tíðar á heimasíðunni.
Frá aðalfundi ÍRA 2021. Hluti fundarmanna á aðalfundinum 13. mars sem haldinn var í safnaðarheimili Neskirkju. Ljósmynd: TF3JB.
Ágæt mæting var og létt yfir mönnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 11. mars.
Menn færðu kort í hús, en seinkuð áramótahreinsun hjá QSL stofu félagsins vegna Covid-19 faraldursins gerði það að verkum, að frestur hafði verið framlengdur til 11. mars.
Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri félagsins, sagðist vilja árétta að kort félagsmanna væru send erlendis, jafnt og þétt allt árið. Í áramótahreinsun væri hins vegar „hreinsað út“, þ.e. öll kort væru póstlögð til landa þar sem ekki hefði náðst nægur kortafjöldi upp í lágmarksvigt.
Alls mættu 12 félagar í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í frostléttu veðri í vesturbænum í Reykjavík.
Skeljanesi 11. mars. Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Óskar Sverrisson TF3DC, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Sigmundur Karlsson TF3VE og Jón Björnsson TF3PW. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.Alltaf er áhugi á radíódóti. Jón Björnsson TF3PW og Haukur Konráðsson TF3HK. Ljósmynd: Óskar Sverrisson TF3DC.
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 11. mars.
Grímuskylda er ásamt 1m nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskiptaherbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin kl. 20-22.
Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
Velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
.
Andlitsgrímur og handsótthreinsir eru í boði við inngang í sal.
Mikið hefur bæst við af radíódóti undanfarna daga sem er tilvalið til heimasmíða. Myndin er úr ganginum niðri í Skeljanesi.Mikið af vönduðum kössum með allskyns stýribúnaði sem nota má við heimasmíðar. Ljósmyndir: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-03-08 17:04:462021-03-08 19:31:35OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 11. MARS
Það var ágæt mæting og létt yfir mannskapnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 4. mars. Daggeir Pálsson, TF7DHP, félagsmaður okkar frá Akureyri var sérstakur gestur. Þá kom Hans Konrad Kristjánsson, TF3FG færandi hendi með radíódót, auk þess sem menn sóttu og komu með kort til útsendingar til QSL stofunnar.
Mikið var rætt um loftnet og skilyrðin almennt og sérstaklega í ljósi truflana vegna segulstorma að undanförnu, VHF endurvarpa, mismunandi gæði fæðilína, tæknina og heimasmíðar.
Alls mættu 14 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu veðri í vesturbænum í Reykjavík.
Skeljanesi 4. mars. Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Georg Kulp TF3GZ, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL og Garðar Valberg Sveinsson TF8YY. Ljósmynd: Wilhelm Siguðrsson TF3AWS.Frá vinstri: Benedikt Sveinsson TF1T, Daggeir Pálsson TF7DHP, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Erling Guðnason TF3EE og Ólafur Örn Ólafsson TF1OL. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.Hluti af radíódótinu sem Hans Konrad Kristjánsson TF3FG færði í hús 4. mars. Ljósmynd: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-03-05 07:47:392021-03-05 08:03:43ÁGÆT MÆTING Í SKELJANES 4. MARS
ARRL International DX keppnin 2021 á SSB verður haldin helgina 6.-7. mars. Þetta er tveggja sólarhringa keppni á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrunum.
Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tíma við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu bandi.
Bandarískar og kanadískar stöðvar gefa upp skilaboðin: RS og skammstöfun fyrir ríki/fylki. Aðrar stöðvar (þ.á.m. frá TF) gefa upp RS og afl sendis.
Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada telja. Öll ríki í Bandaríkjunum gilda þannig sem margfaldarar nema KH6 og KL7 en “District of Columbia, DC” kemur inn sem margfaldari í keppninni.
48 ríki Bandaríkjanna (e. contiguous states) og „District of Columbia (DC)“.
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 4. mars.
Grímuskylda er ásamt 1m nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskiptaherbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin kl. 20-22.
Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
Velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
.
. Andlitsgrímur og handspritt eru í boði við inngang í sal.
Mynd úr félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-03-01 10:06:342021-03-01 10:08:46OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 4. MARS
Það var góð mæting og létt yfir mannskapnum fimmtudagskvöldið 25. febrúar í Skeljanesi. Umræður voru í hverju horni og áhugamálið í brennidepli. Mikið var rætt um loftnet, viðhald þeirra og uppsetningu enda vortilfinning eftir léttan vetur og milt veður hingað til.
Margir voru að skila af sér kortum eða sækja innkomin kort og voru að hitta mann og annan, auk þess sem verðlaun og viðurkenningar ÍRA vegna viðburða á vegum félagsins á árinu 2020 voru til afhendingar. Alls mættu 19 félagar og 1 gestur í félagsaðstöðuna í Skeljanesi þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu rigningarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Ólafur Örn Ólafsson TF1OL tók þátt í öllum þremur viðburðum ÍRA á árinu 2020. Hann náði framúrskarandi góðum árngri og varð í 1. sæti í TF útileikunum. Í verðlaun var ágrafinn veggplatti og sértakt viðurkenningarskjal fyrir árangurinn. Þá varð Ólafur í 2. sæti í VHF/UHF leikum félagsins. Í verðlaun var vandaður verðlaunagripur. Hann hlaut að auki sérstakar viðurkenningar félagsins fyrir bestu ljósmyndina í leikunum og fyrir skemmtilegustu færsluna á Facebook.Frá vinstri: Einar Kjartansson TF3EK (heldur á viðurkenningarskjali fyrir 2. sætið í TF útileikunum 2020), Mathías Hagvaag TF3MH, Baldvin Þórarinsson TF3-033, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A (standand), Ólafur B. Ólafsson TF3ML, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS (með bak í myndavél). Á myndinni er Óli (TF3ML) að skoða VHF magnara sem Ari (TF1A) hafði með sér í Skeljanes til að sýna félögunum.Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH (bak í myndavél), Baldvin Þórarinsson TF3-033, Ólafur B. Ólafsson TF3ML, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Einar Kjartansson TF3EK, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS og Georg Kulp TF3GZ.Alltaf er áhugi á radíódóti. Frá vinsti: Georg Kulp TF3GZ, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Benedikt Sveinsson TF3T, Einar Kjartansson TF3EK (bak í myndavél) og Valgeir Pétursson TF3VP. Ljósmyndir: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-02-26 08:25:432021-02-26 15:36:41GÓÐ MÆTING Í SKELJANES 25. FEBRÚAR
CQ WORLD-WIDE 160 metra keppnin á SSB fer fram um helgina. Keppnin hefst föstudag 26. febrúar og lýkur á sunnudag 28. febrúar. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og unnt er við aðrar stöðvar radíóamatöra um allan heim á keppnistímanum.
QSO punktar: QSO við TF stöðvar 2 punktar; innan Evrópu 5 punktar; utan Evrópu 10 punktar og við /MM stöðvar 5 punktar.
Margfaldarar:
Einingar á DXCC lista.
Lönd á WAE lista: GM (Hjaltlandseyjar), IG9/IH9 (Lampedusa og Pantelleria eyjar), IT, JW (Bjarnareyja), TA1 (Evrópuhluti Tyrklands) og 4U1VIC.
48 ríki Bandaríkjanna (e. contiguous states) og „District of Columbia (DC)“.
Leyfilegt tíðnisvið í keppninni á IARU Svæði 1 (okkar svæði) er 1810-2000 kHz. Ath. að G-leyfishafar sem ætla að vinna á 1850-1900 kHz á fullu afli þurfa að hafa sótt um tíðni- og aflheimildir til PFS (sbr. tilkynningu þess efnis hér á heimasíðunni dags. 23. janúar s.l.).
Fjölmargir félagsmenn hafa óskað eftir meiri tíma til að ganga frá QSL kortum. Í ljósi þess verður síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar fimmtudagurinn 11. mars 2021.
Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar fyrir páska. Þá verða öll kort sem borist hafa til QSL stofunnar (þ.á.m. til smærri staða) póstlögð til kortastofa systurfélaganna. Gjaldskrá er óbreytt, 10 krónur á kort, sama verð hvert sem er í heiminum.
Fyrirvari er gerður ef aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 hamla því að þessi áætlun gangi eftir.
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 25. febrúar.
Grímuskylda er ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda 2m nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskiptaherbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin kl. 20-22.
Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
Velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
Andlitsgrímur og handspritt eru í boði við inngang í húsnæðið.
Fundarsalur ÍRA í Skeljanesi, suðurhluti. Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2021-02-22 15:19:132021-02-22 15:26:07OPIÐ Í SKELJANESI 25. FEBRÚAR
CQ WPX RTTY keppnin fór fram helgina 13.-14. febrúar síðastliðinn.
Þetta er tveggja sólarhringa keppni og markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt á 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.
Keppnisdagbækur voru sendar inn fyrir fimm TF kallmerki: TF1AM, TF2MSN, TF3DC og TF3VE, samkvæmt eftirfarandi:
FRÉTTIR FRÁ AÐALFUNDI ÍRA 2021
Aðalfundur ÍRA árið 2021 var haldinn 13. mars í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum.
Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 30 félagar fundinn, þar af veitti gjaldkeri viðtöku árgjalda tveggja félaga við upphaf fundar. Fundur var settur kl. 13:00 og slitið kl. 14:00.
Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2021-2022:
Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður (endurkjörinn).
Guðmundur Sigurðsson, TF3GS (kjörinn til 2 ára).
Jón Björnsson, TF3PW (kjörinn til 2 ára).
Óskar Sverrisson, TF3DC (situr síðara tímabil).
Georg Kulp, TF3GZ (situr síðara tímabil).
Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA varamaður (endurkjörinn).
Heimir Konráðsson, TF1EIN varamaður (endurkjörinn).
Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir þeir Haukur Konráðsson TF3HK og Yngvi Harðarson TF3Y og til vara, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Félagsgjald var samþykkt óbreytt fyrir 2021-2022, 6.500 krónur. Stjórn mun skipta með sér verkum fljótlega.
Fram kom m.a. á fundinum, að námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst síðar í mánuðinum.
Skýrsla stjórnar og önnur aðalfundargögn verða til birtingar innan tíðar á heimasíðunni.
SKELJANES FIMMTUDAG 11. MARS
Ágæt mæting var og létt yfir mönnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 11. mars.
Menn færðu kort í hús, en seinkuð áramótahreinsun hjá QSL stofu félagsins vegna Covid-19 faraldursins gerði það að verkum, að frestur hafði verið framlengdur til 11. mars.
Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri félagsins, sagðist vilja árétta að kort félagsmanna væru send erlendis, jafnt og þétt allt árið. Í áramótahreinsun væri hins vegar „hreinsað út“, þ.e. öll kort væru póstlögð til landa þar sem ekki hefði náðst nægur kortafjöldi upp í lágmarksvigt.
Alls mættu 12 félagar í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í frostléttu veðri í vesturbænum í Reykjavík.
OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 11. MARS
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 11. mars.
Grímuskylda er ásamt 1m nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskiptaherbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin kl. 20-22.
Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
Velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
.
Andlitsgrímur og handsótthreinsir eru í boði við inngang í sal.
AÐALFUNDUR 2021 Á LAUGARDAG
Aðalfundur ÍRA 2021 verður haldinn laugardaginn 13. mars í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík.
Fundurinn hefst stundvíslega kl. 13:00.
Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga.
Fyrir hönd stjórnar,
Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.
(Ath. áskilið er að nota andlitsgrímur. Aðgangur verður að handsótthreinsi við inngang).
ÁGÆT MÆTING Í SKELJANES 4. MARS
Það var ágæt mæting og létt yfir mannskapnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 4. mars. Daggeir Pálsson, TF7DHP, félagsmaður okkar frá Akureyri var sérstakur gestur. Þá kom Hans Konrad Kristjánsson, TF3FG færandi hendi með radíódót, auk þess sem menn sóttu og komu með kort til útsendingar til QSL stofunnar.
Mikið var rætt um loftnet og skilyrðin almennt og sérstaklega í ljósi truflana vegna segulstorma að undanförnu, VHF endurvarpa, mismunandi gæði fæðilína, tæknina og heimasmíðar.
Alls mættu 14 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu veðri í vesturbænum í Reykjavík.
ARRL INTERNATIONAL DX SSB KEPPNIN
ARRL International DX keppnin 2021 á SSB verður haldin helgina 6.-7. mars. Þetta er tveggja sólarhringa keppni á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrunum.
Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tíma við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu bandi.
Bandarískar og kanadískar stöðvar gefa upp skilaboðin: RS og skammstöfun fyrir ríki/fylki. Aðrar stöðvar (þ.á.m. frá TF) gefa upp RS og afl sendis.
Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada telja. Öll ríki í Bandaríkjunum gilda þannig sem margfaldarar nema KH6 og KL7 en “District of Columbia, DC” kemur inn sem margfaldari í keppninni.
Með ósk um gott gengi,
Stjórn ÍRA.
Keppnisreglur: http://www.arrl.org/arrl-dx
OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 4. MARS
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 4. mars.
Grímuskylda er ásamt 1m nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskiptaherbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin kl. 20-22.
Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
Velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
.
.
Andlitsgrímur og handspritt eru í boði við inngang í sal.
GÓÐ MÆTING Í SKELJANES 25. FEBRÚAR
Það var góð mæting og létt yfir mannskapnum fimmtudagskvöldið 25. febrúar í Skeljanesi. Umræður voru í hverju horni og áhugamálið í brennidepli. Mikið var rætt um loftnet, viðhald þeirra og uppsetningu enda vortilfinning eftir léttan vetur og milt veður hingað til.
Margir voru að skila af sér kortum eða sækja innkomin kort og voru að hitta mann og annan, auk þess sem verðlaun og viðurkenningar ÍRA vegna viðburða á vegum félagsins á árinu 2020 voru til afhendingar. Alls mættu 19 félagar og 1 gestur í félagsaðstöðuna í Skeljanesi þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu rigningarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
CQ WW SSB 160 METRA KEPPNIN 2021
CQ WORLD-WIDE 160 metra keppnin á SSB fer fram um helgina. Keppnin hefst föstudag 26. febrúar og lýkur á sunnudag 28. febrúar. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og unnt er við aðrar stöðvar radíóamatöra um allan heim á keppnistímanum.
QSO punktar: QSO við TF stöðvar 2 punktar; innan Evrópu 5 punktar; utan Evrópu 10 punktar og við /MM stöðvar 5 punktar.
Margfaldarar:
Leyfilegt tíðnisvið í keppninni á IARU Svæði 1 (okkar svæði) er 1810-2000 kHz. Ath. að G-leyfishafar sem ætla að vinna á 1850-1900 kHz á fullu afli þurfa að hafa sótt um tíðni- og aflheimildir til PFS (sbr. tilkynningu þess efnis hér á heimasíðunni dags. 23. janúar s.l.).
Keppnisreglur: https://www.cq160.com/
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
ÁRAMÓTASENDING – NÝR SKILADAGUR.
Fjölmargir félagsmenn hafa óskað eftir meiri tíma til að ganga frá QSL kortum. Í ljósi þess verður síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar fimmtudagurinn 11. mars 2021.
Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar fyrir páska. Þá verða öll kort sem borist hafa til QSL stofunnar (þ.á.m. til smærri staða) póstlögð til kortastofa systurfélaganna. Gjaldskrá er óbreytt, 10 krónur á kort, sama verð hvert sem er í heiminum.
Fyrirvari er gerður ef aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 hamla því að þessi áætlun gangi eftir.
Ofangreindu til staðfestingar,
Mathías Hagvaag, TF3MH,
QSL stjóri ÍRA.
Vefslóð á skilagrein til útprentunar: Skilagrein-form.pdf
OPIÐ Í SKELJANESI 25. FEBRÚAR
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 25. febrúar.
Grímuskylda er ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda 2m nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskiptaherbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin kl. 20-22.
Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
Velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
Andlitsgrímur og handspritt eru í boði við inngang í húsnæðið.
CQ WPX RTTY KEPPNIN 2021
CQ WPX RTTY keppnin fór fram helgina 13.-14. febrúar síðastliðinn.
Þetta er tveggja sólarhringa keppni og markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt á 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.
Keppnisdagbækur voru sendar inn fyrir fimm TF kallmerki: TF1AM, TF2MSN, TF3DC og TF3VE, samkvæmt eftirfarandi:
TF1AM – einmenningsflokkur – háafl.
TF2MSN – einstaklingsflokkur – lágafl.
TF3AO – einstaklingsflokkur – háafl.
TF3VE – einstaklingsflokkur – lágafl.
TF3DC – samanburðardagbók (e. check-log).
Niðurstöður verða birtar í júlíhefti CQ tímaritsins.
https://cqwpxrtty.com/logs_received.htm