ÚTVARPSÞÆTTIR Á RÚV RÁS 1
Í fyrramálið, sunnudaginn 1. ágúst kl. 09:05, verður fluttur þáttur á Rás 1 um mors og þátt morsfjarskipta í menningu okkar. Þátturinn ber nafnið: „Stutt langt stutt“. Síðari hluti verður síðan fluttur á Rás 1 á mánudagsmorgun 2. ágúst kl. 09:03.
Í síðari hlutanum (á mánudag) er meginumfjöllunin um íslenska radíóamatöra, sem enn nota mors til fjarskipta um heiminn. Nokkrir íslenskir radíóamatörar eru m.a. teknir tali.
Verkefnið var unnið af Guðbjörgu Guðmundsdóttur þáttagerðarkona á RÚV.
Báðir hlutar þáttarins verða aðgengilegir sem upptaka á vefnum eftir lok útsendinga.
Rás 1 – Sunnudagur 1. ágúst kl. 09:05.
Rás 1 – Mánudagur 2. ágúst kl. 09:03.
Stjórn ÍRA.
.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!