,

TF ÚTILEIKARNIR ERU BYRJAÐIR

TF útileikarnir byrjuðu í dag (31. júlí) og standa yfir fram á mánudag (2. ágúst). Félagsstöðin, TF3IRA var virkjuð í dag, 31. júlí, frá kl. 13-16. Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS var við hljóðnemann. Skilyrði innanlands voru ekki góð fram af.

Hafa má samband í leikunum alla dagana, en til að þétta þátttökuna er miðað við þessi tímabil:

Kl. 17-19 á laugardag.
Kl. 09-12 og kl. 21-24 á sunnudag.
Kl. 08-10 á mánudag.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com

Vefslóð á keppnisreglur: http://www.ira.is/tf-utileikar/
Vefslóð á heimasíðuna fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Vefslóð á erindi Einars um útileikana: http://eik.klaki.net/tmp/utileikar18.pdf

Félagsstöðin TF3IRA verður næst virkjuð á morgun, sunnudag, kl. 10-13.

Tökum þátt í TF útileikunum!

Stjórn ÍRA.

Wihelm Sigurðsson TF3AWS virkjaði félagsstöðina TF3IRA á tali í TF útileikunum laugardaginn 31. júlí. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 + 16 =