,

BOÐI VEGNA 75 ÁRA AFMÆLIS FRESTAÐ

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að fresta því að halda upp á 75 ára afmæli félagsins laugardaginn 14. ágúst n.k.  Ákvörðunin er tekin í ljósi vaxandi útbreiðslu Covid-19 faraldursins og vegna mikillar óvissu um sóttvarnir sem verða í gildi eftir tvær vikur og fjölda sem þá má koma saman.

Núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um ráðstafanir vegna faraldursins rennur út degi fyrr, eða 13. ágúst.

Tilkynnt verður um nýja dagsetningu fyrir viðburðinn strax og aðstæður leyfa.

Það er von okkar að þessari ákvörðum fylgi ríkur skilningur.

F.h. stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × two =