,

KIWISDR VIÐTÆKIÐ AFTUR Í BLÁFJÖLL

KiwiSDR viðtækið sem fært var úr Skeljanesi í apríl s.l. og hefur verið vistað hjá Erlingi Guðnasyni TF3E síðan, var flutt í morgun, 30. júlí, aftur upp í Bláfjöll. Vefslóð: http://blafjoll.utvarp.com eða http://bla.utvarp.com

Viðtækið er nú staðsett inni í upphituðu húsi og notar 70 metra langt vírloftnet fyrir amatörböndin frá 160 til 10 metra.  Unun frá Ultimax 100 er notuð til að taka sýndarviðnám niður í fæðipunkti.

Það voru þeir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Georg Kulp TF3GZ gerðu ferð á fjallið í dag og gengu frá uppsetningu. Þeir félagar telja, að núverandi uppsetning eigi að tryggja hnökralausa starfsemi viðtækisins á fjallinu.

Tvö önnur KiwiSDR viðtæki yfir netið eru virk, þ.e. á Bjargtöngum í Vesturbyggð og á Raufarhöfn. Vefslóðir: 
Bjargtangar: http://bjarg.utvarp.com  og
Raufarhöfn: http://raufarhofn.utvarp.com

Þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ fyrir verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna. Ennfremur þakkir til Erlings Guðnasonar, TF3E fyrir að hlaupa undir bagga með vistun viðtækisins frá því í apríl s.l.

Stjórn ÍRA.

“Lóðboltinn á lofti”. Georg TF3GZ gengur frá tengingum við loftnetið. Ljósmynd: TF1A.
Ari Þórólfur TF1A fer yfir tengngarnar. Ljósmynd: TF3GZ.
Frágangi lokið upp í turninum. Ljósmynd: TF3GZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen − 9 =