,

TF3IRA Í TF ÚTILEIKUNUM 2021

Félagsstöðin TF3IRA var virk alla þrjá dagana í TF útileikunum. Þegar þetta er skrifað (um hádegi á mánudag) eru leikarnir enn í fullum gangi og lýkur í raun ekki fyrr en á miðnætti.

Skilyrðin innanlands voru ekki sérstaklega góð þessa þrjá daga og t.d. mikið QSB. Samt höfðu menn mörg skemmtileg sambönd. Sem dæmi, voru þeir Einar Kjartansson TF3EK og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY með gott samband á 160 metrum þvert yfir landið frá Ölvusárósum til Víðidals á Hólsfjöllum.

Eftirtaldir leyfishafar virkjuðu félagsstöðina: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Jónas Bjarnason TF3JB (á laugardag); Mathías Hagvaag TF3MH, Sæmundur Þorsteinsson TF3UA og Jónas Bjarnason TF3JB (á sunnudag) og Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA (í dag, mánudag).

A.m.k. 20 TF kallmerki hafa heyrst í loftinu þegar þetta er skrifað, bæði á tali (SSB) og morsi (CW) en á örugglega eftir að fjölga þegar líður á daginn.

Þakkir til allra fyrir þátttökuna!

Stjórn ÍRA.

Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA virkjaði félagsstöðina TF3IRA á tali og morsi í leikunum bæði á sunnudag og mánudag.
Mathías Hagvaag TF3MH virkjaði félagsstöðina TF3IRA á tali á sunnudag. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eight + thirteen =