,

VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2021 NÁLGAST

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin 2021 fer fram helgina 21.-22. ágúst n.k.

Um er að ræða tveggja sólarhringa viðburð, en miðað er við að flestir sem koma til dvalar í vita, á vitaskipi eða í nágrenni hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag.

Að jafnaði eru yfir 500 tilgreind kallmerki starfrækt þessa helgi frá um 40 þjóðlöndum.

Í dag, 10. ágúst hafa alls 282 vitar verið skráðir á heimasíðu viðburðarins.

Vefslóð: https://illw.net/index.php/entrants-list-2021

Knarrarósviti er sá viti sem oftast hefur verið virkjaður af radíóamatörum hér á landi á Vita- og vitaskipahelgi, eða 18 sinnum frá árinu 1998. Hann stendur austan við Stokkseyri.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × five =