Á Wikipediu er að finna ágæta grein um tilurð og venjur í sambandi við kallmerki amatöra

og hverjir hafa með hvað að gera í því sambandi.  Tengill á síðuna er hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/ITU_prefix_(amateur_stations) .

Þetta er í grófum dráttum það sem viðgengst meðal radíóamatöra í heiminum í dag.

73, Bjarni, TF3GB

TF3KB og TF3DX komu í Skeljanes á fimmtudagskvöld og sögðu okkur frá ferðum sínum til Finnlands á NRAU fund og ferð til Búlgaríu á IARU ráðstefnu í sumar. TF3HP bauð menn velkomna í upphafi og sagði frá að fram hafi komið ósk eins félaga um að nota kallmerki sitt óbreytt við tímabundin ákveðin aðsetursskipti. Samskipti eru í gangi milli ÍRA og PFS um óskina og sagt verður nánar frá þessu þegar niðurstaða er komin. Stjórn ÍRA hefur bætt við óskina þeirri tillögu að öllum verði leyft að nota sín kallmerki á þennan hátt og unnið verði að breytingu á reglugerðinni en þó þannig að valkvætt verði fyrir hvern einstakan að fara eftir núverandi kallsvæðaskiptingu og breyta númeri í sínu kallmerki við flutning og tímabundin aðsetursskipti eða halda sínu eina sanna kallmerki hvar á landinu sem hann dvelur í lengri eða skemmri tíma.

TF3HP setur fund

Tveir góðir á bak við Súlu og ritarinn að hella á könnuna

Þeir TF3DX og TF3KB fóru vel yfir sínar kynningar og stóð fundurinn fram undir miðnætti enda mikið mál og áhugavert. Kynningarnar og nánari umfjöllun verður sett inn hér eftir par daga eða svo.

Kynningu má finna undir ítarefni á siðu ÍRA, http://www.ira.is/itarefni/

Sælir félagar.

Fimmtudaginn 13. (6.) nóvember munu Vilhjálmur, TF3DX, og Kristján, TF3KB, halda erindi og svara spurningum um NRAU ráðstefnuna sem haldin var 15.-17 ágúst sl. og   IARU region1 ráðstefnuna, sem haldin var 20.-27. september sl..

Vonandi sjá sem flestir félagar sér fært að mæta í félagsheimilið og hlusta á fróðlegt erindi.

Samkvæmt venju hefst erindið kl 20.30.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

1sta rússneska alheims fjölháttakeppnin, höfundur

ágætu radíóamatörar,

Russian Digital Radio Club býður radíóamatörum um allan heim til þáttöku í 1st Russian WW MultiMode Contest 2014. Markmiðið er að koma á sem flestum samböndum milli radíóamatöra um allan heim og radíóamatöra í Rússlandi.

Við bjóðum öllum áhugasömum radíóamatörum um stafræna hætti til keppni frá klukkan 12.00 UTC laugardaginn 15. nóvember til klukkan 11:59 UTC sunnudaginn 16. nóvember, 2014.

Mótunaraðferðir: BPSK63, CW, RTTY, SSB. QSO við sama amatör á öðru bandi eða öðrum mótunarhætti eru leyfð svo lengi sem amk 3 mínútur líða á milli QSOa. Mesta afl er 10 wött á 160 metrum og 100 wött á öðrum böndum. Keppandi má ekki skifta oftar en tíu sinnum um tiðniband á hverjum klukkutíma með núllið í talningu á 59. mínútu hvers klukkutíma. Aðeins einn sendir er leyfður í loftinu á hverju augnabliki frá hverju kallmerki.

Bönd: 160 m, 80 m, 40 m, 20 m, 15 m, 10 m.

Verðlaun og viðurkenningar í öllum flokkum:

  • SOAB – BPSK63-CW-RTTY-SSB
  • SOAB – BPSK63-CW-RTTY
  • SOAB – BPSK63-CW-SSB
  • SOAB – BPSK63-RTTY-SSB
  • SOAB – CW-RTTY-SSB
  • SOAB – BPSK63-CW
  • SOAB – BPSK63-RTTY
  • SOAB – BPSK63-SSB
  • SOAB – RTTY-SSB
  • SOAB – CW-RTTY
  • SOAB – CW-SSB
  • MOAB – BPSK63-CW-RTTY-SSB

Þáttökuviðurkenningarskjal verður sent öllum sem hafa amk 100 staðfest QSO í keppninni.

Sendið logginn á: Web interface ekki seinna en fjórtán dögum eftir keppnina, fyrir kl. 23:59 UTC þann 30. nóvember 2014.

73! de Russian Digital Radio Club

…þýtt og endursagt de TF3JA

CQ WW DX SSB keppnin fór fram síðustu helgina í október í þokkalegum skilyrðum og ekki að sjá annað en þáttakan hafi verið góð. Íslenskar stöðvar í keppninni voru eftir betri heimildum TF2LL, TF2MSN, TF2AO, TF3CW, TF3CY, TF3DC, TF3MHN, TF3VS, TF3Y, TF4X fjarstýrð af TF3SG frá Reykjavík og TF8HP. Á vefsíðunni “Unofficial claimed scores” er hægt að fylgjast með óformlegum niðurstöðum keppninnar en formleg niðurstaða verður á vefsíðu keppninnar “CQ WW DX SSB” innan tíðar.

Þáttaka skv. lista á CQ WW DX

TF2LL SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL HIGH
TF2MSN SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW
TF3AO SINGLE-OP ASSISTED 15M LOW TANGO FOX RADIO FOXES
TF3CW SINGLE-OP NON-ASSISTED 15M HIGH
TF3CY SINGLE-OP NON-ASSISTED 10M HIGH
TF3DC SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW
TF3MHN SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW
TF3VS SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW
TF4X SINGLE-OP NON-ASSISTED 160M HIGH
TF8HP SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M LOW TANGO FOX RADIO FOXES

CW hluti keppninnar verður síðustu helgina í nóvember eftir réttar fjórar vikur og allar líkur á að þá verði stöð félagsins í Skeljanesi komin í gott lag að sögn stjórnar ÍRA.

VA7XX fjórhyrningur – draumaloftnet og færi vel á grasinu við Skeljanesið.

Sælir félagar.

Af óviðráðanlegum ástæðum er erindi því er flytja átti

fimmtudaginn 6. nóvember frestað til fimmtudagsins

13. nóvember.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

Sælir félagar.

Fimmtudaginn 6. nóvember munu Vilhjálmur, TF3DX, og Kristján, TF3KB, halda erindi og svara spurningum um NRAU ráðstefnuna sem haldin var 15.-17 ágúst sl. og   IARU region1 ráðstefnuna, sem haldin var 20.-27. september sl..

Vonandi sjá sem flestir félagar sér fært að mæta í félagsheimilið og hlusta á fróðlegt erindi.

Samkvæmt venju hefst erindið kl 20.30.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

TF4X keppnisstöðin í Otradal tók þátt í CQ WW SSB 2014 og var stjórnað með fjaraðgangi frá Reykjavík.   TF3SG sem operator með K3 frá Elecraft og tilheyrandi fjaraðgangsbúnað tók þátt í flokkinum SOSB 160m High Power.

CQ WW SSB keppnin í ár fór af stað rétt eftir kröftugasta sólgos sem orðið hefur í 24 ár.

Nú til dags eru öflug hlustunarnet og öflugt sendinet og allt sem því fylgir á 160m um margt forréttindi.  Það er aldrei ljósar en í miðju kröftugu sólgosi hvað stöðin er öflug.  Veikustu merkin voru læsileg alveg niður í suð.  Það verður ekki við ráðið ef merkin ná ekki í gegn vegna norðurljósa.  Vandamálið hér á landi er ekki endilega að heyra veikustu merkin, miklu frekar að þeir sem kalla heyra ekki merkið frá TF4X vegna QRM þeirra megin.  Við sólgosið tók bandið dýfu en jafnaði sig að nokkru leiti á nokkrum klukkutímum.  Fyrir mig var þetta ein skemmtilegasta og lærdómsríkasta keppni fram til þessa. Allur búnaður var hnökralaus. Fjöldi sambanda var rétt rúmlega 260, 8 CQ og DXC 44. Takk fyrir mig Þorvaldur.

73

Guðmundur, TF3SG

Á QRZNOW.COM birtist í vikunni grein um stafræna talmótun á HF, “FreeDV HF Digital Voice for Radio Amateurs” eða Stafrænt tal á HF.

FreeDV er GUI forrit fyrir Windows, Linux og MacOS (BSD og Android eru í þróun). Með forritinu er hægt að nota venjulegt SSB sendiviðtæki fyrir stafrænt tal á litlum bitahraðaTalið er þjappað niður í 1600 bita/s runu sem mótuð er með 16 QPSK aðferð á 1,25 kHz breiða burðarbylgju. Í móttöku er merkið afmótað og afkóðaðmeð FreeDVSamskipti eru læsileg niður í 2 dB S/N hlutfall og 1-2 vatta sendiafl nægir fyrir samskipti yfir langar vegalengdir. FreeDV var búið til í samstarfi alþjóðlegs hóps radíóamatöra. FreeDV er opinn hugbúnaður, skrifaður í “GNU Public License”útgáfu 2.1. Bæði talkóðarinn og afkóðarinn eru opinn hugbúnaður.

En hvers vegna stafræn mótun og FreeDV?
Amateur radíóið er að færast frá hliðrænum sendingum til stafrænna, sem er svipar til breytingarinnar frá AM til SSB á árunum 1950 til 60Hvernig væri staðan ef eitt eðatvö fyrirtæki ættu einkaleyfi á SSB og neyddu amatöra til að nota þeirra tækni og ólöglegt væri að gera tilraunir með eða jafnvel skilja SSB-tæknina og þannig yrði staðan næstu 100 árinÞað er einmitt það sem var að gerast með stafrænt talEn núeru radíóamatörar að ná stjórn á tækniþróuninni aftur!

FreeDV er einstakur 100% opinn hugbúnaðaður fyrir flutning á hljóðiEngin leyndarmál, ekkert einkamál! FreeDV er leið 21. aldar radíóamatöra til að myndaumhverfi þar sem frjálst er að gera tilraunir og prófa nýjungarí stað þess að vera fastir í umhverfi fárra framleiðenda.

…já og takið eftir, 100 sinnum minna útsent afl og helmingi minni bandvídd…fyrir betri flutningsgæði.

Framtíðin er komin, við látum ekki hefta okkur!

…þýtt og endursagt de TF3JA

staðan á DXWATCH.COM stuttu eftir lok keppninnar..

KD4PXY

TF2LL

14263

59 nc

0003z 27 Oct

N6DBF

TF2LL

14263

2359z 26 Oct

9A7A

TF4X

1832.5

2353z 26 Oct

CN2AA

TF4X

1832.4

2342z 26 Oct

K6ST

TF2LL

14263

2338z 26 Oct

K6ST

TF3CY

14232.6

2331z 26 Oct

K7RL

TF3CY

14232.6

USB

2320z 26 Oct

K7RL

TF2LL

14263

USB

2320z 26 Oct

DB3MA

TF4X

1832.4

5914 73 harald

2320z 26 Oct

GM4AFF

TF4X

1832.4

2315z 26 Oct

NW3H

TF2LL

14263

40

2311z 26 Oct

N2FF

TF2LL

14263

2304z 26 Oct

AA7V

TF3CY

14232.6

2304z 26 Oct

TF2MSN

TF3CY

14232.5

CQ TEST

2252z 26 Oct

N2TX

TF3CY

14232.6

USB

2248z 26 Oct

seinni hluta sunnudags kom TF3CY aftur inn í keppnina af mikilum krafti á 10 metrunum, TF4X vaknaði aftur til lífsins á fjarstýringu frá TF3SG í Reykjavík og TF2LL hélt sínu striki á 20 og 80 metrunum …þegar klukkan er langt gengin í tíu hefur TF3IG bæst á listann á dxwatch.com… klukkan er orðin rúmlega níu og einn mesti keppnismaður íslenskra radíóamatöra, TF3CW, kominn á fulla ferð í keppninni, hér er staðan á DXWATCH.COM:

Einu heimildirnar um þáttöku íslenskra stöðva í CQ WW DX SSB keppninni um helgina eru listinn á DXWATCH.COM og símtal frá TF3SG í gær sem sagðist vera í loftinu á TF4X fjarstýrðri frá Reykjavík á 160 metrunum. Þetta er staðan núna klukkan 6 á sunnudagsmorgni í eins stigs frosti og vindleysu, allt bendir til sólríks sunnudags og lítil hætta á að loftnetaskelfirinn leysist úr læðingi. En hver á þetta skemmtilega kallmerki TF0HQ? sem bendir til þess að stjórn ÍRA hafi skroppið á gossvæðið í nótt. Kallmerkið HQ er venjulega frátekið fyrir “head quarter” stöðvar.