,

Talsamskipti radíóamatöra eru smá saman að fara yfir í stafræna mótun

Á QRZNOW.COM birtist í vikunni grein um stafræna talmótun á HF, “FreeDV HF Digital Voice for Radio Amateurs” eða Stafrænt tal á HF.

FreeDV er GUI forrit fyrir Windows, Linux og MacOS (BSD og Android eru í þróun). Með forritinu er hægt að nota venjulegt SSB sendiviðtæki fyrir stafrænt tal á litlum bitahraðaTalið er þjappað niður í 1600 bita/s runu sem mótuð er með 16 QPSK aðferð á 1,25 kHz breiða burðarbylgju. Í móttöku er merkið afmótað og afkóðaðmeð FreeDVSamskipti eru læsileg niður í 2 dB S/N hlutfall og 1-2 vatta sendiafl nægir fyrir samskipti yfir langar vegalengdir. FreeDV var búið til í samstarfi alþjóðlegs hóps radíóamatöra. FreeDV er opinn hugbúnaður, skrifaður í “GNU Public License”útgáfu 2.1. Bæði talkóðarinn og afkóðarinn eru opinn hugbúnaður.

En hvers vegna stafræn mótun og FreeDV?
Amateur radíóið er að færast frá hliðrænum sendingum til stafrænna, sem er svipar til breytingarinnar frá AM til SSB á árunum 1950 til 60Hvernig væri staðan ef eitt eðatvö fyrirtæki ættu einkaleyfi á SSB og neyddu amatöra til að nota þeirra tækni og ólöglegt væri að gera tilraunir með eða jafnvel skilja SSB-tæknina og þannig yrði staðan næstu 100 árinÞað er einmitt það sem var að gerast með stafrænt talEn núeru radíóamatörar að ná stjórn á tækniþróuninni aftur!

FreeDV er einstakur 100% opinn hugbúnaðaður fyrir flutning á hljóðiEngin leyndarmál, ekkert einkamál! FreeDV er leið 21. aldar radíóamatöra til að myndaumhverfi þar sem frjálst er að gera tilraunir og prófa nýjungarí stað þess að vera fastir í umhverfi fárra framleiðenda.

…já og takið eftir, 100 sinnum minna útsent afl og helmingi minni bandvídd…fyrir betri flutningsgæði.

Framtíðin er komin, við látum ekki hefta okkur!

…þýtt og endursagt de TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 1 =