, ,

Fjaraðgangsbúnaður og þátttaka TF4X í CQ WW SSB 2014

TF4X keppnisstöðin í Otradal tók þátt í CQ WW SSB 2014 og var stjórnað með fjaraðgangi frá Reykjavík.   TF3SG sem operator með K3 frá Elecraft og tilheyrandi fjaraðgangsbúnað tók þátt í flokkinum SOSB 160m High Power.

CQ WW SSB keppnin í ár fór af stað rétt eftir kröftugasta sólgos sem orðið hefur í 24 ár.

Nú til dags eru öflug hlustunarnet og öflugt sendinet og allt sem því fylgir á 160m um margt forréttindi.  Það er aldrei ljósar en í miðju kröftugu sólgosi hvað stöðin er öflug.  Veikustu merkin voru læsileg alveg niður í suð.  Það verður ekki við ráðið ef merkin ná ekki í gegn vegna norðurljósa.  Vandamálið hér á landi er ekki endilega að heyra veikustu merkin, miklu frekar að þeir sem kalla heyra ekki merkið frá TF4X vegna QRM þeirra megin.  Við sólgosið tók bandið dýfu en jafnaði sig að nokkru leiti á nokkrum klukkutímum.  Fyrir mig var þetta ein skemmtilegasta og lærdómsríkasta keppni fram til þessa. Allur búnaður var hnökralaus. Fjöldi sambanda var rétt rúmlega 260, 8 CQ og DXC 44. Takk fyrir mig Þorvaldur.

73

Guðmundur, TF3SG

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − 7 =