,

13 félagar mættu á NRAU – IARU kynningu 13. nóvenber

TF3KB og TF3DX komu í Skeljanes á fimmtudagskvöld og sögðu okkur frá ferðum sínum til Finnlands á NRAU fund og ferð til Búlgaríu á IARU ráðstefnu í sumar. TF3HP bauð menn velkomna í upphafi og sagði frá að fram hafi komið ósk eins félaga um að nota kallmerki sitt óbreytt við tímabundin ákveðin aðsetursskipti. Samskipti eru í gangi milli ÍRA og PFS um óskina og sagt verður nánar frá þessu þegar niðurstaða er komin. Stjórn ÍRA hefur bætt við óskina þeirri tillögu að öllum verði leyft að nota sín kallmerki á þennan hátt og unnið verði að breytingu á reglugerðinni en þó þannig að valkvætt verði fyrir hvern einstakan að fara eftir núverandi kallsvæðaskiptingu og breyta númeri í sínu kallmerki við flutning og tímabundin aðsetursskipti eða halda sínu eina sanna kallmerki hvar á landinu sem hann dvelur í lengri eða skemmri tíma.

TF3HP setur fund

Tveir góðir á bak við Súlu og ritarinn að hella á könnuna

Þeir TF3DX og TF3KB fóru vel yfir sínar kynningar og stóð fundurinn fram undir miðnætti enda mikið mál og áhugavert. Kynningarnar og nánari umfjöllun verður sett inn hér eftir par daga eða svo.

Kynningu má finna undir ítarefni á siðu ÍRA, http://www.ira.is/itarefni/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − 17 =