Eftirfarandi barst frá Sigurbirni, TF3SB:
Heinz George Stroebel, TF3XG / WA9UZM, Leyfi nr. 238, sem var mörgum íslenskum amatörum af góðu kunnur, er látinn. George var fæddur í Þýskalandi 18. ágúst 1931. Hann lést 17. nóvember 2014. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Eftirlifandi er eiginkona hans Ásdís Lillý Snorradóttir, TF3LST. Við vottum Ásdísi og aðstandendum okkar dýpstu samúð.
Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

Frá QSL-stjóra hafa borist þau skilaboð að fyrir dyrum standi árleg hreinsun, þegar öll kort sem þá verða í buroinu verða send út. Félagar eru hvattir til að koma syndunum frá og koma kortunum í buroið eigi síðar en fimmtudaginn 8. janúar 2015.
73, TF3GB

ÍRA hefur sótt um og fengið framlengt sérheimildum íslenskra radíóamatöra til notkunar eftirtalinna tíðnisviða:

1850 – 1900 KHz    til notkunar í tilgreindum alþjóðlegum keppnum samkvæmt töflu undir liðnum “Tíðnisvið radíóamatöra” á heimasíðunni. Gildir til 31.12. 2015.

5260 – 5410 KHz    60 m bandið. Gildir til 31.12. 2016.

70 – 70,2 MHz         4m bandið.  Gildir til 31.12. 2016.

Skilmálar eru þeir sömu og áður, en þá má sjá undir liðnum: “Félagið/Tíðnisvið radíóamatöra” á heimasíðunni.

Þeir sem hyggjast nýta sér heimildirnar þurfa að sækj um til PFS fyrir nýja tímabilið.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

M0XER er örlítill loftbelgur sem settur var á loft frá Englandi í byrjun júlímánaðar og hefur farið nokkrar ferðir umhverfis jörðina..

Ein stærsta amatörkeppni ársins CQ WW DX CW verður um helgina. Óljósar fréttir hafa borist af þáttöku en nánar verður sagt frá því þegar málin skýrast. Stöð félagsins, TF3IRA er tilbúin til þáttöku á efri böndunum og að sögn TF3DC eins reyndasta keppnis þáttakanda meðal íslenskra radíóamatöra gegnum árin er líklegt að flestir munu stefna að þáttöku á efri böndunum til að ná í lokin á núverandi sólblettahæð.

Reglur keppninnar eru hér.

Kort sem sýnir CQ reitina eða hólfin. Ísland er í hólfi 40.

CQ Zone Map

Vísun á DX SUMMIT

frá formanni MDXSF,

MDXS lyftir DX SUMMIT upp í nýjar hæðir er bæði notendavænna og aðgengilegra. Samvirknin við VOACAP er sérstaklega skemmtileg og með henni hefur MDXS áunnið sér fastan sess á stjórnborði minnar tölvu í radíókytrunni – loftskeytaklefanum. Hamingjuóskir til RADIO ARCALA teymisins og víðsýnna áhangenda þeirra.”
-Tom, ND2T

Marlon Brando.   KE6PZH og FO5GJ  lést 1. júlí 2004. Leikarinn Marlon Brando var þekktur meðal amatöra um allan heim sem KE6PZH og FO5GJ, Brando er skráður í gagnagrunni FCC  sem Martin Brandeaux.Hann var oftlega í loftinu á FO5-kallmerkinu frá eyjunni sinni  í franska Pólynesíu eyjaklasanum.

…upplýsingar af Wikipediu:

La ora na e maeva!

Frægasta eyjan er Tahítí. Árið 1946 voru eyjarnar gerðar að frönsku yfirráðasvæði og íbúar fengu franskan ríkisborgararétt. Frakkar stunduðu tilraunir með kjarnorkusprengjur á eyjunum frá 1962. Árið 1977 fengu eyjarnar takmarkaða heimastjórn. Þótt eyjarnar séu með eigið þing og ríkisstjórn eru þær ekki í frjálsu sambandi við Frakkland líkt og Cookseyjar. Frakkland hefur yfirumsjón með dómskerfi, menntakerfi, lögreglu og vörnum eyjanna. Helsta útflutningsvara eyjanna er svört perla.

Eyjarnar eru í miðju Kyrrahafinu og fjarlægðir til meginlandanna mælast í þúsundum kílómetra. Franska Polynesísa spannar gríðarstórt svæði á stærð við alla Evrópu og samanstendur af alls 118 eyjum sem mynda 5 eyjaklasa, hvern með sínum sérkennum.

Til samanburðar getum við skoðað Azores-eyjar úti í Atlantshafi og sjáum þá hvers vegna amatörar sækjast eftir að fara til eyjanna í forskeytasöfnunarferðir.

Alheimsneyðarfjarskiptaæfing verður núna á sunnudag og hefst klukkan 11. Æfingunni lýkur klukkan 15. Allar upplýsingar um æfinguna eru á heimasíðu IARU Global Set 2014

Æfingin gengur út á að neyðarfjarskiptastöðvar senda æfingaskeyti til aðalstöðvanna á hverju svæði. TF3IRA tekur þátt í æfingunni fyrir hönd Íslands en opið er fyrir aðrar stöðvar ýmissa björgunar- eða neyðarhópa á landinu að taka þátt. Þannig gæti til dæmis stöð Radíóskáta tekið þátt. Þeir sem áhuga hafa á að koma í Skeljanesið á sunnudag og taka þátt er bent á að hafa samband við TF3JA neyðarfjarskiptastjóra ÍRA. Skeljanesið verður opið frá 11 til 15 á sunnudag og tilvalið fyrir félaga að koma, fá sér kaffi og ræða málin, jafnvel senda eins og eitt skeyti á Morse.

Bárðarbunga

Í tilefni af auglýsingu frá TF4M á heimasíðunni, sem TF3SG setti inn, þar sem íslenskum radíóamatörum er boðið að fjarstýra stöð TF4M, skal eftirfarandi tekið fram:

Fjaraðgangsnefnd ÍRA, gaf út skýrslu er varðaði fjarstýringu senda innanlands í apríl 2013. Síðan þá hefur láðst að senda skýrsluna til PFS til skoðunar og fá athugasemdir, ef einhverjar yrðu. Verður það nú gert þó seint sé. Meðan staðan er þessi er ekki við hæfi að auglýsingar af þessu tagi séu á heimasíðu félagsins. Einnig  hafa tilmæli IARU R-1 ráðstefnunnar frá í september 2014, VA14_C4_REC_04, verið send til PFS og í svari við því kemur fram að PFS sé að bíða upplýsinga frá CEPT varðandi stefnu í fjaraðgangsmálum. Þeim sem óska frekari upplýsinga um þessi mál er bent á að hafa samband við PFS.

F.h. Stjórnar ÍRA,

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

Eftirfarandi þýðing  fjaraðgangsnefnd á tilmælunum frá Varna var lögð fram á aðalfundi ÍRA 11. júní 2015

Starfræksla með fjarstýringu

Starfræksla með fjarstýringu er skilgreind svo, að leyfishafi stjórni amatörstöð með fjarstýribúnaði.

Þar sem stöð er starfrækt með fjarstýringu skal virða eftirfarandi skilmála:

1.   Starfræksla með fjarstýringu verður að vera leyfð, eða látin óátalin, af stjórnvöldum landsins sem stöðin er í.

2.   Nota á kallmerkið sem stjórnvöld landsins sem stöðin er í hafa gefið út. Þetta gildir án tillits til staðsetningar þess sem stýrir.

3.    Hafa skal í huga að tilmæli SC11_C4_07 tiltaka að aðildarfélögin veki athygli meðlima sinna á því  að T/R 61-01 tilmælin taka aðeins til fólks sem notar sitt eigið kallmerki, með viðeigandi landsforskeyti, þegar viðkomandi heimsækir landið í raun. Þau taka ekki til starfrækslu með fjarstýringu.

4.    Aðrir skilmálar, er varða þátttöku fjarstýrðra stöðva í keppni  eða öflun verðlauna, eru málefni hinna ýmsu skipuleggjenda slíkara atburða.

Frumtexti

Recommendation VA14_C4_REC_04:

That the following text be published in the VHF and HF Managers Handbook:

Remote Controlled Operation

Remote controlled operation is defined to mean operation where a licensed operator controls an amateur radio station from a remote control terminal.

Where a station is operated remotely, the following conditions shall apply:

1. Remote operation must be permitted, or not objected to, by the Regulatory Authority of the country where the station is located.

2. The call sign to be used should be the call sign issued by the Regulatory Authority of the country in which the station is located. This applies irrespective of the location of the operator.

3. It should be noted that Recommendation SC11_C4_07 states that member societies bring to their members attention that the T/R 61-01 agreement only applies to people using their own call sign, with the appropriate country prefix, when the operator is actually visiting that country, not for remote operation.

4. Any further requirements regarding the participation of remotely controlled stations in contests or award programmes are a matter for the various contest or award programme organisers.

Proposed by: CRC

Seconded by: HRS

The motion was carried with one vote against and two abstentions

Upprunaleg frétt 18. nóvember 2014

Við höfum beðið í nokkra mánuði eftir niðurstöðu frá Varna um ýmis mál og líklega brennur einna heitast niðurstaðan um fjaraðgang, fjarstýringu amatörsendistöðvar, hér á eftir er niðurstaðan þýdd á íslensku:

Tilmæli VA14_C4_REC_04:

…að eftirfarandi texti verði birtur í handbókum VHF og HF stjóra.

 

Fjaraðgangur
Með fjaraðgangi er átt við þá notkun sendistöðvar að aðili með radíóamatörleyfi stjórnar amatörstöð úr fjarlægð með fjarstýribúnaði.
Þar sem stöð er notuð með fjaraðgangi, skulu eftirfarandi skilyrði gilda:
1. Fjarstýring sé leyfð eða ekki bönnuð af eftirlitsyfirvaldi þess lands, sem stöðin er staðsett í.
2. Nota ætti kallmerki það, sem eftirlitsyfirvöld landsins, sem stöðin er í, hafa úthlutað stöðinni sama hver staðsetning þess, sem er að vinna með stöðina, er.
3. Kallmerki samkvæmt CEPT T/R 61-60 gilda einungis fyrir amatör sem notar sitt eigið kallmerki með viðeigandi auðkenni lands og sem staddur er í viðkomandi landi en ekki fyrir fjarstýringu stöðvar .
4. Um notkun fjarstýrðra stöðva í keppnum gilda að auki viðkomandi keppnisreglur.
Allar ábendingar um betri þýðingu eru velþegnar.
Samkvæmt núverandi reglugerð ber íslenskum amatör sem setur upp stöð tímabundið á öðru landssvæði innan lands, hvort sem hann á tækin sjálfur eða fær þau lánuð, að bæta ” /svæðisnúmer ” við sitt kallmerki og þar af leiðandi ekki hægt að sjá annað en að fullkomlega rétt sé að sá íslenskur eða erlendur radíóamatör staddur á Íslandi sem fær stöðina hans Þorvaldar í Otradal lánaða geri rétt með því að nota sitt kallmerki/4 eins og reglurnar eru í dag.
…enda er það í samræmi við niðurstöðu nefndar ÍRA um stefnumótun í fjaraðgangsmálum frá 18. apríl 2013, kafli 1.9 Kallmerki:
“Þegar íslenskur leyfishafi sækir annan heim og notar stöð hans, hefur það gjarnan verið samkomulagsatriði milli þeirra hvort kallmerkið er notað. Að óbreyttu mælir nefndin með því að sama verði viðhaft í tilfelli fjarstýringar. Nefndin telur að handhafi þess kallmerkis sem er notað sé þar með ábyrgur fyrir starfrækslunni. Ef leyfishafi notar kallmerki sitt til fjarstýringar á sendi utan þess svæðis sem númerið í kallmerkinu gefur til kynna, telur nefndin að það sé hliðstæða við eftirfarandi málsgrein í 8. gr.:

Þegar leyfishafi notar búnað sinn tímabundið á nýjum stað skal hann bæta við kallmerki sitt skástriki og tölustaf sem gefur til kynna svæðið sem hann er fluttur til “.

Nefndin telur að orðalagið “sem hann er fluttur til ” vísi til búnaðarins, ekki leyfishafans, enda er áður búið að fjalla um aðsetursskipti leyfishafa í 7. gr.”